Haukur - 01.01.1902, Qupperneq 5

Haukur - 01.01.1902, Qupperneq 5
Hvíta vofan. Amerísk frásaga. 1. kapítuli. 'að var bysua skuggalegt og eyðilegt útlits, stóra húsið meS skituu, kölkuðu, mosavöxuu veggjumtm, sem saga vor gerist í. f>að hafði verið byggt í líkingu viS frakknesku höllina, er um langan aldur hafði verið aöset- ursstaður Montreuil-ættarinnar. Einn af afkomendum ætt- arinnar flutti sig sem sje til Louisiana, og græddist hon- um þar t'je mikið. Hann hafði látið byggja hús þetta með ærnum kostnaði, og sniðið það nákvæmlega eftir gamla heintilinu sínu, að því er allt útlit snerti. En efn- ið í því hafði verið ljelegt, og illa fallið til þess að stand- ast áhrif hitabeltisveöuráttunnar, og hafði það þess vegna á tiltölulega skömmum tíma orðið hrörlegt og ellilegt út- lits. Þannig vjek því við, að menn gátu í n/lendu þess- ari rekið sig á höll, er leit út fyrir að hafa verið byggð löngu áður en Kólúmbus fann Ameríku. Húsið var tvílyft, og á efsta loftinu voru þakskots- gluggar margir. Undir gluggum þeim voru breiðar gaug- svalir mef endilöngu þakskegginu. A utanverðu húsinu voru ótal born og skakkar, og inni < þvi voru margir gangar, er láu lit í ýmsa afkyma, sem ókunnugir myndu ekki hafa getað gert sjer neinn grun um. Yið framhlið hússins voru tveir áttstrendir turnar sem auðsæilega voru yngri, heldur en sjálft' húsið. Milli turnanna var gangur með húshliðinni, opinn aö ofanverðu. Inn í ganginn varð komizt um dyr einar með ákaflega þungri hurð fyrir, og hjekk hurðarhamar úr látúni á hurð- inni, til þess að drepa að dyrum með. Það, sem einhvern tíma hafði verið stór og vel hirtur grasvöllur, var nú alþakið illgresi og skógarkjarri, svo að það leit út sem óyrkt jörð. Búgaröur þessi virtist hafa verið í auðn og óhirðu um langan aldur, og í fljótu bragði syndist það næsta ósennilegt, að meun gætu hafzt við á svo óvistlegum stað. En þegar betur var að gætt, sá- ust þó samt sem áður merki þess, að menn myndu vera þar. Gluggarnir á efsta lofti eystri turnsins voru opnir, og upplituð gluggatjöld blöktu til og frá fyrir kvöld- golunni. Og ef vel var athugað, mátti sjá mjóan gangstíg eft- ir túninu að bakhlið hússins. Og væri farið eftir þessum stíg heim undir húsið, þá var komiö að litlum en vel hirtum matjurtagarði. Við matjurtagarðinn var ofurlítill kofi, og fram undan honum ræktaður grasblettur. A hillu einni undir kofaveggnum stóð vatnsfata og mjólkurílát, er sett höfðu verið út til þess að »baka þau« í sólarhitanum, eins og gamla blökkukonan, sem átti að gæta þeirra, komst að orði. Hún sat fyrir utan kofadyrnar, og var að spinna. Það var einkennileg sjón, að sjá Eady gömlu sitja þarna við rokkinn sinn; andlitið var mósvart, hár- lagðarnir mjallhvítir, og að hálfu leyti huldir af eldrauð- um baðmullarklúti, og í eyrunum hjengu stórir hringar úr gulli; ljereftskjóllinn hennar var svo marglitur, að kyrt- 111 Jósefs hefði sjálfsagt ekki komizt í neinn samjöfnuð við hann, og svo stuttur, að hann náði tæplega ofan að öklunum, svo að stóru og klunnalegu skórnir hennar sá- ust, jafnvel þótt þeir væru fremur gerðir til gagns heldur en skrauts. Andlit gömlu konunnar var greindarlegt og góð- mannlegt, og hafði hún auðsæilega allan hugann við vinnu sína. Allt í einu stöðvaði hún rokkhjólið, leit á sólina, er var að renna, og mælti við sjálfa sig: »Bráðum skellur svartnættið á, og asninn minn er ó- kominn enn þá. Fróölegt að vita, í