Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 11

Haukur - 01.09.1901, Blaðsíða 11
Gesturinn á Ingjaldshóli. Frásaga eftir Sophus Bauditz, með myndum eftir Knud Gramborg. Yeturinn 1476—77 var óvenjulega góður á íslandi. Um miðjan veturinn sást varla snjór á Suðurlandi, nema á hæstu fjöllum, og á láglendinu var jörSin græn, rjett eins og komið væfi sumar. Hafísinn sást hvergi, hvert sem litiS var. Maríuerlan, sem ekki er vön aS koma til íslands fyr en í apríl, kom í þetta skifti í miðjum febrú- ar, og með því að koma hennar er skoðuð sem áreiðan- legt merki þess, að útlend skip sjeu í vændum, kom mönnum þaS ekki heldur á óvart, er útlent skip sást síð- ast í mánuðinum fram undan Rifi. Rif er verstöð ein á útnoröurodda Snæfellsness, þessa langa og mjóa ness, er gengur vestur úr landinu milli Faxaflóa og Breiðafjarðar, og kennt er við jökuliun mikla, Snæfellsjökul, sem gnæfir við himin y/.c á nesinu, og sýnir fannhvítan skallann langar leiðir, jafnvel svo tugum mílna skiftir. Nii er verstöðin Ríf, eins og öll önnur ver í Snæfellsnessýslu, ekki annað en fáir og fátæklegir kofar, en á þeim tíma, er saga þessi gerðist, voru fiskveiðar mikiS stundaðar og aflabrögS góS, bæSi að norðanverSu og sunnanverSu á Snæfellsnesi, og enskum verzlunarskip- um, er komu þangað, fjölgaði ár frá ári. Þau fluttu ís- lendingum alls konar nauðsynjavörur, og tóku harSfisk í staSinn. Þessi verzlun Englendinga, sem einkum var rek- in af mönnum frá Lundúnum, Hull og Bristol, var samt sem áður ekki einungis alveg ólögleg, aS því er flesta snerti, heldur líktist hún og venjulega miklu fremur á- seilni og yfirgangi, heldur en verzlun, meS því að Eng- lendingar lierjuSu eins og grimmir óvinir í varnarlausu landi, og gerðu sig hvað eftir annaS seka um gripdeildir, rán og alls konar ofbeldisverk. ÞaS stoðaSi lítið, þótt Danakonungar, alt frá dögum Eiríks af Pommern, gæfu út hvert forboSið á fætur öðru gegn verzlun utanríkis- manna á íslandi, og sendu mótmæli sín hvað eftir annað til Englands. Og ekki varð þaS heldur aS miklu liði, er Kristjern fyrsti lýsti alla enska og írska menn, sem verzl- tiðu án hans leyfis á íslandi, útlæga og rjettdræpa skóg- armenn. Arðurinn af verzluninni hefir að líkindum verið svo mikill, að ekki gæti verið áhorfsmál, að leggja lífið í hættu fyrir hann. Og auk þess var ísland svo langt fyr- ir norðan lög og rjett, að tilskipanir konungs reyndust þar venjulega ekki annað en dauður bókstafur — hegn- ingarákvæðin ekki annaS en hótanir einar. Saga íslands frá þessum árum veitir glögga hugmynd um ringulreið þá, stjórnleysi og magnleysi til að verjast yfirgangi erlendra manna, sem einkenndi NorSurlönd allan síSat'i hluta miðald- anna. 1 Danmörku, Noregi og Svíþjóð ráku Hansastaða- kaupmennirnir verzlun sína með alls konar svikum, uppi- vöðslu og áseilni, og á íslandi fetuðu Englendingar í fótspor þeirra, en voru miklu djarfari og ósvífnari, vegna þess að landiS var svo afskekkt. íbúarnir á Rifi voru þess vegna milli vonar og ótta, er þeir sáu hið útlenda skip, sem auðsæilega var enskt, stefna þar að landi. Þeir höfðu líka fyllri ástæðu, heldur en flestir aðrir, til