Haukur - 01.01.1902, Blaðsíða 3

Haukur - 01.01.1902, Blaðsíða 3
hVer var morbinginn ? yfirheyrður af hæstarjetti, þá hefði jeg mætt sjálf í rjettinum, og skýrt, frá öllu eins og var. Auðvitað hefði jeg hætt mannorði mínu með því; en hvað kæri jeg mig um almenningsáiitið, þegar jeg á ást hans vísa?“ Hún stóð upp og lagfærði á sjer kápuna og hattinn. „Er það nauðsynlegt“, spurði hún, „að jeg bíði hjer, þangaö til þeir koma aftur, lögreglumennirnir, sem eru að skoða girðinguna?“ „Nei, það er ekki nauðsynlegt, ungfrú“. „Þá á jeg ekki annað eftir, en að biðja yður að láta Albert lausan“. „Honum skal verða sleppt svo fljótt sem auðið er; því lofa jeg við drengskap minn“. „Látið þjer hann lausan í dag, kæri herra Da- buron, nú, undir eins. Fyrst hann er saklaus, verðið þjer að vera góður við okkur, því að þjer eruð vinur okkar". „Þetta, sem þjer biðjið mig um, er ógerningur, ungfrú", mælti hann svo lágt, að það heyrðist varla. „Væri það undir mjer einum komið, þá gæti jeg ekki — jafnvel þótt hann væri sekur — þolað, að sjá yð ur gráta, og neitað að hjálpa yður“. Dómarinn stóð upp, til þess að fylgja henni til dyra; en hún var þegar horfin. táapíluli. Daburon dómari hafði orðið býsna, forviða, þegar ungfrú Claire kom að heimsækja hann. En þó datt enn þá meira ofan yfir de Commarin, þegar þjónninn hans hvíslaði að honum, að ungfiú d’Arange óskaði að fá að taia við hann eitt augnablik. Hann var í vafa um það, hvort hann ætti að veita henni áheyrn eða ekki. Hann var hræddur um, að þau mundu lenda i rifrildi. Hann þóttist vita það, að hún gæti ekki borið hlýjan hug til hans, seVn hafði barizt með hnúum og hnefum móti þvi, að fá hana fyrir tengdadóttur. Hvaða erindi gat hún átt við hann? Spyrja um Albert, auðvitað. Og hverju gat hann svarað henni? Senni- legast, að hún væri ákaflega taugaviðkvæm, og fengi krampa og yfirlið, svo að hann yrði í vandræðum með hana. En svo fór hann að hugsa um það, hve átakanlega sárt þetta hlyti að hafa verið fyrir hana, og fór hann þá að kenna í bijósti urn hana. Hann fann til þess, að það var bæði grimmúð- ugt og skammarlegt af honum, að synja henni við- tais — henni, sem hafði átt að verða tengdadóttir hans, undirgreifafrú de Commarin. Hann gerði henni orð, og bað hana að bíða uokkrar mínútur. Hann ljet hana ekki bíða lengi. Hann vissi, að fundur þeirra myndi verða rauna- lega óviðfelldinn, en hann var við öllu búinn. Þegar hann kom inn til ungfrú Claire, heilsaði hún honum einstaklega kurteislega. „Fyrirgefið herra minn---------“, mælti hún. „Þjer hafið sjálfsagt komið, vesiings barn, til þess að fá fregnir af aumingja piltinum, ólánsaum- innjanum þeim?“ spurði de Commarin. „Nei,“ svaraði stúlkan. „Jeg kom þvert á móti til þess, að segja yður nýjungar. Albert er saklaus“. Greifinn virti hana fyrir sjer. Hann þóttist skilja, að hún myndi vera orðin sturluð af harmi. „Jeg hefi reyndar aidrei efast um það, að hann væri saklaus“, mælti Claire enn fremur; „en nú hefi jeg áreiðanlega sönnun fyrir því“. „Er það nú áreiðanlega víst, þetta sem þjer seg- ið?“ spurði greifinn, og var auðsjeð á svip hans, að hann efaðist um að svo væri. Ungfrú d’Ariange skyldi hann. Hún var orðin reyndari eftir samræðurnar við Daburon. „Jeg segi ekki annað en það, sem er í alla staði rjett, og auðvelt að sanna“, svaraði hún. Jeg kem einmitt frá Daburon, rannsóknardómaranum, sem er vinur ömmu minnar, og vegna þess, sem jeg hefi sagt, honum, er hann orðinn sannfærður um, að Al- bert sje saklaus“ „Sagði hann það, Claire!“ mælti greifinn. „Er það nú áreiðanlegt, að yður skjátlist ekki? „Það er áreiðanlegt. Jeg sagði honum frá nokk- uru, sem enginn vissi, og Albert, sem er prúðmenni og góður drengur, gat ekki skýrt frá því. Jeg sagði honum frá þvi, að Albert var allt kvöldið hjá mjer í garðinum heima hjá ömmu minni — þetta sama kvöld, sem glæpurinn var framinn.* „En sögusögn yðar er ekki einhlít". „Nei, en það eru nægar sannanir, og rjettvísinni er nú kunnugt um þær“. Menn eru venjulega gjarnir á að trúa því, sem þeir vona og óska, að sje satt. Það var einstaklega auðvelt, að sannfæra de Commarin. Hann trúði stað- hæfing stúlkunnar, án þess að hugsa frekara um það. Hann fjellst á skoðun hennar, án þess að spyrja sjáif- an sig, hvort það væri hyggilegt að gera það. Albert, saklaus! Hvilík raunabót, hvílíkur harma- ljettir! Claire hafði fært honum óvænt, fagnaðartið- indi. Flonum fannst sem hún væri boðberi hamingj- unnar og vonarinnar. [’essa þrjá siðnstliðnu daga hafði hann skilið það og fundið ti) þess, hve heitt liann unni Albert. Hann hafði elskað hann innilega, og aldrei getað fengið af sjer, að viðurkenna hann ekki sem son sinn, þrátt fyrir hina óttalogu grunsemd, hina skelfilegu óvissu að því er snerti faðerni hans. Umhugsunin um það, að Albert var sakaður um g!æp, og um hegningu þá, sem hann hlaut að verða dæmd- ur í, hafði næstum farið með gamla manninn. Og nú kom það úr kafinu, að drengurinn var saklaus. Engin skömm, engin hneykslanleg málaferli; nafnið Commarin átti ekki fr-amar að héyrast í þingsalnum. „En — ætla þeir að láta hann lausan, ungfrú?“ spurði gteifinn. „Nei, því miður gera þeir það ekki. Jeg krafðist þess, að þ*ir ljetu hann tafarlaust lausan, en dómar- inn sagði, að þess væri enginn kostur, að hann rjeði minnstu um það sjálfur, og að örlög Alberts væru undir mörgum öðrum komin. Þá var það, að jeg einsetti mjer að fara til yðar, og leita yðar fulltingis". „Get jeg þá nokkuð gert?“ „Jeg vona að minnsta kosti að þjer getið það. Jeg er svo einstaklega fávís, og þekki enga. Jeg veit ekki hvað þarf að gera, til þess að honum verði sleppt úr varðhaldinu. En einhver úrræði hljóta að vera til, til þess að ná rjetti sínum. Viljið þjer ekki reyna ö!l hugsanleg ráð, þjer, sem eruð faðir hans?“ „Hvaða. ráð, og hvar?“ spurði hann. „Hvaða dyr eigum við að knýja með von um heppiiegan árangur? - 125 — — 126 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.