hverju hann hefir nú lent. Seinast þegar hann var sendur eftir brjefum, drakk hann sig svo fullan, að jeg var neydd til að berja hann, þorskinn. Komi hanneins í annað skifti, þá veit jeg svei mjer ekki, hvað jeg á að gera við hann. Ef húsbóndinn vissi það sem jeg veit, þá væri fróðlegt að vita, hvernig færi fyrir gamla Surt«. Hún brosti, er hún sagði þetta, eins og hún hefði gamau af því, að rifja upp fyrir sjer skröksögur þær, er Pierre var vanur að koma með sjer til afsökunar, þegar hann kom drukkinn heim. Þegar hún hafði beðiö litla stund enn þá, setti hún rokkinn til hliðar, og tók að undirbúa kvöldverð. Það var auðsjeS, að hún var vön matreiðslukona, því að henni fórust þau störf mjög fimlega. AS stundarkorni liðnu hafði hún útbúið ágætan kvöldverð handa einum manni, steiktan fugl, kökur og kaffi, sem allt var snilldarlega tilreitt. Diskar og bollar voru úr dj'ru postulíni, og bakkinn úr silfri. Þegar hún hafði látiö matinn og kaffiö á bakk- ann, breiddi hún drifhvítan dúk yfir hann, og fór svo snöggvast út og litaðist um; en hún fór að vörmu spori aftur inn í kofann, og tautaði við sjálfa sig með gremju- legri röddu: »Kvöldmaturinn húsbóndans er tilbúinn, og karlinn minn er ókominu enn þá með þessi brjef, sem ’núsbónd- inn þráir svo mjög. Jeg þori varla, að fara upp með matinn án brjefanna, en jeg þori þó enn þá síður, að láta dragast að færa honum matinn, því að ef jeg van- ræki skyldu mína að einhverju leiti, þá er hann til með að hamast og óskapast þatigað til turninn hrynur. Ham- ingjan góða hjálpi mjer, hvers vegna er Pierre þessi ótta- legur þorskur!« Hún stundi þungan, tók svo bakkann og setti hann á höfuðið á sjer. Því næst lagöi hún af stað heim að hús- inu, lauk upp bakdvrum einum og fór inn. Hún gekk eftir löngum gangi, er lá í ótal króka, og kom loks að stiga einum. Fram með gangi þessum voru margar dyr til beggja hliða inn í herbergi og ymsa afkyma, og með því að far- ið var að rökkva, fannst blökkukonunni, er var mjög hjá- trúarfull, sem fullt væri af óhreinum öndum í kringum hana. Hún skotraði augunum sitt á hvort, og bjóst við því við hverjar dyr, að þær myndu opnast, og einhver voðaleg afturganga koma út og fitja upp á fr/nið um leiö og hún færi fram hjá. Eady hefði getaö sagt ntargar skelfilegar sögur um lágt pískur, skrjáf í fatnaöi og fótatak ós/nilegra anda, er svifu við hlið hennar, þegar hún var neydd til þess, að ganga gegnunt þetta gamla hús að kvöldi dags. En svo hrædd var hún við húsbónda sinn, að hún kaus miklu heldur að bjóða öllum vofum og afturgöngum byrginn, en að láta hjá líða, að færa honum kvöldmatinn á rjettum tíma. Yfir þveran ganginn lá annar breiðari gangur með framhlið hússins, og var vindustigi þaðan upp á gangsval- irnar við þakskeggið, en af svölunum voru dyr inn í báða turnana. Handriðið við stiga þennan var úr mahóní, en þrepin í stiganum voru, eins og gólfin 1 höllinni, greypt saman úr margskonar trjátegundum. Þótt skuggs/nt væri orðiö, sást þó vel, að veggirnir, sem allir höfðu veriö skreyttir kalkmyndum, voru bæði orönir mosavaxnir, og viða molnaö úr þeim, af sagga og eftirlitsleysi. Það var auðsjeð á öllu, að þetta hafði einhvern tíma verið skrauthysi mikið, en gullöld þess var nú undir lok liðin, og vegur þess og ágæti að engu orðið. Það var svo að sjá, sem hamingja, yndi og friður hefðu einhvern tíma -129- —130—

x

Haukur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.