Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 4

Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 4
KONUNGUR LKTNXIíÖGREGLUMANNANNA. Konungur leynilögreglumannanna, Amerísk glæpamálssaga eftir Old Sleuth. (Niðurlag.) Brandon elti Bayard Knight, unz hann sá hann fara inn í stórhýsi eitt, er auðsæilega var geðveikra- spítali. „Þarna er hún geymd", hugsaði Brandon með sj*r. Maður sá, sem lauk upp fyrir Knight, fór með hann eftir löngum gangi inn í aískekkt herbergi. Litlu síðar kom maðui' einn inn tii hans; það var miðaldra maður, fádæmisiega hvasseygur og hörkuiegur. Hann var auðsæilega útlendingur. ,Komið þjer sælir, herra Grant; það var gott að þjer komuð“, mælti hann. „Hvernig líður sjúklingnum, Hilker?" spurði komumaður. „Satt að segja er jeg mjög hræddur um hana. Jeg er dauðhræddur um, að hún sje í raun og veru búin að missa vitið“. „Hv.aða bull. Af hverju dragið þjer það?“ „Það skal jeg segja yður. Fyrst var hún hams- laus af reiði, svo varð hún allt í einu þunglynd og í'auna- mædd, og nú er hún allt í einu orðin kát og ánægjuleg. Jeg er hræddur um, að þessi skyndilega breyting sje merki þess, að hún sje að hugsa nm að fyrirfara sjer“. „Eru ekki hafðar gætur á henni?“ „Jú, en það má vara sig á henni. Það, að hún er svona glöð og ánægð, bendir á, að hún veit, hvern- ig hún á að framkvæma áform sitt“. „Haldið þjer að hún sj* í sambandi við nokk- um?“ „Nei, hvern ætti hún svo sem að geta komizt í samband við hjer?“ „Einn af skarpskygnustu og ráðslyngustu mönn- um Bandaríkjanna er þó á hnotskóg eftir mjer“. „Hver er það?“ „Brandon leynilögregiumaður*. Lítin grun hafði Bayard Knight um það, að leynilögreglumaður sá, er hann talaði um, stóð fyrir utan gluggann á herbeigi því, sem þeir voru í, og hlustaði á samtal þeirra. Þegar Knight nefndi nafn Brandons, kipptist Hilker við og mælti: „Jeg vona þó, að sá maður hafi ekki neinn grun um það, að stúlkan er hjerna í húsinu, einkum ef honum er nokkuð um hana hugað“. „Hvers vegna óttizt þjer hann öðrum fremur?* „Við höfum einu sinni áður átt dálítið í höggi hvor við annan, og jeg veit, að það er slæmt að hafa hann á hælunum á sjer. f'jer eruð þó víst á- reiðanlega viss um það, að hann hafi ekki veitt yður eftirför hingað?“ „ Já, það er jeg viss um. Auðvitað er hann slæg- ur og brögðóttur, en jeg verð þó að hrósa mjer af því, að jeg sje honum fremri". „All right, það er líka bezt bæði fyrir yður og mig. En nú skulum við snúa okkur að erindinu. Þjer eruð að hugsa um, að giftast stúlkunni i kvöld? — 103 — Hafið þjer gert allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að það geti orðið?“ „Já“. „Og eruð þjer undir það búinn, að ljúka viðskifta- - reikningi okkar?“ „Að nokkru leyti“. „Jeg geri mig ekki ánægðan með það. F’jer verðið að borga mjer upp í topp það sem okkur kom saman um“. „Jeg get borgað helminginn, og gefið yður trygg- ingu fyrir hinum helmingnum“. „Nei, hættið nú, Grant. Jeg þekki yður frá fornu fari. Út með peningana, hvern einasta dollara, því að annars eru yðar dagar taldir“. „En ef jeg kaila nú á Brandon mjer til aðstoðar!" Hilker læknir varð fölur sem nár, og augnaráð hans varð allt í einu býsna ískyggilegt. „Jeg sje, að þjer grípið til yðar gömlu bragða", mælti hann; „en í þetta skifti kemur lævísi yðar ekki að tilætluðu liði. Þegar jeg fer að hugsa mig um, sje jeg, að það gæti sjálfsagt borgað sig fyrir mig, að giftast henni sjálfur". „Hvað gerið þjer yður ánægðan með minnsta upphæð nú í svipinn?“ „Alia upphæðina, sem okkur kom saman um. Minna geri jeg mig ekki ánægðan með. Jeg hefi líka orðið að múta einum tveimur eða þremur mönn- um hjer í húsinu, til þess að fá þá til að þegja“. „Jeg þarf að fá að tala við Renie“. Þetta var í fyrsta skifti, sem þeir nefndu nafn stúlkunnar. Brandon fjekk hjartslátt af fögnuði. Nú var ekki lengur neinn efi á því, að þessi yndisfagl-a stúlka var á lífi, og nú taldi hann sjálfsagt, að sjer myndi takast, að frelsa hana úr klóm níðinga þeirra, er hjeldu henni leyndri. „Jeg skal lofa yður að koma með mjer inn til hennar", sagði læknirinn. „En hafið það hugfast, að þjer verðið að borga mjer það sem mitt er, og hirða stúlkuna nú þegar í kvöld, eins og þjer hafið skuldbundið yður til. Jeg þori ekki að hafa hana lengur hjerna“. „Jeg þarf að tala einsamall við stúlkuna“, mælti Knight. „ Jæja; en reynið ekki að beita mig neinum brögð- um, því að þá grafið þjer að eins sjálfum yður gröf“. Læknirinn stóð upp og tók lampa, og svo fóru þeir báðir út. úr herberginu. Leynilögreglumaðuriun reyndi að opna skrifstofu- gluggann, og tókst honum það von biáðar. Hann skreið því næst inn um gluggann, settist í hæginda- stól einn, og mælti við sjálfan sig: „Það er bezt, að jeg bíði hjerna þangað til lækn- irinn kemur'. 27. kapítnli. Aldrei á æft sinni hafði Brandon fundið jafn sárt til þess, að hann þarfnaðist hugarhvíldar, eins og einmitt nú, er hann sat þarna og beið eftir þessum dularfulla lækni. Hann hafði beðið stundarkorn, þegar Hilker lækn- ir kom inn. Læknirinn nam staðar við dyinar, og starði litla stund á gestinn, auðsjáanlega alveg forviða. — 104 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.