Haukur - 01.07.1901, Page 6

Haukur - 01.07.1901, Page 6
KONUNGUR LEYNIOÖGREGLUMANNANNA. Sjómaðurinn og skipstjórinn drukku jafnt og þjett nokkra stund, en svo fór þá smámsaman að syfja. Loks soinaði svo skipstjórinn fram á borðið, og litlu síðar sofnaði sjómaðurinn líka. Nú var tími ræningjanna kominn. Annar þeirra laumaði hendinni ofan í vasa sjómannsins, og ætlaði að ná í seðlavöndul; er sjómaðurinn hafði áður, eins og af tilviljun, látið hann sjá hjá sjer. í sömu svipan vaknaði skipstjórinn allt í einu, og er hann sá hvað um var að vera, kallaði hann: „Hægan, háseti góður! ætlið þjer að stela pen- ingunum mannsíns!" Sá ræninginn, er hjá hafðí setið, dró nú allt í einu upp hlaðna skammbyssu, miðaði henni á enni skipstjórans, og roælti með mjög alvarlegri röddu: „Lítið þér á, gamli marhnúturinn yðar! Hafið þjer hægt um yður, því að annars skal jeg koma í veg fyrir það, að þjer getið drukknað". Skipstjórinn þreif allt í einu um ölnliðinn á fant- inum, og beindi byssunni niður á við. í sömu svip- an reið skotið af, og kúlan lentj í gólfinu. Nú vaknaði sjómaðurinn líka. Hinn ræninginn bauð honum að hafa hægt um sig, og dró upp skammbyssu sína. En sjómaðurinn vatt sjer að hon- um, skjótur eins og elding, og greip með heljar afli um handlegginn á honum. Það urðu alvarleg áflog litla stund, en ræningjarnir báru samt íljótlega lægra hlut. Að fáum sekúndum liðnum hafði „sjómönnun- um“ auðnazt, að koma handjárnum á báða bófana. „Nú svo þið eruð piltungar þeir, sem Bayard Knight hefir sent til höfuðs mjer?“ spurði sjómaður- inn. „Hver í djöflinum eruð þjer?“ spurði annar ræn- ingjanna. „Jeg er kallaður Burt Brandon". „Hvert í logandi...........!“ grenjuðu báðirræn- ingjarnir sem með einum munni. „ En hver djöfullinn var það þá, sem fór hingað inn rjett á undan okkur?" spurði annar þeirra. „Það var jeg, herrar mínir“, svaraði Brandon. „Og ef hann Kepler þarna, vinur minn, þyrfti ekki að tala dálítið við ykkur, viðvíkjandi öðru lítilræði, þá skyldi jeg þegar sleppa ykkur lausum aftur, til þess að þið gætuð komizt í samvinnu við Bayard Knight“. „Bara að Knight yrði hengdur, hundurinn þessi. Yið höfum aldrei átt neitt saman við hann að sælda“, mæltu bófarnir. Kepler tók þá samt með sjer. Þeir buðu ærið fje til lausnar sjer, en það var gagnslítið að ætla sjer að múta öðrum eins mönnum og þeim Kepler og Brandon. — — — Daginn eftir einsetti Brandon sjer, að reyna að lyfta hulu þeirri, er hvildi yfir húsinu nr. 29, sem áður er um getið. í blaðinu „Herald" hafði hann sjeð auglýst húsnæði í því húsi. Hann sendi boð til frú Katrínar, og bað hana að finna sig. Hún kom að vörmu spori heirn í skrifstofuna til hans, og sagði hann henni þá, hvað hann hefði hugsað sjer að fá hana til að gera. Fru Katrínu var fádæma sýnt um það, að breyta andliti sínu og búa sig í alls konar dulargervi. Og áður en tvær klukkustundir voru liðnar, kom kona ein, gömul og iasburða og því nær heyrnarlaus, og barði að dyrum á húsinu nr. 29. Erindið var, að biðja þar um húsnæðí, fæði og aðra aðhlynningu fyrir sanngjarna borgun. Við miðdegisborðið fjekk frú Katrín þegar hug- boð um það, að hjer væri ekki allt sem sýndist. Kostþegamir, sem allir bjuggu þar í húsinu, voru reyndar eins og fólk er flest. En frú Wharton, hús- móðirin, var í sannleika kynleg kona. Hún var ákaflega stimamjúk við frú Katrínu, og frú Katrin ljek hlutverk sitt ágætlega, unz langt var komið máltíðinni. En þá kom það fyrir, er hún hafði sizt búizt við. Bayard Knight, hinn argastí fjand- maður hennar, sem hafði rænt barninu hennar, — sem hafði stolið auðæfum hennar, og leigt launmorð- ingja til þess að sitja um líf hennar, og myrða hana er færi gæfist, — kom inn í borðstofuna og var visað til sætis við hliðina á henni við borðið Frú Katrín var hugrökk kona, er jafnan gat haft aðdáanlegt taumhald á tilfinningum sínum, en návist þessa svarna óvinar hennar hafði þó nærri þvi orðið þess valdandi, að fát kæmi á hana. Hún varð að taka á allri sinni stillingu og geðstjórn, til þess að æpa ekki blátt áfram upp yfir sig af skelf- ingu. Knight hafði að eins setið örskamma stund við hlið hennar, þegar hún tók eftirþví, að hann starði á hana, og virti hana mjög gaumgæfilega fyrir sjer, þegar hann hjelt, að hún sæi það ekki. 25. kapítuli. Þegar frú Katrín var farin upp í herbergið sitt, spurði Bayard Knight frú Wharton að þvi, hver þessi ókunna kona væri. Og þegar hann heyrði, að hún var nýr húsnæðismaður og kostþegi þar í húsinu, spurði hann, hvort frú Wharton þekkti hana nokkuð. Frú Wharton kvað það ekki vera. Og svo fór Knight af stað, án þess að mæla fleira. Frú Katrin athugaði nú húsið svo að lítið bar á, og komst að þvi, í hvaða herbergi konan var lokuð inni. Ótti hennar og óeirð ýtti undir hana, að Ijúka starfi sínu sem allra fyrst, og einsetti hún sjer þess vegna, að komast inn i herbergi geðveika kvenn- mannsins þegar um kvöldið, jafnvel þótt hún yrði að ryðja sjer braut þangað með skammbyssuna í hend- inni, og leggja lífið í sölurnar. Herbergi geðveika kvennmannsins var á öðru lofti. Frú Katrín fór nú aftur upp í herbergi sitt, og beið þar unz dimmt var orðið, og allur umgangur hættur. Þá dró hún gólfskó á fætur sjer, og laumaðist hljóðlega ofan stigann. Fáum mínútum síðar stóð hún við dyrnar á hinu dularfulla herbergi, og ætlaði að fara að ljúka því upp með|„þjófalykl- um“ sínum, en þá heyrðist henni allt i einu sem einhver kæmi ofan stigann. Hún hljóp á tánum fram að eldhússtiganum, og stóð þar og hlustaði. Og nú heyrði hún það greinilega, að einhver kom ofan, og fór ofan forstofustigann og út um götudyrnar. Frú Katrín hvarf nú aftur til dularfulla herbergis- ins. Henni gekk greiðlega að ljúka því upp og kom- ast inn í það. Inn í herberginu var kyrrð og dauða- þögn, og frú Katrín fór að verða hrædd um, að hún hefði farið inn í skakkt herbergi. Hún kveikti samt á öfurlítilli skriðbyttu, er hún hafði tekið með sjer. — 83 — — 84

x

Haukur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.