Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 1

Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 1
Hver var morðinginn? Frakknesk leynilögreglusaga, eftir Emile Gaboriau. (Framh.). > : ÞaS var ofur auðvelt fyrir hann, aS gizka á þaS, hver tilgangur komu hennar vœri, og hann spurSi sjálfan sig, hvort hann myndi geta staSizt fyrstu bænina af vörum hennar. »Jeg vissi ekkert um þennan óttalega atburS, fyr en í gærkvöld. Amma mín hjelt, aS þaS væri bezt aS halda því leyndu fyrir mjer, og hcfSi ekki hann Schmidt, kerru- sveinuinn minn, sagt mjer frá því, þá hefSi jeg sjálfsagt ekki fengiS vitneskju um þaS enn þá. HvaSmjer leiS illa í nótt! Fyrst varS jeg óttalega hrædd. En þegar mjer varsagt, aS alt væri undir ySur komiS, þá varS jeg örugg- ari. ÞaS er mín vegna, aS þjer hafið tekiS að ySur rann- sókn þessa máls, eSa er ekki svo? Þjer eruS svo góður drengur, og þaS vissi jeg nú allt af. Hvernig á jeg aS geta þakkaS ySur eins og þjer eigiS skiliS?« Hvílík læging fyrir hinn virSulega dómara var ekki fólgin í þessu hjartanlega þakklæti. Jú, fyrst hafði honum dottiS ungfrú d’Arlange í hug, en svo — — — Hann laut höfði, til þess aS mæta ekki hreina, ein- arðlega augnaráSinu henuar. »ÞakkiS mjer ekki«, stamaSi hann út úr sjer; »jeg hefi engan rjett til þakklátssemi yðar«. ölaire hafSi til þessa veriS of hnuggin, til þess aS taka eftir því, hve dómarinn var klökkur. Nú tók hún samt eftir því, hversu skjálfraddaSur hann var; en hún hafSi engan grun um orsökina. Hún hjelt, aS návist sín hefSi vakiS sárar endurminningar í huga hans. Henni þótti þaS leiSinlegt, aS hún skyldi hafa orSiS til þess aS hryggja hann. »Jæja«, mælti hún, »jeg þakkaySur nú samt sem áS- ur. Jeg hefði ekki dirfst aS fara á fund neins annars dómara — tala viS einhvern alveg ókunnugan. Og auk þess — skyldi nokkur annar hafa tekiS orS mín til greina — nokkur, sem ekki þekkti mig? Þjer, sem eruS svo góður drengur, þjer munuS fullvissa mig um, aS ótta- legur misgáningur hafi átt sjer staS, þegar hann var tek- inn og heftur sem glæpamaSur«. »Nei, því miSur«, stundi dómarinn upp, en svo lágt, að hún heyrSi þaS ekki. »Hjá ySur er jeg óhrædd og ókvíSin«, mælti hún enn- fremur. »Þjer eruS vinur minn, og þjer munuS ekki skorast undan, aS verSa viS bón minni. LátiS hann laus- an — nú þegar! Jeg er ekki vel kunnug því, hvaS hann er sakaSur um, en jeg sver ySur, aS hann er sak- laus«. Claire talaSi einarSlega — hún sá auSsæilega ekki, aS neitt gæti veriS því til ryrirstöSu, aS hún fengi þessari látlausu og eSlilegu ósk sinni fullnægt. Henni fannst, að fullyrSing hennar ætti aS vera nóg. Hún áleit, aS Da- buron þyrfti ekki nema eitt orS, til þess aS kippa öllu í lag. Dómarinn þagSi. Hann dáSist aS þessu barnslega og hreinskilnislega trausti, sem ekki efaSist um neitt. Hún hafSi byrjaS meS því, að særa hann óafvitandi, það var hverju orSi sannara, en því hafSi hann alveg gleymt. Hann var samvizkusamur maSur og drengur góSur, og var þaS meSal annars auSsjeS á því, að hann skalft eins og hrfsla, þegar hann ætlaði að fara aS segja henni sann- leikann. Hann vildi helzt komast hjá því, aSsegjahenni þaS, sem hlaut aS fara meS friS hennar og von. »Og ef jeg segSi ySur þaS nú, ungfrú góS, aS Albert er ekki saklaus?