Haukur - 01.01.1902, Page 6

Haukur - 01.01.1902, Page 6
HVÍTA VOFAN. átt hjer heima, en einhver tortímandi bölvun hefði nú gert allan hugnað heimilisrœkan. Þegar Eady kom upp á efsta lyfti eystri turnsins, stóð hún litla stund kyr og hlustaði, en drap siðan hægt að dyrutn. Og með því að enginn gegndi henni, tautaði hún lágt við sjálfa sig: »Hamingjan góða hjálpi mjer! Kaffið verður kalt, og húsbóndinn verður bálvondur, og svo koma einhver ósköpin fyrir. Það væri fróðlegt að vita, hvað hann er nú að gera«. Hún drap aftur að dyrunt — þyngra en áður, og var þá svarað með byrstri röddu: »Geturðu ekki komið inn án þess að vera allt af að berja? Komdu inn, kerling, og stattu ekki þarna þangað til maturinn er orðinn ón/tur«. Gamla konan fór inn. Herbergið var áttstrent, stórt og rúmgott. Á miðju gólfi var langt borð, og á því voru bækur og /ms pentlistaráhöld. Öðrumegin við borðið var pentgriud, og var dúkur breiddur yfir myndiua. Yið einn vegginn var eldstó; annars vegar við hann var skápur, fullur af bókum, en hins vegar stór, sporöskjulagaður spegill, ofurlítið íhvolfur. Á næsta vegg við þann, sem spegillinn var á, voru tveir gluggar, er náðu yfir allan vegginn, og á þar næsta vegg, framhlið turnsins, var einn gluggi, og hjekk sín litmyndin hvoru megin við glugg- ann; það voru s/nishorn af listgáfu húseigandans, eftir- myndir eftir fornum listaverkum. Legubekkur einn var við gluggann á framhliðinni, og nokkiir stólar voru til og frá um herbergið. Eigandi hússins sat á einum stólnum. Það var maður á sjötugs aldri, hár vexti, þreklegur og þeldökkur. Hár hans var silfurhvítt, og andlitið hrukkótt og fyrirgengilegt, bæði af elli og þó einkum af vanstilltu geðslagi. Augnabrúnirn- ar voru miklar og loðnar, augun tinnusvört og leiftruðu, eins og eldur brynni úr þeim; nefið var beint, varirnar þunnar og hakan framskagandi, og bar það allt vott um ósigrandi vilja. Hann var skarpleitur mjög, og svipurinn harður og grimmdarlegur. Það var auðsjeð, að þetta var andlit á manni, sem hafði syndgað og kvalizt, en aldrei iðrazt. Og þegar hann rjetti fram löngu, mjóu höndina sína, og lagði frá sjer bók þá, er hann hafði verið að lesa í, var auðvelt að hugsa sjer, hvernig hún myndi hremma r/tinginn, og reka hann í hjartað á þeim, sem eitthvað gerði á hluta hans. Hann virtist vera fokreiður við Eady gömlu, vegna þess að hún kom ekki tafarlaust inn með matinn, og þegar hún setti bakkann á borðið, hvessti hann augun á hana og mælti: »Nú, það var þó mikið, að þú komst loksins. Hvers vegna komstu ekki inn undir eins, eins og jegsagði þjer?« »Vegna þess að jeg heyrði ekki til yður«, svaraði Eady snúðug. Hún var sem sje töluvert uppstökk líka, og hún hafði komizt að því, að eina ráðið til þess að fá húsbónda hennar góban, var það, að svara honum öðru hvoru í sama tón. Hann hleypti brúnum og horfði litla stund á hana með fyrirlitningarsvip, en tók síðan að athuga rjetti þá, er hún hafði borið á borð fyrir hann. Því næst spurði hann með þjósti miklum: »Hvernig stendur á þessu? Hvar eru hrjefin og blöðin, sem Pierre átti að sækja?