Haukur - 01.08.1901, Blaðsíða 2

Haukur - 01.08.1901, Blaðsíða 2
2 AUGLÝSINGABLAÐ HAUKS úCvarnicj á Jag að íaéa að mjar viðsRiftamcnn ? (Þýtt úr „Vejen til Rigdom“.) ---*<>•- Pað stoðar ekki, að krossleggja hendurnar í kjölt- unni, og bíða þess, að krónunum rigni af himnum ofan. Atvinnurekandinn er neyddur til þess, að stíga ákveðin spor, ef hann vill ávinna sjer hylli almenn- ings og viðskifti hans. Auglýsingar og kurteisi eru þau tvö höfuðöfl, sem laða viðskiftamennina að hverri verzlun. Mikilvægi auglýsinganna, Pyrir hverja „Forretning", sem þarf á stuðningi almennings að halda, til þess að geta blómgazt (og án hans stuðnings getur engin „Forretning" staðizt), eru auglýsingar í blöðunum hið lang-áhrifamesta og bezta meðal, sem kostur er á; en til þess verða aug- lýsingarnar samt að koma fram í því formi, að þær geti vakið athygli almennings. Menn segja stundum, að þeir hafi reynt að aug- lýsa, en ekki orðið varir við gagn af því. Þeir segja þetta ef til vill satt, en orsökin er eingöngu sú, að þeir hafa verið of sparsamir að því er auglýsingarnar snertir. Aðrir fullyrða, að þeir hafi ekki ráð á því að aUglýsa. Það er sama sem þeir segðu, að þeir hefðu enga peninga til þess, að reka „Forretninguna". Er það ekki skiljanlegt hverjum hugsandi manni, að auglýsingablað, sem allir lesa, er sú öflugasta og mælskasta tunga, sem þú getur notað til þess, að tala við allan þann fjöida, er þú villt gera að þínum við- skiftamönnum? Meðan þú sefur, eða talar við einn og einn viðskiftamann, talar auglýsingin þín við þús- undir manna, sem ekki þekkja þig, og alls ekki vissu, að þín „Forretning" var til, og sem máski hefðu aldrei fengið vitneskju um það, ef þeir hefðu ekki les- ið auglýsinguna þína. Að tiltaka stærð eða fyrirkomulag auglýsingar- innar, er ekki hægt; en svo mikið er áreiðanlegt, að hin svo kallaða „standandi auglýsing" hefir reynzt. bezt og áhrifamest, vegna þess að hún, með því að vera endurtekin hvað eftir annað, verður til þess að vísa mönnum ósjálfrátt veginn, þegar þeir þurfa að kaupa eitthvað af hinum auglýstu vörum. Það er heimskulegt, að vera að tala um það, að auglýsingarnar kosti svo mikið. Menn gætu með jöfn- um rjetti kvartað og kveinað yflr því, að það sje svo dýrt, að vernda vöruforða sinn fyrir regni og snjó, eða fyr- ir þjófum. Annað mál er það, að ef þú þekkir tvö blöð, sem eru jafn víða lesin, þá er sjálfsagt fyrir þig, að auglýsa í því blaðinu, sem tekur minna verð fyrir jafnstóra auglýsingu. Einstaka kaupmaður, sem er nógu vel að sjer til þess, að skilja mikilvægi auglýsinganna, er á hinn bóginn svo einfaldur, að hann auglýsir að eins í þeim blöðum, sem íylgja einhverri sjerstakri politískri stefnu í lands- eða bæjar-málefnum. Sje það vilji kaupmanns- ins, að eiga eingöngu viðskifti við menn, sem sjeu sömu skoðunar sem hann i pólitískum efnum, þá er þes8i aðferð hans alveg rjett; en álíti hann hins veg- ar, að allir peningar sjeu jafngóðir, frá hverjum sem þeir koma, þá er það mjög heimskulegt af honum, binda sig við blöð sjerstakra stjórnmálaflokka. Einstaka kaupmaður og handiðnamaður er og til, sem hefir gaman af því, að koma fram sem fyndinn maður eða skáld í augiýsingum sinum. Sje það til- gangur siíkra manna, að vekja eftirtekt á sjer eða að- hlátur, þá er aðferð þeirra alveg rjett; en sje um al- varlegar „Forretningar” að ræða, þá má slík ljettúð og slík heimska með engu móti eiga sjer stað. Að vera svo stuttorður og gagnorður, sem auðið er, en segja þó skýrt og skilmerkilega allt það, sem segja á, það er sú rjetta aðferð við allar auglýsingar. f*ótt ótrúlegt sje, eru enn á vorum dögum til „Forretnings- menn“, sem eru svo blindir, að þeir skilja það ekki eða hugsa ekki út í það, að ekkert afl er til, sem geti eins og blöðin flogið með það, er segja þarf, i allar áttir og til allra. En slíkt er ófyrirgefanleg blindni hjá manni, sem ætlar sjer að fást við „Forretningar". Það eral- veg óhætt að fullyrða það, að auglýsing í víðlesnu auglýsingablaði nú á dögum, er lesin af fimm til tí-falt fleiri mönnum, heldur en fyrir svo sem tuttugu árum. Nú er auðvelt fyrir hvern „Forretningsmann“, að láta prenta auglýsingar sínar þannig, að þær verði á fáum dögum lesnar af mörgum þúsundum manna, og láti þeir pienta þær í nægilega mörgum og margs konar auglýsingablöðum í senn, mega þeir eiga það vist, að þær verða lesnar af öllum íbúum landsins. Sá, sem slær hendinni móti stuðningi þeim, sem hann getur haft af skynsamlegum auglýsingum, lætur ekki einungis ónotað bezta tækifærið til þess, að auka og auðga „Forretning" sína, heldur afsalar hann sjer líka öllum slíkum hagsmunum í hendur hinum hyggn- ari keppinautum sínum. í sambandi við þennan kaíla bókarinnar, skulum vjer enn þá tilfæra nokkur „gullkorn", og umsagnir heimsfrægra manna, sem hafa orðið miljónaeigendur á því að auglýsa. j Gullkorn fyrir auglýsendur. Auglýsingin er hestur, sem maður beitir fyrir vagn fyrirtækjanna. Auglýsingin er sálin i sjerhverju fyrirtæki. Ef þjer haldið, að þjer eigið ekkí að auglýsa, vegna þess, að þjer haflð ekki efni á því, þá skjátlast yður stórlega. Pjer hafið einmitt ekki efni á því, að láta það vera. t’að, sem sáð er í dag, má ekki ætlast til, að hægt sje að uppskera þegar á morgun. Umsagnir merkra manna. Yegurinn til auðæfa liggur i gegnum prentsvertuna. Barnum. Allt mitt lán á jeg því að þakka, að jeg hefi auglýst jafnt og þjett. Bonner. Stöðugar auglýsingar hafa geflð af sjer allt það, sem jeg á. A. J. Steward. Auglýsingarnar hafa sömu þýðingu fyrir kaup- manninn og atvinnurekandann, eins og gufan fyrir vjelina — þær eru hið mikla knýjandi afl. Macaulay lávarður. Hvernig á heimurinn að geta vitað það, að jeg [Framh. á 3. bls. kápunnar.J

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.