Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 8

Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 8
JSOKCTNGÚB LEYNIIíOGREGLUMANNANNA. í vitorði með honum, gat hann engu svarað. Fáum mínútum síðar gaf hann upp öndina. Brandon fór nú að vitja um stúlkuna, er hann hafði farið með inn í skrifstofu læknisins. Hvað hún var fögur, >rátt íyrir allar þær hörmungar, er hún hafði orðið að þola! Brandon skýrði henni frá því, að nú væri Knight dáinn. „Hvernig stóð á þvi, að þjer komuð hingað tíl þess að frelsa mig?* *purði Renie. „Fað skal jeg segja yður, kæra ungfrú; jeg hefi ætíð verið á hnotskóg eftir yður, siðan þj#r hurfuð.“. „En hvað gat knúð vður til þess, að láta yður svo umhugað um mig?“ „Að eins það, að jeg vorkenndi, eða rjettara sagt, samkenndist, svona fallegri, svona saklausri og svona ólánssamri stúlku.* „Fér eruð göfuglyndur maður.* „Minnist ekki á það. En munið þjer, hvað Knight sagði yður um sjálfa yður?“ „Já, já, jeg man það; og nú v»it jeg, að >að muni allt hafa verið lýgi.* „Jeg skal segja yður nokkuð, kæra ungfni, jeg hefl ástæðu til að ætla, að maðurinn hafl í þetta eina skifti á æfi sinni sagt satt.“ „Og haldið þjer þá, að móðir mín sje lifandi?“ „Já, jeg veit, að hún er lifandi, og að hún heflr ekki gert annað öll þessi ár, en að leita að yður.“ Renie æpti upp yflr sig, og fjell meðvitundarlaus i fangið á Brandon. Hiín hafði um mörg ár ekki átt öðru að venjast, en sorg og hörmungum, og þessi ó- rænti fögnuður var meiri en svo, að hún væri fær um að bera hann. Þegar hún raknaði við aftur, hróp- aði húri hvað eftir annað, glöð eins og barn: „Jeg á móður, jeg á móður!“ Það varð að samkomulagi, að þau Brandon og Renie skyidu gista í spítalanum um nóttina. Lenaire læknir — eða Hilker, eins og hann var kallaður á spítalanum — var einstaklega stimamjúk- ur við Brandon. En Brandon fjekk þegar grun um, að hann byggi yfir einhverjum svikum, og einsetti sjer að vera var um sig. Hann hafði heitið Hilker því, að gera honuin ekkert og láta hann ganga lausan, og það loforð varð hann að efna. En þótt Hilker hefði lofað öllu fögru, þorði Brandon eigi að treysta slíkum loforðum. Hann kaus heldur að vera á varðbergi um nóttina, og það gerði hann. Snmim* um morguninn bauð Hilker læknir leyni- lögreglumanninum og Renie til morgunverðar. Hann var svo kurteis og vingjarnlegur við þau, rjett eins og þau væru gamlir vinir hans. En Brandon hafði augun hjá sjer. Hann var hræddur um, að kurteisi læknisins væri ekki annar en yflrskin, og bjóst við öllu því versta af honum. Fau sátu við borðið. Matseljan kom inn með kaffi, hellti því í bollana, og settist svo við borðið. Jjeynilögreglumaðurinn virti hana nákvæmJega fyrir sjer. Hann hafði bannað Renie að borða nokkuð eða drekka, fyr en hann hefði geflð henni ákveðið merki. Hann sá, að Hilker og matseljan drukku kafflð og borð- uðu af því, sem á borð var borið, og gaf hann því Renie bendingu um, að henni væri óhætt að borða og drekka. Stúlkan bar bollann að munni sjer, en í sama bili tók Brandon eftir einhverri einkennilegri svipbreytingu á andliti læknisins. Hann reif bollann af Renie, rjet.ti lækninum hann, og skipaði honum að drekka kaffið. „Fað lítur helzt út fyrir, að þjer grunið mig um eitthvað misjafnt", mælti læknirinn rólegur, bar boll- ann að vörum sjer, og t.eigaði úr honum. Brandon og Renie misstu alveg matarlystina við þennan atburð. Og litlu síðar lögðu þau af stað. Þegar þau voru komin af stað, ljet Brandon það álit sitt í ljós, að grunur hans viðvíkjandi kafflnu myndi sjálfsagt hafa verið ástæðulaus. En leynilög reglumaðurinn hefði sjálfsagt verið annarar skoðunar, ef hann heíði tekið eftir því, að læknirinn stóð þegar upp frá borðum, er hann hafði drukkið kaffið, skund- aði inn í lyfjabúð sina, og fjekk sjer þar inntöku úr glasi einu. í glasi þessu var eins konar gagneitur — eitur, sem eyddi áhrifum eiturs þess, sem í raun og veru var bæði í bolla Brandons og ungfrú Ruthendales. Hefðu þau drukkið úr bollunum, þá hefði það orðið þeim báðum að bana, því að læknirinn hefði sjálfsagt ekki haft á takteinum gagneitur handa þeim. Ijæknirinn hafði spilað út síðasta báspilinu sínu og — tapað. Einni stundu eftir brottför Brandons úr spítalanum laumaðist læknirinn einnig af stað. Hann þorði ekki að reiða sig á loforð Brandons, en kaus heldur að hverfa eitthvað út í heiminn og reyna gáf- ur sínar á ókunnum stað. Hann hafði alla sína æfi keppt að því eina takmarki, að verða allt í einu auð- ugur maður. En þótt hann væri nú orðinn gamaJl og gráhærður, var hann samt ekki nær því takmarki, heldur en þegar hann byrjaði. 28. kapituli. Þegar þau Brandon og Renie komu til New York, fóru þau inn i gistihús eitt, og fengu sjer að borða. Faðan sendi Brandon boð til frú Ruthendale, og bað hana að finna sig í skrifstofunni sinni. fegar hann kom þangað, hafði frií Ruthendale þegar beðið stundar- korn eftir honum, og hafði hún, sem eðlilegt var, ver- ið ákaflega kvíðafull. Fáum sekútidum siðar óku þau af stað tii gistihússins, og varð þar meiri og innilegrí fagnaðarfundur en svo, að honum verði lýst með orðum. Brandon taldi þetta einhverja sælustu stund æfi sinnar, og starf það, er hann hafði nú af hendi leyst, áleit hann meira vert, heldur en nokkuð annað, sem hann hafði gert, og hafði hann þó afrekað margt um dagaria. Með því að leynilögreglumaðurinn hafði játningu Knights, bæði skriflega og staðfesta með undirskrift Hilkers læknis, þurfti hann ekki á frekari sönnunar- gögnum að halda. Hann gerði þess vegna ráðstafan- ir til þess, að Brúnó yrði sleppt úr varðhaldinu, og sömuleiðis mönnum þeim, er hann tók i ræsinu, þótt þeir hafl að líkindum verið aðstoðarmenn Knights. Hann kom því og til leiðar, að föntum þeim, er reynt höfðu að myrða frú Ruthendale, voru gefnar upp sak- ir, með því skilyrði, að þeir færu þegar burt úr rík- inu, og kæmu þangað aldrei aftur. Tveim dögum síðar lagði Brandon af stað, ásamt þeim mæðgum, til bæjar eins vestarlega í fylkinu New York. Fegar þangað kom, fóru þau á fund mála- flutningsmanna nokkurra og gerðu þá alveg forviða — 111 — - 112 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.