Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 10

Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 10
MBGÍNATRIÐÍ HEILSUFBÆBINNAR. railli vöðvanna, og styður mjög að lögun og samloðun líkamans. Margar hinar helztu æðar og taugar liggja í bandvefnum milli vöðvanna, og fer vel um þær þar. Nýmyndaður bandvefur er ætíð á takteinum, til þess að bæta skaða þann, er skurðir, stungur eða önnur meiðsli valda vöðvunum. Þverrákóttir og sljettir vöðvar. Þverrákóttu vöðvarnir hreyfast, dragast saman og verða aftur slak- ir, eftir viid vorri. feir hlýða viija vorum, og hreyf- ingar þeirra eru oss sjálfráðar. Þeir eru nefndir sjálf- ráðir vöðvar. Hreyfingar sijettu vöðvanna, t. d. hjartans, þind- arinnar, magans og þarmanna, eru oss aftur á móti öldungis ósjálfiáðar. Þeir vinna án afláts nótt, og dag, án þess að vjer hugsum neitt um það, eða koraum hreyfingum þeirra af stað. f’eir eru kaliaðir ósjálfráð- ir vöðvar. Utan um vöðvana og allan líkamann er hvðin (eða hörundið) til verndar, og verðui- talað um hana síðar (13. gr.). Öll hol í líkamanum eru að innanverðu klædd þunnri, sljettri himnu, er jafnt og þjett gefur frá sjer litarlausan, kvoðukenndan vökva, sem heldur henni sleipri, og er hún þess vegna nefnd slímhimna. Húðin og shmhimnaii eru svipaðar að gerð, en ólíkar að útliti. Á rauðu, þunnu húðinni á vörunum sjest, hvernig húðin breytist smám saman að útliti, og verður að sJímhimnu. 3. g r. N æ r i n g i n. Gufuvjelin getur ekki afkastað neinni vinnu, nema eldivið sje kynt undir katlinum. Líkami vor getur heldur ekki unnið til lengdar án matar og drykkjar. Með öðrum orðum: Hann þarf daglega á næringu að halda. Og því meira sem hann erfiðar, því kröftugri fæðu þarf hann að fá, ef kraftarnir eiga að haldast við. En iíkaminn þarf ekki einungis að taka á móti fæðunni. Hann þarf líka að breyta henni, því að næringarefnin í fæðunni eru venjulega ekki þannig, að líkaminn geti haft gagn af þeim undirbúningslaust. Fæðan verður að tyggjast, leysast upp og breytast í öll þau efnasambönd, sem liffæri vor þurfa á að halda sjer til viðurhalds. Öll þessi vinna líffæranna, til þess að gera fæð- una að hæfilegri næringu, er nefnd melting. Tennurnar og tungan búa fæðuna undir melting- una. Tennurnar tyggja hana, en tungan hagræðir henni i munninum, meðan á tuggningunni stendur, munnvatninu saman við hana, og segir til, hvenær hún er nægilega tuggin. Önnur líffæri, sem vinna hvert á sinn hátt að næringu líkamans, eru ýmsir kirtlar^ kverkarnar, maq- inn, þarmarnir, hjartað, blóðæð- arnar, sogœðarnar og lungun. Vjer skulum nú smátt og smátt lýsa líffærum þessum nákvæmar. 7. mynd. barni. Ytra borð kjálkanna tekið burt h. augna- tennur; s vísir til nýju tannanna; v vísir til vísdómstanuanna. Tennurnar. Á tveim fyrstu árunum fær barnið 20 tennur, sem sje 8 framtennur (4 í hvorn skolt), 4 augnatennur* (2 í hvorn skolt), og 8 jaxla (4 í hvorn skolt). Allar þessar tennur eru nefndar. mjólkurtennur. Á 7—14 ára aldrinum detta þessar tennur smám saman úr barninu, og koma þá aðrar e b o d 8. mynd. Tennur i efri skolti fullorðins manns. a efri vör; b framtennnr; c vísdómstönn; d jaxlar; e tannrætur. stærri og sterkari tennui' í staðinn. Eftir því sem kjálkarnir vaxa, bætast og við 12 nýir jaxlar, svo að tennurnar í fullorðnum manni eru alls 32. Öftustu jaxlana, sem nefndir eru vísdómsiennur, taka menn þó ekki, fyr en þeir eru komnir um eða yfir tvítugt. Framtennurnar eru til þess, að bíta matinn sundur, en jaxlarnir til þess að tyggja hann. (Meira.) *) Augnatenuurnar eru svo nefndar, yegna þess, að þær eru í beinni stefnu niður undan augunúm, en ekki vogna þess, að þær standi í neinu sambaudi við augun, eins og margir ætla. Skilnaðarræða —:o:— Presturinn: Elskuiegu, ástfólgnu sóknarbörn! Nú er skilnaðarstundin komin. Vjer verðum að skilja. Kallið er komið, og jeg hlýt að kveðja yður í síðasta sinn, til þess að gegna köilun mirmi í fjailægu hjeraði. Sárar saknaðartiifinningar ættu því að gagntaka hjarta mitt á þessari stundu. En jeg hefi þó nokkrar ástæð- ur til að vera ekki eins hryggur yfir skilnaðinum, og jeg ætti að vera, og þær ástæður eru þrjár: Elskulegu sóknarbörn! Þjer elskið mig ekki, þjer elskið ekki hvert annað, og drottinn elskar yður ekki. Hefðuð þjer elskað mig, þá mynduð þjer hafa borgað mjer tekjur mínar fyrir síðastliðin tíu ár. Hefðuð þjer elskað hvert annað, þá myndu brúkaupin hafa orðið fleiri, en raun hefir á orðið, og jeg hefði þó ætíð fengið eitthvað fyrir hverja hjónavígslu. Hefði drott- inn elskað yður, þá myndi hann hafa kallað fleiri af yður heim til föðurhúsanna, en hann hefir gert, og þá hefði jeg fengið að halda fieiri líkræðurnar. Sjá, þess vegna, elskulegu, ástfólgnu sóknarbörn, þess vegna vil jeg reyna, að vera rólegur á þessari beisku skilnaðarstund. cTtaistar. Villan kemst oft inn um smásprungu á veggnum, en sannleikurinn kemst oft og tíðum ekki inn um opnar dyr. Stærsta trjeð ber ekki ætíð beztan ávöxt. Aldar prentsmiðja. — KeyJtjuvík. — 115 — 116 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.