Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 3

Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 3
HVKB VAB MOBBINGINN ? hann verði leiddur nð höggstokknum, þá skal saraa höggið verða okkur báðurn að bana“. Claire ætlaði að fara, en dómarinn aftraði henni frá því. Hann áleit það blátt áfram synd, að láta hana vera í nokkrum vafa um sekt Alberts. Úr því hann hafði á annað borð farið svona iángt, áleit hann það skyldu sína, að segja henni ailt. Hann unni stúlkunni enn þá, og vildi þess vegna gjarnan hlífa henni við sorg þeirri og vanvirðú, er hún hlaut að hafa af þvi, að draga sig lengur eftír Albert, de Commarin. „Ef yður væru kunnar allar þær sannanir, sem jeg hefi fengið", mælti hann þurlega. „þá mynduð þjer ekki iengur vera í neinum vafa“. „Segið mjer þá alt eins og er“, mælti hún. „Þjer óskið þess, ungfrú góð; gott og vel. Jeg skal þá byrja á því, að segja yður eitt, sem í raun og veru er fullnægjandi sönnun: Morðið var framið á þriðjudagskvöldið, 6. þessa mánaðar, og ákærði get- ur ekki gefið neina skýrslu um það, hvar hann var eða hvað hann hafðist að þetta kvöld. Hann fór út, og kom ekki heim aftur fyr en klukkan tvö um nóttina, og þá voru fötin hans öll út ötuð og hanzk- arnir hans klóraðir og rifnir". „Nú er nóg komið!“ hrópað Ciarie, og augu hennar ljómuðu af gleði. „Þjer segið, að morðið hafi verið framið síðastliðið þriðjudagskvöld?'1 „Já, ungfrú“. „Sje það sterkasta sönnunin yðar“, mælti Claiie, „þá er hún ekki lengur til. Albert dvaldi allt það kvöld hjá mjer“. „Hjá yður?“ stamaði dómarinn. „Já, hjá mjer, á heimili mínu“. „Hvað segið þjer?“ mælti dómarinn. „Undirgreif- inn var heima hjá yður? Amrna yðar, stofumær yð- ar og þjónustufólk sá hann og talaði við hann?* „Nei, hann kom og fór svo, að enginn varð var við hann. Hann vildi ekki láta neinn sjá sig; hann kaus helzt að vera einn með mjer“. „Segið nú ekki iengur", mælti dómarinn, og var eins og honum yrði hughægra. „Nú skil jeg allt saman", hugsaði hann með sjer. „Hún hefir einsett sjer, að neyta allra bragða til þess að frelsa hann, jafnvei þótt hún verði að leggja sóma sinn og mannorð í sölurnar. Veslings stúlka; en skyldi henni einmitt núna hafa dottið þetta ráð í hug?“ En ungfrú de’Ariange tók orðin „segið nú ekki lengur" á annan hátt. Hún hjelt, að Daliuron væri forviða á því, að hún skyldi hafa átt launfund með Albert. „Þetha, að þjer skuluð véra hissa á slíku, er móðgun heria minn“, mælti hún. „Ungfrú —“. „Stúlka af mínum ættum getur átt fund með unnusta sínum á laun, án þess að þurfa að óttast, að nokkuð það komi fyrir, sem hún þarf að skammast sín fyrir'. „Það varalls ekki tilgangur minn, að móðga yður, eins og þjer ímyndið yður, ungfrú“, svaraði dómarinn. „Jeg er eitiungis hissa á því, nð herra de Commarin skyldi þurfa að heimsækja yður á laun, þar sem rjett var komið að brúðkaupi ykkar, og hann þess vegna hafði fullan rjett til að sýna sig ódulinn á hvaða tíma sem var. Og jeg er sömúleiðis hissa á því, að fötin hans skyidu í slíkri heimsókn geta fengið það útlit, sem þau höfðu, þegar við fundum þau“. „Það er með öðrum orðum", mælti Claire nöp- ur, „að þjer efizt um, að jeg segi satt“. „Atvikin eru þannig löguð, ungfrú“. „Þjer sakið mig þá um lýgi, herra minn. En þá skal jeg segja yður það, að værum við glæpamenn, myndum við ekki mannspilla okkur á því, að rjett- læta okkur; við myndum þá aldrei biðjast vægðar eða fyrirgefningar". Þessi þóttalegi fyrirlitningarblær á orðum ungfrú de’Arlanges varð að eins til þess, að gera dómarann reiðan. Hvað húti gat farið iila með hann! Og það einungis vegna þess, að hann vildi ekki gera svo lítið úr sjer, að láta harta telja sjer trú um allt. „Fyrst og frenrst er jeg dómari, ungfru“, mælti hann harðneskjulega, „og sem dómari hlýt jeg að gera skyldu rnína. Glæpur er framinn. Allt bendir á, að Albert de Commarin sje sá seki. Jeg iæt taka hann og setja hann í varðhald. Jeg yfirheyri hann, og sje, að mjög margar og sterkar sannanir koma fram gegtr honum. Þjer komið og segið mjer, að þær sjeu ósannar, en það er ekki nóg. Meðan þjer töluð- uð við mig sem vin yðar, var jeg Ijúfur og góður. En nú er það dómarinn, sem þjer talið við, og það er dómarinn, sem svarar yður: „Sannið það, sem þjer segið“*. „Drengskaparorð mitt, herra minn — —“ „Sannið það. segi jeg“. Ungfrú d’Arlartge stóð hægt upp úr sæti sínu, og leit forviða og tortryggnislega á dómarann. „Hjálpið mjer þá til að sanna, að það er satt, sem jeg hefi sagt. Jeg slcal segja yður allt“. Daburon var fullkomlega sannfærður unt, að Claire væri að reyna, að leika á hann. Hann hugsaði með sjer, að garnan væri að vita, hvaða skröksögu hún ætlaði nú að setja saman. (Meira). * cTiaisíar. Sjálfsagt, hefir engu í þessum heimi verið svo rjettlátlega skift meðal mannanna, sem heilbrigðri skyn- semi. Allir þykjast hafa hana í svo ríkum mæli, að jafnvel þeir, sem aldrei þykjast hafa nóg af neinu öðru, kvarta þó aldrei um það, að þá skorti skyn- semi. Kærleikurinn talar aldrei útlenda tungu. Þvi meir sem menn þykjast kenna í brjósti um þig, því minni von er um, að þeir hjálpi þjer. Til þess að vera regluleg gæs, og til þess að vera reglulegur engill, vanta konurnar oft og einatt ekkert annað, en — vængina. Annara leyndarmál geta menn oft vai'ðveitt, en aldrei sín eigin leyndarmál. — 101 — — 102 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.