Haukur - 01.07.1901, Blaðsíða 11

Haukur - 01.07.1901, Blaðsíða 11
„Kóngurinn" og kosningarnar. Dönsk frásaga eftir Ingvor Bondesen, með myndum eftir Poul Steffensen. (Niðurl.) „Jæja, verði þinn vilji", svaraði Marteinn. „Ef þú kýst það heldur, að við leysum frá pokanum og segjum það, sem okkur býr í brjósti, þá ev jeg alveg eins fús til þess. Jeg skal þá segja þjer það blátt.á- fram, Hans Jörgen, að jeg ætlaði varla að trúa mínum eigin oyrum, þegar sonur minn kom heim og sagði mjer, að þú hefðir rekið sig burt, ekki vegna þess, að hann hefði gert sig sekan um neitt óheiðarlegt athæfi, eða hirðuleysi i því, að gegna skyldum sínum, heldur vegna þess, að hann og hún Gústa voru að draga sig saman. Jeg gat ómögulega skilið í öðru, en a.ð Niels væii Ágústu fullkomlega samboðinn; og þegar mjer svo varð litið til baka á bernskuár okkar og æskuár, þá fannst mjer satt að segja, að það væri Ijóta höfð- ingjasniðið, sem þú værir búinn að taka á þig. Og svo hjet jeg því með sjálfum mjer, að í næsta skifti, sem kosningar færn fram, skyldir þú vera laus við atkvæði mitt og annara Stakkeyinga. Þú hefir auð- vitað leyfi tiJ þess, að gefa hana dóttur þina hverj- um sem þú vilt; en við höfum þa svei mjer líka leyfi til þess, að gefa atkvæði okkar þeim, sem við viljum". „Auðvitað, auðvitað. — Ja, þá verð jeg að telja mjer sextíu atkvæðum færra í þetta skifti, held- ur en jeg hafði hugsað mjer", mælti Ristoft þurlega. „En þrátt fyrir það vona jeg samt sem áður, að jeg nái kosningu". „Eigum við ekki að segja sextíu og sex? Við erum nú reyndar eiginlega sextiu og átta; en hann Mikkel gamli Hansen fótbrotnaði hjerna um daginn, og liggur þess vegna í rúminu, og Rasmus formaður er oiðinn svo hrumur, að við getum liklega ekki komið honum ofan i bátinn". „Jeg skii ekki heldur, að það sje neitt nauðsyn- legt fyrir ykkur, a,ð vera að hugsa um að manna út báta, úr því að þið ætlið ekki að kjósa". „Ætlum ekki að kjósa? Jú það veit trúa mín, að við ætlum að kjósa. Heflr þú nokkurn tíma lifað þann kjördag, er við Stakkeyingar mættum ekki allir sem einn maður, og notnðum kosningariett okkar? Nú er það bara þetta, að við viljum ekki kjósa þig. Við kjósum náttúrlega hann Pál Madsen, þorskhausinn þann". „Pál Madsen? Alvegþvert á móti sannfæringu ykkar! Nú, það getur maður kallað „upplýsta" kjós- endur!!" „Þú getur kaliað það, hvað sem þú vilit. En þú verður að gá að því, að það eru ekki einungis sextíu og sex atkvæði, sem þú missir, heldur eru það iíka sextíu og sex atkvæði, sem keppinautur þinn græðir; það er hundrað þrjátíu og tveggja at- kvæða munur — og þá er jeg nú skolli hræddur um að þú fallir, Hans Jörgen". Ristoft þagði. Hann beit á vörina, og var ná- fölur í framan. „Sko, jeg hugsa nú sem svo", mælti Marteinn enn fremur, „að þetta sje mál, sem þú getir látið þjer liggja í Ijettu rúmi; mjer flnnst að þú megir láta þig alveg einu gilda, hvort þú nærð kosningu eða ekki. En jeg vildi segja þjer hreinskilnislega frá því, hvern- ig „sakirnar standa", til þess að þú getir dregið þig í hlj9, meðan tími er til þess, því að það er nú einu sinni sannfæring mín, að þú getir ekki án okkar Stakkeyinga verið, þegar á kjörfundinn kemur". Ristoft svaraði engu. Marteinn stóð upp. „Jæja, nú hefl jeg lokið erindi mínu, og nú ætla jeg að kveðja þig, Rístótti". Ristoft leit upp. „Við getum reynt að tala betur um þetta", mælti hann lágt, og reyndi að bæla niður geðshrær- ingar sínar. En Marteinn greip fram í fyrir honum: „Það er ekkert meira um það að tala. Elukkan 4 í dag er jeg að hugsa um að kalia kjósendurna saman, tii þess að við getum tekið fullnaðar-ákvörð- un um það, hvernig við eigum að haga okkur á kiörfundinum. Og fari svo, að þú viljir fá atkvæði okkar, þá getur þú skroppið yflr um til okkar um það leyti, og tekið konuna þína og hana Gústu með þjer. Þú þarft ekki að fara að halda neina kjörræðu, eða útlista póiitíkina þína fyrir okkur, því að þess konar þvættingi botnum við Stakkeyingar ekkert í hvort sem er. Þú getur b;ua gengið fram, þegar við erum allir mættir, og sagt: ,.Jeg skrapp hingað yfir um, til þess að samþykkja trúlofun þeirra Níelsar Marteinssonar og Ágústu dóttur minnar". Og þá stend jeg upp, og segi: „Já, gerið þið svo vel, allir samann, og komið þið yfir um með okkur, og þá drekkum við trúlofunarskálina þeirra um leið". En skyldi nú svo fara, ab þvi hugsaðir þjer að hafa það svona, þá þyrftir þú helzt að gefa okkur bendingu um það svo sem einni stundu áður. Þú getur t. d. dregið upp flagg á stöngina hjerna úti í garðinum. Við sjáum það syo vel út um gluggana hjá okkur, og vitum þá undir eins, að fla.ggið boðar púnskollur fyrir okkur gömlu mennina í kvöld, og unun og gleði fyrir unga fólkið". Marteinn fór. Ristoft fylgdi honum ekki til dyra. En tveim klukkustund- um síðar var fáninn dreginn upp í topp á hvítu stöng- inni í garðin- um á Skó'gum. Og kjörfund- ardaginn rnátt.i sjá sextíu og sex Stakkeyinga, er reru til lands á átta bátum, og fór bátur „kóngsins" í fararbroddi. Þessir sextíu og sex Stakkeyingar endurkusu allir gamla þingmanninn sinn, eins og þeir voru vanir, og klukkan fjögur um daginn lýsti kjörstjórinn yfir því, að Ristoft, sjálfseign- arbóndi á Skógum, væri endurkosinn sem þingmaður kjördæmisins Hann hafði fengið 59 atkvæðum meira, heldur en keppinautur hans, Páll Madsen. Sfiríilur. ¦vn/f Læknirinn athugar fundið lík, og kemst að þeirri niðurstöðu, að ekkert líf leynist með því. Lögreglu- — 94

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.