Haukur - 01.07.1901, Page 7

Haukur - 01.07.1901, Page 7
KÓNUNGUfc LeÝNILOGBEGLUMANNANNA. Og þá sá hún sjón þá, er henni þótti í meira lagi kynleg. Rjett hjá henni stóð — líkkista, hulin svörtu klæði. Hún varð sem höggdofa af skelfingu, og það liðu nokkrar sekúndur, unz hún gat áttað sig á því, að þetta var í raun og veru annað en missýning. Hún reikaði að líkkistunni, og fletti klæðinu af henni. Um leið og kiæðið fjell á gólfið, datt eitthvað, sem falið hafði verið í fellingum klæðisins, svo að buldi í góifinu. Frú Katrín lokaði skriðbyttunni og hlustaði. En með því að hún heyiði ekki neitt, lauk hún skrið- byttunni aftur upp, og ljet ljósið skína á líkkistuna. Og pótt hún væri máttvana af skelfingu, tók hún samt að skrúfa lokið af kistunni. En nú heyrði hún aftur eitthvert undarlegt hljóð, eitthvert þrusk, er hún hjelt fyrst að væri skóhljóð. Hún hætti við verk sitt. Hún þóttist viss um, að einhver væri þarna inni í herberginu hjá henni, og hugsaði sjer að ganga úr skugga um það. Hún litaðist þess vegna um og lýsti í hvern krók og kyma. En hún varð einskis visari. Hún tók þá aftur til starfa, og auðnaðist von bráðar að ná lokinu af iík- kistunni. Likkistan var — tóm. Allt í einu lá við að frú Katrín hnigi niður af skelflngu. Maður sem hún þekkti ekki, hafði komið inn í herbergið, án þess að hún yrði þess vör, og stóð nú frammi fyrir henni. Hún ætlaði að hrópa á hjálp en hún gat það ekki; hún var svo máttvana af hræðslu, að hún mátti ekki mæla. „Loksins höfum við þá fundið hvort annað, frú Ruthendale", mælti maðurinn. Pegar frú Katrín heyrði manninn tala, náði hún sjer nokkurnveginn aftur. „Hver eruð þjer?“ spurði hún rólega. „Ha, ha, ha! Jeg var glöggsýnni heldur en þjer. Jeg þekkti yður undir eins, þótt þjer væruð dularbúin, en mig þekkið þjer ekki, vegna þess að jeg hefl vissra orsaka vegna skift um ham. Mjer þykir vænt um það, að við skyldum þó flnnast að lokum“. „Hver eruð þjer?“ „Það skal jeg segja yður. Hjerna í borginni og grendinni er jeg þekktastur undir nafninu Bayard Knight“. „Og hvaða erindi eigið þjer hingað, Bayard Knight?“ „Sjáið þjer þessa líkkistu þarna?" „Já“. „Hún var flutt hingað eftir að jeg þekkti yður við miðdegisborðið". Frú Katrín fjekk þegar eitthvert hugboð um það, hvað hann myndi ætla sjer. „Hvað eigið þjer við?“ spurði hún. „Jeg á við það, að þegar þjer farið aftur burt úr þessu húsi, þá verðið þjer flutt í þessari líkkistu“. „Eruð þjer að hugsa um að myrða mig?“ „Það er undir atvikum komið. fjer getið bjargað lífi yðar, ef þjer viljið". „Jeg er óhrædd. Jeg kalla á hjálp“. „Það ómak getið þjer hæglega sparað yður. Lít- ið þjer aftur fyrir yður, og þá munuð þjer sannfaerast um, að jeg hefi hugsað áform mitt bæði vel og ít- arlega". Frú Katrín leit ósjálfrátt um öxl sjer. En i sömu svipan hljóp Bayard Knight að henni, og greip dauðahaldi um hálsinn á henni. Hún brauzt um, til þess að reyna að losa sig, en hún var nú komin í klær manns þess, er var margfalt burðameiri en hún. Hann vætti vasaslút sinn i klóróformi, og batt hann fyrir vitin á henni og dásvæfði hana. Og þegar hún raknaði við aftur, lá hún á gólf- inu; hún hafði ginkefli í munninum, og hendur henn- ar voru bundnaV á bak aftur. Bayard Knight reisti hana þá upp, og setti hana á likkistuna. Svo starði hann dálitla stund á hana með djöfullegum ánægjusvip. „Við höfum lengi elt hvort annað á röndum, maddama góð“. mælti hann svo; „en jeg vissi það ætið, að jeg myndi sigra yður að lokum“. Veslings konan var kefluð, og gat því ekki svar- að. Hún horfði bara á hann með augnaráði, er bar vott um skelfing og örvílnun. Knight dró snæri upp úr vasa sínum. „Þetta snæri ætla jeg að ,nota til hljóðlausrar aftöku“, mælti hann. „Með vissu skilyrði mun jeg samt sem áður þyrma lífi yðar. En ef þjer samþykk- ið ekki uppástungu mína, þá farið þjer ekki burt úr þessu herbergi, fyr en þjer verðið flutt hjeðan í lík- kistu þeirri, er þjer sitjið á. í*jer getið svarað með því að hreyfa höfuðið. — Viljið þjer skrifa undir ýms skjöl, er jeg hefi meðferðis?" Frú Katrin hristi höfuðið. „Þjer neitið að gera það?“ Hún kinkaði kolli. Maðurinn glotti djöfulega, og sýndi henni snærið. Svo bjó harm til snöru úr snærinu fyrir augunum á konunni, og brá snörunni um hálsinn á henni. Hún fann það, að síðasta stund hennar var kominn. „Ætlið þjer að skrifa undir?“ Konan hristi aftur höfuðið. Bófinn dró snöruna fastar að hálsi hennar. „Ætlið þjer að skrifa undir?“ Hún hristi höfuðið lítið eitt. „Nú, þá veit trúa mín, að þjer skuluð ekki lifa lengur. Á þann hátt er jeg líka óhultastur með að ná takmarki minu“. Hann ætlaði að fara að herða á snörunni, en þá bar nokkuð öldungis óvænt að hendi. Einhver þriðji maður gerði allt í einu vart við sig í herberginu hjá þeim. Hann miðaði skammbyssu á brjóstið á Bayard Knight, og rnælti með bjóðandi röddu: „Sleppið snærinu, níðingur!“ Knight var að herða á snærinu. Honum varð svo bilt við, að hann sleppti tökum á því; og hann áttaði sig ekki fyr en aðkomumaðurinn hafði allt í einu gefið honum slíkan löðrung, að hann valt um koll og hneig niður á gólflð. Aðkomumaðurinn notaði tækifærið, tók í einni svipan keflið úr munni frú Rut.hendales og losaði * snærið af hálsi hennar. En nú var Bayard Knight staðinn upp aftur. „Hver eruð þjer?“ spurði hann. „Vitið þjer það ekki, bófi?“ „Brandon?" -86- — 86 —

x

Haukur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.