Haukur - 01.07.1901, Blaðsíða 12

Haukur - 01.07.1901, Blaðsíða 12
SKRÍTLUB. þjónninn trúir því ekki, og segir: „Lítið þjer bara á, læknir góður, maðurinn getur ekki verið dauður — úrið hans gengur enn þá". • A.: Læknirinn heflr stranglega bannað mjer að neyta nokkurs áfengis, og hann hefir líka bannað nvjer að reykja. B.: En því í ósköpunum leitið þjer ekki einhvers annars læknis? • Aðkomustúlkan: Þú veizt það víst, Páll litli, að kettirnir geta sjeð í myrkri. Páll litli: Já, en það getur hún Anna systir mín líka, því að hjerna um kvöldið var hún að tala við hann Jens, kandídatinn, sem kemur hjer svo oft, í myrkrinu í forstofunni, og þá sagði hún: Jens, þú hefir ekki rakað þig í dag. • Ungfrú Steinsen sendir eftir lækninum, og heldur að hún sé alvarlega veik. Læknirinn kemur, skoðar hana, skrifar meðala- fyrirsögn og skipar vinnukonunni að fara með hana í lyfjabúðina. „í guðanna bænum flýtið yður, hlaupið allt hvað af tekur, svo að þjer verðið ekki of seinar. „Er mikil hætta á ferðum?" spurði ungfiúin dauðskelkuð. „Já", svaraði læknirinn. „Ef meðulinn verða ekki komin að 5 mínútum liðnum, má eiga það víst, að þau koma ekki að neinu gagni". „Hamingjan góða hjálpi nrjer, jeg er þó víst ekki að deyja?" stundi sjúklingurinn. „Deyja! nei, það er ekki hætt við því", svaraði læknirinn. „En yður verður máske alveg hatnað, áð- ur en stúlkan kemur aftur". :• Nýtt ráð við tannpínu. Nú segist einn af velgerðamönnum mannkyns- ins hafa fundið óbrigðult ráð við tannpinu. Og án þess að vilja eggja neinn á að reyna það, setjum vjer það hjer. Ráðið er þannig: „Taktu fullan munninn af köldu vatni, seztu upp á heitan ofn, og sittu þar unz vatnið er farið að sjóða". • A.: Heima hjá okkur er kafflð haft svo sterkt, að það brýtur aha bolla, jafnóðum og við fáum þá. B.: En heima hjá okkur er það svo ónýtt, að það heflr ekki einu sinn afl á því, að dragnast út um stútinn á könnunni. • Auglýsing. Tvö herbergi eru til leigu fyrir einhleypan kvenn- mann, sem getur komið sjer saman um daglegu stofuna; sömuleiðis rúmstæði fyrir karlmann, sem hægt er að draga sundur og saman til endanna. Ritstjóri vísar á. • Kenning og breytni Hvernig getur konan þín fengið af sjer, að sitja svona róleg við skriftirnar, þegar börnín eru há-öskr- andi í næsta herbergi? Hún er ein af þeim, sem hafa allan hugann við vinnu sína. Núna er hún að skrifa ritgerð um „móðurástina og skyldur móðurinnar", og þótt börnin færu sjer að voða i næsta herbergi, þá myndi hún ekki láta slíkt trufla sig, eða glepja fyrir sjer. • Kona slátrarans átti tvíbura. Slátrarinn skrifaði þegar föður sínum svolátandi brjef. „Jeg flýti mjer að láta þig vita, að jeg er búinn að eignast tvíbura. Meira í næsta skifti. Þinn sonur A" • A.: Þú getur ekki hugsað þjer alla þá haugalýgi, sem hann Einar breiðir út um þig. B.: Það er mjer alveg sama um, það hrín ekki á mjer, bara ef hann lætur sannleikann liggja milli hluta. En komi hann með hann, þá sný jeg hann úr hálsliöunum. Siáiur. Hugareikningsþraut. Það var um hásumartímann. I þrjá mánuði hafði verið sífelt þurviðri, sólskin og hiti, og stráliattasalinn var orðinn stórauðugur maður, því að allir höfðu keypthjá honum strá- hatta, til þess að hlífa sjer við bruna sólárinnar. En um veslings flókahattasalann var öðru máli að gegna. Hann hafði ekki getað selt einn einasta hatt síðan þurviðrið hyrjaði; pen- ingaskúffan var fyrir löngu orðin tóm, og nú lá hann ávalJt á bæn og bað um veðrabrigði. Loksins fór loftið að þykkna, sólin hætti að skína, og það leit út fyrir úrkomu. Það tók heldur að glaðna yfir fíókahattasalanum, og þegar hann loks- ins sá mann einn koma inn í búðina, varð hann glaðari en frá verði sagt. Maðuvimi valdi sjer góðan flókahatt, er kost- aði 5 krónur, lagði 50 kr. seðil á borðið, og bað hattasalann að skifta honum. En veslings flókahattasalinn átti ekki græn- an eyrir í skúft'unni; hann varð þess vegna að skreppa yfir til andbýlings síns, stráhattasalans, er hafði allar skúffur full- ar af peningum, og biðja hann að skifta seðlinum fyrir sig. Stráhattasalinn gerði það. Flókahattasalinn fór svo aftur inn í búð sína, gaf viðskiftamanninum 45 kr. t'l baka, og afhenti honum hattinn. Viðskiftamaðurinn kvaddi svo og fór. Svo komu monn hópum saman og keyptu sjer flókahatta, því að nú var komið regn, og allir þurftu á flókahöttum að halda. En um kvöldið kom stráhattasalinn æðandi inn í búðina til flókahattasalans og mælti: „Þjer eruð ljóti þorparinn. Þjer hafið prakkað upp á mig fölsuðum 50 króna seðli. Nú verð- ið þjer annað hvort að gera, að borga mjer aftur mínar 50 krónur, eða jeg læt draga yður fyrirlög og dóm". — Veslings flókahattasalinn varð að leysa inn seðilinn, sem í raun og veru var falsaður, og þess vegna einskis virði. Hversu miklu hafði nú flókahattasalinn tapað? Reikningsþraut. Frá 1. júlí til 10. júlí steig hitamælirinn um hálft stig á degi hverjum, og var meðaltal hitastig- anna í þessa tíu daga 20^/4 — Hve mörg stig sýndi hitamælirinn þann l. og hve mörg þann 10. júlí? Erfðaskráin. Vínsali einn átti þrjú börn. Þegar hann lá á banasænginni, gerði hann skipun sína; hann átti þá 15 víntunnur, og voiu 5 þeirra fullar, 5 hálfar og 5 tómar. Hann mælti svo fyrir, að börnin skyldu erfa jafn margar tunnur hvert, ogjafnmik- ið vín. FuHu tunnurnar eru á mynd- inni táknaðar með F, hálíu tunnurnar með H, og tómu tunnurnar með T. — Hvernig áttu systkinin að skifta þeim. Ráðnlng gátnanna í 7.—9. tölubl. Reikningsþrautin: Niðurjöfnunargátan: Reaumur 16 stig Celsius 20 — Fahrenheit 68 stig. Myndagátan: Þá koma dagar, þá koma ráð. F K þ F F H H H H H T T T T T ,|.v.|. •••1 • I-'- :;*:: ¥r • I--1- Dannig ski ftul íerm. sjer. Útgefandi: STEFÁN BUNÓLFSSON, PóstM.tstrœti 17 Keykjavik, 1901 — AldarprentBmiðja. -95- 96 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.