þess, að skoða Euglendinga sem opin- bera fjandmenn, því að þaS hafði einmitt verið hjer á Rifi, sem enskir sjómenn drápu hirðstjóra konungs, Björn riddara hinn ríka Þorleifsson, nokkrum árum áSur (1468), er hann reyndi að koma í veg fyrir uppivöðslu þeirra og áseilni. En þótt Englendingar væru engin happasending, þá var samt ekki gott að komast af án þeirra, með því aS sá tími var fyrir löngu liðinn, er Islendingar ráku verzlun sína sjálfir, fluttu sinar eigin búsafurSir til út- landa og höfðu nauðsynjar sínar heim með sjer aftur. Og þótt illt væri, urðu menn að sætta sig við það óhjá- kvæmilega, og beygja sig undir okiS. — — — — »ÞaS er hann Richard Burlinton. Jeg þekki skipiS«, mælti einn þeirra manna, er voru niður við sjóinu og horfðu á skipið. »Það er þó skárra aS skömminni til«, rnælti annar; »hann fer aldrei i illdeilur, og verzlar ráðvandlega«. »Ráðvandlega — já, aS svo miklu leyti, sem Eng- leudingur getur verzlað ráðvandlega«, svaraði sá, er fyr tók til máls. Hann hjet Þorbjörn, gamall og gráhærSur maSur, hár vexti og karlmannlegur. »Hart er það annars, að íslendingar skuli vera svo langt leiddir, að þeir þurfa að vera þakklátir hverjum þeim útlendingi, er fæst til þess, að hlýða lögum landsins«, mælti hann enn fremur. »Það voru aðrir menn, sem bjuggju hjer á fyrri öldum«. »Við þann tón hefir þú fyr kveöið, Þorbjörn«, anz- aði einn. »Satt er það«, Svaraði Þorbjörn, »en ekki hefi jeg gert þaS að ástæðulausu«. Skipið var nú komið upp undir land, og stefndi inn á höfnina. Höfnin er ekki annaS en ofurlítil vík, að miklu leyti lokuð inni af skerjaklasa, er gengur til norðurs og austurs út í sjóinn. Skipin komust inn á vík þessa um flóðiö, og stóðu þá á þurru landi um fjöruna. Þetta var enskt kaupskip, tvísiglt, með tveim ráseglum á hvorri siglu, opið um miðjuna, en með háum þiljum framan og og aftan, eins og ensk kaupskip voru venjulega á þeim árum. íslendingar hjálpuðu til að draga skipiS svo nærri landi, sem unnt var, tóku kveðjum skipstjóra og manna hans, og viku síðan til hliðar, til þess að rýma fyrir sýslumanninum, er steig fyrstur manna á skipsfjöl. Hlut- verk hans var allt annað en auðvelt. Þegar útlend skip komu til landsins, átti hann að semjavið skipstjórann um verölag á vörunum, og með því að peningar voru mjög sjaldgæfir og lítiS notaðir, varS hann að miða vöruverSið viS harífisk, láta tiltekið mál eða tiltekinn þunga af út- lendu vörunum kosta svo eða svo margar merkur af harð- fiski. Þegar þeir svo að lokum voru orðnir ásáttir um verðlagið, — hina svonefndu »kaupsetning« —, kunngerði sýslumaðurinn þaS í heyranda hljóSi; þvf næst lýsti hann griSum yfir »kaupstefnunni«, og skoraöi á alla af beggja hálfu, að hegSa sjer samkvæmt því, sem um væri samið, og bregða ekki út af í neinu. Þá var og reist upp »varðmerki« á verzlunarstaðnum, eins konar fáni, er átti aS tákna það, að ekki mætti rjúfa griðin, og að »kaupstefnan« stæSi undir vernd og umsjá rjettvísinnar. Morguninn eftir kom síra Jón á Ingjaldshóli ofan á Rif, ekki samt til þess aS verzla, heldur til þess, aS spyrja -117- —118—

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.