Haukur - 01.01.1902, Síða 2

Haukur - 01.01.1902, Síða 2
HVBK VAK MORÐIKOINN ? Daburon rak í rogastanz, þegar hann heyrði skýrslu þessa, er var bæði blátt áfram og eðlileg. Hvað átti hann að halda um allt þetta? „Segið mjer eitt, ungfrú", mælti hann, „var rign- ingin byrjuð, þegar Albert klifraði yfir girðinguna?" „Nei, við sátum á bekknum, þegar rigningin byrjaði. Jeg man það svo vel“. „Afsakið mig ofuriitla stund“, mælti dómarinn. Hann settist við skrifborðið, og skrifaði í snatri tvö brjef. í öðru þeirra skipaði hann, að láta Albert þegar mæta í skrifstofu sinni í ráðhúsinu. En í hinu skipaði hann leynilögreglumanni einum að fara þegar til húss d’Arlanges í útborginni St. Germain, og at- huga vendilega garðinn og girðinguna kringum hann, og skrifa lijá sjer, ef hann sæi þess nokkur merki, að klifrað hefði verið yfir hana. Hann skýrði leynilög- reglumanninum frá því, að það hefði verið klifrað tvisvar yfir girðinguna, bæði meðan múrin var þur á undan rigningunni, og líka á meðan rigningin stóð yfir, og hlytu því verksummerkin að vera mismun- andi. Hann skoraði á leynilögreglumanninn, af fara mjög varlega, og finna einhverja sennilega ástæðu fyrir athugunum sínum, ef þann þyrfti að gera grein fyrir þeim. Þegar hann hafði lokið brjefaskriftunum, hringdi hann á þjón, er kom þegar inn. „Hjerna eru tvö brjef“, mæiti hann, „sem þú verður að fara með til hans Constant’s, skrifarans míns. Segðu honum, að lesa þau, og láta fram- kvæma fyrirskipanir mínar nú þegar — nú þegar, skilui'ðu það. Ef Constant er ekki í skrifstofunni, þá leitar þú að honum; hann er víst ekki langt í burtu, því að hann bíður eftir mjer. Flýttu þjer nú“. Svo sneri Daburon sjer að Clarie, og spurði: „Hafið þjer geymt brjefið, sem Albert sendi yður, þegar hann bað yður að tala við sig?“ „Já, jeg heid að jeg hafi það hjerna á mjer“. Hún leitaði í vasa sínum, og dró brjefið upp úr honum. Dómarinn tók við því. Honum þótti þetta hálf- ískyggilegt. Brjef þetta, sem vel hefði getað orðið Claire til hneisu, lá af tilviljun svona haganlega í vasa hennar, þegar hún þurfti á því að halda. Ung- ar stúlkur eru þó ekki vanar að gera sjer það að reglu, að bera í vasa sínum tilmæli um leynilega stefnufundi. Hann las brjefið fljótlega yfir. „Engin dagsetning", tautaði hann, „ekkert póst- merki . . . .“ Claire heyrði ekki hvað isann sagði. Hún hafði allan hugann við það, að reyna að finna aðrar sannanir fyrir því, að fundur þeirra hefði átt sjer stað. „Það ber oft við“, mælti hún allt í einu, „að þegar menn vilja vera einir, og ímynda sjer, að þeir sjeu það, eru samt sem áður einhverjir, sem sjá þá og heyra. Jeg grátbæni yður um það, að snúa yður til allra þjóna ömmu minnar, og spyrja þá, hvort enginn þeirra hafi sjeð Albert þetta kvöld". „Spyrja þjónana yðar! Hvernig getur yður dott- ið slíkt í hug, ungfrú?" „Hvað þá? Nú, þjer eruð hræddur um, að jeg verði mjer til minkunar. Hvað gerir það til, ef jeg að eins get frelsað hann?