Haukur - 01.07.1901, Blaðsíða 8

Haukur - 01.07.1901, Blaðsíða 8
KONUNÖUB LEYNILÖGEEGLUMANNANNA. „Já, jeg er Brandon". Enn þá einu sinni hafið þjer dirfst að verða á vegi raínum". „Já, níðingur, og áður en langt um líður skal jeg verða á vegi yðar í síðasta skifti. Af sjerstökum ástæðum ætla jeg að láta yður sleppa hjeðan í þetta skifti". „Heftið mig, ef þjer þorið". „Það veit heilög hamingian, að ef þjer þegið ekki eins og steinn, þá kem eg yður fyrir í líkkistunni þarna". „Það þorið þjer ekki". „Gott, við skulum sjá",° svaraði Brandon og vatt sjer að honum. Knight rjetti fram skammbyssu sína, og ætlaði að skjóta úr henni; en Brandon reif hana úr hendinni á honum, og veitti honum um leið höfuðhögg svo mikið, að hann leið í ómegin og fjell á gólfið. Brandon reiddi lögregluvölinn aftur til höggs, eins og hann ætlaði að slá Knight aftur, en þá vjek frú Ruthendaie sjer að honum, og hvíslaði einhverju í eyra honum. „Þjer hafið rjett fyrir yður", svaraði Brandon. „Komið þjer", mælti hann enn fremur, „við skulum fara hjeðan sern allra fyrst, og þakka guði fyrir, að jeg kom í tækan tima". „Þjer komuð einmitt mátulega til þess að bjarga iífi mínu". „Já, jeg hjelt, að það gæti máske viljað til, að þjer þyrttuð á minni liðveizlu að halda, og jeg kann ætíð betur við, að vera einhverstaðar nálægur, þegar þess þarf með." Leynilögreglumaðurinn hafði setið um fantinn, og laumazt á eftir honum inn í húsið. Hann hefði get- að tekið hann, og sett hann í varðhald, en hann vildi ekki gera það, fyr en hann væri búinn að finna Renie. Hann varð samt sannfærðari um það nú, en nokkru sinni áður, að hún væri í klónum á Knight. Lítilli stundu síðar voru þau Brandon og frú Katrín komin út á götuna. Knight var ekki rakn- aður úr rotinu, þegar þau fóru út, en þau hirtu ekki hót um það. Þegar leynilögreglumaðurinn hafði heyrt sögu konunnar um það, er borið hafði við um daginn, sá hann, að hann var á rjettri leið. Hann sá það, að Bayard Knight mundi hafa brugðið við, og flutt Renie á brott, óðara en hann komst að því, að frú >Ruthen- dale var komin þar í húsið. „Jeg er hrædd um, að þeir hafi drepið Renie", mæJti frú Katrín. „Ekki þuríið þjer að óttastþað", svaraði Brandon. „En líkkistan, sem var þar inni?" „O, hún táknar ekki neitt. Þeir þora ekki að drepa hana". „En máske er hún þegar dáinn. Ef til vill hafa þeir þegar kvalið úr henni lífið með þessari mi^kunnar- lausu meðferð". „Nei, væri hún dáin, þá hefði Bayard Knight ekki þurft að bera sig svona Jævíslega til við yður". „Jú, það hefði hann einmitt gert. Jeg hefði þá verið eini þröskuldurinn milli hans og auðæfa þeirra, sem hann er að berjast við að ná í", svaraði frú Katrín gagntekin af skelflngu, eins og lesendurnir munu geta gizkað á, þar sem hún, eins og vjer vitum, var móðir stúlkunnar. 26. kapítull. °" Daginn eftir að atburðir þeir gerðust, sem hjer hefir veríð skýrt frá, bjó Brandon sig i nýtt dulargervi, töluvert ólíkt þeim, er hann hafði áður notað. Að því búnu lagði hann enn þá einu sinni af stað til þess að hafa gætur á Bayard Knight. Þegar hann hafði verið nokkra stund á varðbergi kringum íbúðarhús Knights, sá hann, að Knight kom út úr húsinu. Knight hafði í þetta skifti tekið á sig umrennings gervi, en Brandon þekkti hann samt sem áður undir eins. LeyniJögreglumaðurinn var þar á móti svo á- gætlega útbúinn, að það hefði þurft enn þá skarpskygn- ari mann, heldur en hann sjálfan, til þess að þekkja hann. Bayard Knight hjelt áleiðis til járnbrautarstöðv- anna, og Brandon veitti honum eítirför. Þegar þeir komu þangað, ætlaði eimlest að fara að leggja af stað til Jersey. Knight tók sjer far með henni, og þegar lestin var að fara af stað, steig Brandon inn í sama klefann, sem Knight hafði farið inn í. Brandon tók frjettablað úr vasa sínum, og ljet sem hann læsi í því, en hafði þó ávallt gætur á Knight.. En Knight sat hreyfingarlaus í einu klefahorninu, og starði jafnt og þjett á Brandon. Um kvöldið nam lestin staðar í bæ einum í New Jersey. Knight var þá auðsæilega farinn að álíta förunaut sinn eitthvað tortryggilegan. farinn að fá ein- hvern beyg af honum, þótt hann þekkti hann ekki. Óðara en Jestin nam staðar, steig hann út úr vagnin- um, og hraðaði sjer á brott, en leit þó við í öðru hvoru spori. En leynilögregJumaðurinn beið róJegur í vagnklefanum, eins og hann ætlaði eitthvað lengra. Að fimm mínútum liðnum lagði lestin aftur af stað. Þegar hún var komin nokkra faðma frá járn- brautarstöðinni, og áður en hún hafði náð fullri ferð, stökk Brandon af vagninum. Þá var komið myrkur, svo að hann sást ekki frá brautarstöðinni. Hann skundaði þegar aftur tiJ stöðvarinnar, og þegar hann var nærri því kominn að henni, vissi hann ekki fyr til, en hann mætti Bayard Knight. Á þessum fáu mínútum, sem Brandon sat í vagn- klefanum, eftir að Knight var fan'nn, hafði hann breytt útJiti sínu gersamlega, skift um skegg og parruk og andlitslit, og að nokkru Jeyti um klæðnað. Bayard Knight leit á hann með hvössu augnaráði, og hjelt svo áfram leið sína. Leynilógreglumaðurinn sneri við og hjelt í há- mót á eftir honum. Bayard Knight fór inn í hús eitt lítið, er var skammt frá veginum; en Brandon fann sjer sæti skammt frá húsinu, og beið þar róleg- ur eftir því, að Knight kæmi aftur út. Að hálfri stundu liðinni kom maður út úr húsinu. Að því er allt útlit snerti, var hann næsta ólíkur þeim, er inn hafði farið; en Brandon, sem var hverjum manni gleggri, sá þó þegar, að þetta virðulega snyrti- menni var sá hinn sami Bayard Knight, sem hálfri stundu áður hafði farið inn í húsið, klæddur og útbú- inn sem umrenningur. (Meira.) — 87- -88-

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.