Haukur - 01.07.1901, Blaðsíða 10

Haukur - 01.07.1901, Blaðsíða 10
MEaiNATliai HKlLSUFEÆæiKNAB. aftur, eða kinkar kolli. Fyrir framan mænugöngin er kringlótt gat á þessum lið, og gengur beintyppi úr næst efsta hálsliðnum upp í gatið. Efsti liðurinn er kallaður kringla, en hinn næsti typpisliður'. Pegar maðurinn lítur við, eða um öxl sjer, snýst kringlan um typpið, án þess að kroppurinn hreyfist. 4. mynd. Taugakerfið. S, stóri heilinn; L, litli heilinn og byrjun hryggmænunnar. M, mænan; T, taugar. Myndinn sýnir, hvernig taugarnar ganga allar út frá mænunni, og kvíslast útum allanlíkamann. Um taugakerfið verður talað í 11. grein. Á börnum og unglingum er samtenging þessara liða ekki búin að ná fullum styrkleika. Þess vegna má aldrei taka bðrn upp á höfðinu, þótt menn geri það stundum „að gamni sínu". Það er hættulegur leikur, og hefir oft haft dauðann í för með sjer. Mænan í hálsinum þolir ekki nein meiðsli. Hryggurinn er ekki alveg beinn. Ef vjer stönd- um til hliðar við mann, og virðum hann fyrir oss, sjáum vjer tvær iítils háttar bugður á hryggnum, aðra á rnóts við brjóstið, en hina um mjaðmirnar. Fyrir bugður þessar fá innýflin meira rúm, og kroppur- inn allur meira fjaðurmagn. Verði vart við það, að hryggur í barni eða ungl- ing láti undan þrýstingu þeirri, er á honum hvílir, svo að hann bogni um of, þá verður að reyna að aftra því með viðeigandi fimleika-iðkunum. Ath. Sætin í barnaskólunum ættu ætíð að vera með baki, einkum ef smábörn eiga að sitja á þeim. Það cr áríð- andi, að börn sjeu ætíð látin sitja upprjett og bera sig vel, hvort heldur það er í skólanum eða á heimilunum. Sje það látið viðgangastk að þau sitji álút, getur það auðveldlega orðið til þess, að þau fái kryppu, þ. e. að hryggurinn bogni um of. Eins og sjá má á 2. mynd, eru beinin ýmislega löguð. Auk hauskúpunnar eru mjaðmabeinin einnig skálmynduð eða kúpt. Á þeim hvíla sem sje melt- ingarfærin, maginn og þarmarnir o. fl. Bein þau, sem mynda brjóstholið: bringubeinið og rifin, eru flöt og bogamynduð. Rifln eru tólf að tölu hvoru megin, og eru þau tengd við hrygginn með liðamótum, og þess vegna dálítið hreyfanleg. (Þau hreyfast lítið eitt upp og ofan við andardrátt- inn.) Geislungarnir (bringuteinarnir) eru úr brjóski, og tengja rifin við bringubeinið, 7 efstu rifln hvoru meg- in beinlínis, og 3 næstu rif hvoru megin óbeinlínis, með því að tengja þau við næstu rifln fyrir ofan. Tvö neðstu rifin hvoru m«gin eru laus að framan verðu. Brjóstholið varðveitir hjartað og lungun. 3. Beln útlimanna eru tengd hvert við annað með liðamótum. Þar sem beinin koma saman, eru endar þeirra þaktir sljettu og sleipu fjaðurmögnuðu brjóski, er ver þau núningi, og utan um liðamótin er sterk himna eða nokkurs konar poki, liðapokinn, sem er fastur við beinin beggja megin við liðamótin, og klæddur að innan afar-smágerðri himnu. í liðapokann safnast vökvi, liðavökvinn, er heldur liðamótunum liðugum, á sama hátt og olían heldur vjelinni liðugri. í mjaðmarliðnum og hnjeliðnum eru auk þess styrkt- arbönd, er tengja beinin enn fastar saman. Þegar liðamót vindast eða skekkjast, er bezt að nudda liðamótin beggja^megin, einkum þar sem eymsl- in eru mest. Pegar siíkar nuddlækningar eru hafðar um hönd, verður ávallt að gæta þess, að strjúka eða nudda að eins í sömu stefnu, sem blóðstraumurinn til hjartans hefir. Hæfilegt er að nudda 3—4 sinnum á dag, í 10—15 mínútur í hvert skifti. Hafi gengið úr liði, er sjálfsagt, að senda þegar eftir lækni. Meðan beðið er eftir lækninum, er gott að hafa umbúðir, er iðulega sjeu vættar í köldu vatni, um liðamótin, eða þó öllu heldur umbúðir, sem mulinn ís eða snjór sje hafður í milli iaga. Það er mikill ábyrgðarhluti, að láta aðra en lækninn gera tilraun til þess, að „kippa í liðinn". Bein útlimanna eru pípumynduð, hol innan og full af fituefni, sem nefnt er mergur. Innan í beinunum eru víða mjóir þverbitar til styrktarauka. Á þennan hátt verða bein þessi bæði ljett og sterk. Líkaminn hefir minni byrði að bera, en þó er beinagrindin nægilega sterk. Mergurinn fyllir út allar holur í beininu, og varð- veitir smáæðar þær, sem liggja inn í beinið, og flytja því næringu. TJtan um öll bein er þunn himna, sem nefnd er beinhimna. í henni eru sömnleiðis margar smáæðar. Ef vjer fleygjum beini í eldinn, þá brennur bein- himnan, æðamar og mergurinn. Pað, sem eftir verður, er nefnt beinmold. Aðalefnin í henni eru fosfórsúrt kalk og kolsvrt kalk, er blóðið verður að flytja beinjnu úr næringarefnum þeim, sem vjer neyt- um (mjólk, mjöli o. s. frv.). (Meira). ^cistar. *) Til þess að fá nokkurn veginn hugmynd um lögun þessara liða, þarf eigi annað, en að líta á tvo fremstu svíra- liðina úr sauðkind, banakringluna og typpisliðinn. Vertu drottinn viljaþins, en þræll samvizku þinnar. Hinn fátæka vantar margt, hinn ríka og ágjarna allt. — 91 — — 92-

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.