“ Daburon gat ekki látið vera, að dást að henni. Hvílík tryggð og bollusta, hvort sem hún nu sagði satt eða ósatt. — 123 — „Og það er ekki þar með búið“, mælti hún; „Albert fjekk mjer aldrei aftur lykilinn, sem jeg kast- aði yfir girðinguna til hans; hann hlýtur að hafa gleymt að gera það. Finnist lykillinn í fórum Alberts, þá er það sönnun fyrir því, að Albert var hjá mjer í garðinum. „ Jeg skal gera ráðstafanir til þess, að komast fyr- ir það, ungfrú“. „Og svo er eitt enn þá“, mælti Claire enn frem- ur. „Meðan jeg bíð hjerna, getið þjer sent einhvern til þess að kanna girðinguna". Hún virtist hugsa um allt. „Jeg hefi þegar gert það, ungfrú“, svaraði Dabu- ron. „Jeg skal segja yður það hreinskilnislega, að ann- að brjefið, sem jeg skrifaði áðan, var skipun um, að athuga í laumi girðinguna kringum garðinn hennar ömmu yðar. Claire stóð upp, ánægjuleg á svipinn, og í annað skifti rjetti hún dómaranum hönd sína. „Þakka yður fyjir, þakka yður fyrir“, mælti hún. „Nú sje jeg, að þjer eruð með mjer. En mjer dettur enn þá eitt í hug. Albert hlýtur að eiga enn þá brjef það, sem jeg skrifaði honum á þi'iðjudaginn". „Nei, ungfrú, hann brenndi það“. Claire hörfaði undan. Henni fannst snertur af skopi fólginn í þessu svari dómai-ans. En það var samt sem áður alls ekki svo. Dabuion mundi eftir brjefi því, er Albert hafði fleygt í eldinn á þriðjudags- kvöldið. Dað hlaut, að liafa verið sama bijefið, sem Claire sendi honum. Og með orðum þeim, sem læsi- leg voru á brjefinu: „Hún getur ekki neitað mjer um það“, hafði Claire að öllum líkindum átt við ömmu sina. Nú skildi hann þetta fyrst. „Getið þjer frætt mig á því, ungfrú", spuiði hann því næst, „hvað Albert de Commarin gat gengið til þess, að leiða rjettvísina á villigötur, og koma mjer til að gera mig sekan um svona höimulegan misgán- ing, þegar honum var innan handar, að skýra mjer satt og rjett frá öllu saman?" „Að því er mjer virðist, herra minn, getur enginn heiðvirður maður játað, að stúlka hafi leyft honum að finna sig á laun, fyr en hann hefir fengið fullt leyfi til þess. Það er blátt áfram skylda hans, ef um tvennt er að tefla, að leggja fremur líf sitt i hættu, heldur en mannorð stúlkunnar, sem treysti drengskap hans. En verið viss um það, að Albert hefir reitt sig á mig“. Við þetta var ekkert að athuga, og tilfinningar þær, sem lýstu sjer í orðum ungfrú d’Arlange, brugðu Ijósi yfir eitt af svörum Alberts við prófið, sem dóm- arinn hafði ekki skilið. „Það er ekki allt búið enn þá, ungfrú góð“, mælti dómarinn. „Allt þetta, sem þjer hafið sagt mjer, verðið þjer að endurtaka í votta viðurvist í skrifstofu minni. Skrifarinn ritar þá framburð yðar í dómsmálabókina, og svo verðið þjer að skrifa undir hann. Þessi tilhögun er reyndar eflaust óviðfelldin fyrir yður, og særir tilfinningar yðar, en það er samt. eina rjetta aðferðin". „Það geri jeg með gleði. Hvað skyldi jeg ekki vilja gera — hans vegna, þegar jeg veit, að hann er í vaiðhaldi? Jeg var fastráðin í því, að gera allt, hvað sem það væri. Jafnvel þótt hann hefði verið — 224 —

x

Haukur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.