« »Það getur ekki veriS ætlun yðar«, greip Claire fram í fyrir honum. »Jú, þaS er ætlun mín, ungfrú góð«, svaraði hann meS raunalegri röddu. »Og jeg get bætt því við, aS jeg er öldungis sannfærSur um þaS«. Claire starði alveg forviSa á hann. Gat þaS veriS hann, sem talaSi svona? - Hafði hún heyrt rjett? Skildi hún hann? Húu var í vafa um þaS. Hafði hann svaraS henni hreinskilnislega? ESa reyndi hann að gabba hana með grimmilegu og ósæmilegu gamni? Hún spurði sjálfa sig á þessa leiS, en vissi þó varla, hvaS hún gerSi, því aS henni virtist allt hugsanlegt, allt sennilegt, allt — nema bara þetta, sem haun sagSi. Hann dirfSist ekki aS líta framan í hana, en hjelt á- fram meS meSaumkunarrómi: »Mjer fellur þaS ósegjanlega sárt, ungfrú góS, aS verða aS segja yður þetta. En jeg verð að hafa þrek til að segja ySur sannleikann. Þjer verðiS aS fá að heyra hann. Það er miklu betra, að þjer heyrið hann af munni vinar yðar. Hjer er ekki um neinn misgáning að ræða. Rjettvísinni hefir ekki verið glapin syn. Undirgreifi de Commarin er sakaður um morð, og allt sannar, að hann hefir framiS morðið«. Þessar síðustu setningar mælti Daburon ofur hægt og seint, og hikaði við hvert orð, eins og læknir, sem gefur inn dropa eftir dropa af hættulegu meðali. Hann tók nákvæmlega eftir því, hver áhrif orS hans hefðu á stúlkuna, og var viðbúinn að þagna, ef áhrifin ætluðu að verSa of raikil. Hann áleit það óhugsandi, aS þessi unga og kvíðafulla stúlka gæti hlustað ósnortin á svona ótta- lega skýrslu. Hann bjóst þá og þegar við skelfingarópi, gráti og örvllnun. Hann bjóst viðr að hún myndi kannske fá slag, og var þess vegna altilbúinn að kalla á kennslu- stúlkuna. En honum skjátlaðist. »Það er lygi«, mælti hún einbeitt, »og þeir, sem segja slíkt, eru lygarar. Hann er ekki, hann getur ekki verið morðingi. Jafnvel þótt hann stæði hjer sjálfur, og segði: »ÞaS er satt«, þá myndi jeg ekki trúa honum; jeg myndi eftir sem áður segja: »Það er lýgi!«« »Hann hefir ekki játað enn þá«, mælti dómarinn, »en hann játar sjálfsagt áður en langt um líður. Jafnvel þótt hann meSgangi aldrei, eru meiri en nógar sannanir, til þess að dæma hann sekan«. »Samt sem áður endurtek jeg þaS, að rjettvísinni hefir verið glapin sýn«, mælti ungfrú d’Arlange. »Já, hann er saklaus. Jeg er alveg viss um þaS. Skiljiðþjer það elcki, aS jeg þekki hann jafnvel betur, heldur en hann þekkir sig sjálfur, að traust mitt á honum er takmarlca- laust, aS jeg myndi fyr vantreysta sjálfri mjer, heldur en jeg gæt.i vantreyst honum. Má jeg þess vegna — til þess að sannfæra ySur — gleyma því um stundarsakir, að jeg er ung stúlka, og að það er ekki hún móðir mín, sein jeg tala við, heldur karlmaður? Hans vegna vil jeg geia þaS. Það eru fjögur ár síðan við byrjuðum að elska HAUKUR HINN UNGI 1901. Nr 13.—-15.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.