« »Hann er ókominn frá pósthusinu enn þá. En þjer þurfið ekki að stökkva svona upp á nef yðar út af því, og líta út, eins og þjer væruð að hugsa um að jeta mig í staðinn fyrir kvöldmatinn. Jeg get svei mjer ekki að því gert, þó að Pierre sje svona lengi, og drekki kannske meira en góðu hófi gegnir«. Það brann heiftareldur úr augum hans, en honum fannst hún komast svo skoplega að orði, að hann gat ekki varizt þess, að reka upp skellihlátur, sem reyndar var svo kuldalegur og gleðisnauður, að það var öðru nær, en að gamla konan tæki hann sem fagnaðarmerki. Hún spennti greipar og setti upp gamla, hörkulega þrjózku- svipinu sinn, sem húsbóndi hennar kannaðist svo vel við. »Nú, jájá, þú ert hörð í horn að taka í kvöld, kerl- ingarhrotan, hörð eins og harðasta stál. En eldurinn bræðir stálið, gamla, og jeg er sonur eldsins. Eldguðinn Vulkanus var faðir minn, og Ate, gyðja bliudninuar, var móðir mín, svo að það er ráðlegast fyrir þig, að gæta þín og egna ekki skap mitt«. »Mjer hefir sannarlega ekki komið neitt slíkt til hug- ar. En nú er ráðlegast fyrir y ð u r, að borða hrískök- urnai' mínar og drekka kaffið, meðan það er liæft til að koma í kristins manns maga«. »Ha, ha, ha, þú segir satt, gamla, og jeg held það sje bezt að fara að ráðum þínum. En farðu nú og gættu að því, hvort bölvaður brennivínsbrúsinn, hann Pierre, er kominn með brjefin. Jeg get fullvissað þig um það, að það er ekki hollt fyrir þig, að koma aftur án brjefanna«. Blökkukonan fór út, og húsbóndi hennar settist að kvöldverði. Hann borðaði hægt og rólega, eins og sann- ur sælkeri, er bar skyn á að meta ljúffenga rjetti, og matreiðslukonu þá, er útbjó þá handa honum. Þetta vissi Eady líka vel, og þess vegna var hún ávallt nokk- urn veginn örugg um sig, hversu ofsalega sem húsbóndi hennar ijet. Þegar Lecour hafði lokið máltíðinni, hallaði hann sjer ánægjulegur aftur að stólbakinu, eins og hann væri að hugsa um það, hvílík sæla það væri, að geta allt af kos- ið um rjetti, og fengið þá alla að öllu vel tilreidda. En hann gat samt ekki lengi haft hugann við það, og fór að verða óþolinmóður að bíða eftir brjefunum, sern hann bjóst við að myndu flytja sjer mjög mikilsverð tíðindi. Hann stóð upp, og gekk fiam og aftur um gólfið með hendurnar fyrir aftan bakið. Fyrst í stað gekk hann hægt og rólega, en smám saman tók hann að hvetja spor- ið, og eftir því sem óþolinmæði hans óx, skundaði hann harðara og harðara, og stappaði þá svo fast í gólfið, að buldi í öllum turninum. Það varð æ dimmara og dimm- ara, og Locour gamli tók nú að tala við sjálfan sig: »Fjandinn sæki þau, þorparana. Ætla þau aldrei að koma með ljós? Á jeg — j e g — að bíða hjer svona einsamall, þangað til komið er svartamyrkur? Er það ekki nóg, að jeg skuli ætíð verða að vera einn — ætíð e i n n — alla liðlanga og niðdimma nóttina, þótt ljós sjeu látin loga allt í kringum mig — á jeg líka að þurfa að berjast við vofur og afturgöngur í þessari óttalegu og draugaiegu rökkurskími? Heyrið þið! Ljós! Ljós! Kom- ið þið með ljós, segi jeg, annars skal hefndin dynja yfir ykkur, bölvaðir fábjánarnir ykkar«. Hann æddi fram og aftur og skimaði flóttalega kring- um sig; og þegar honum varð litið á spegilinn, varð hann allt í einu náfölur í t'raman. í speglinum sá hann, eins og í þoku, marka fyrir mynd af konu, hjúpaðri hvítri slæðu frá hvirfli til ilja. í herberginu sást ekkert, sem spegilmynd þessi gæti orsakazt af. Lecour æpti upp yfir sig, og hneig svo niður á gólfið, korrandi eins og skorinn kálfur. Pierre gamli var að skjögra itin eftir ganginum, þeg- ar hann heyrði angistaróp húsbóndans. Harin reyndi þá að hvetja sporið, og kallaði með hárri röddu: »FJ/ttu þjer, Eady, í guðamia bænum, fl/ttu þjer; húsbóndinn hefir fengið eitt góða kastið sitt núna. Jeg sje ekki handa minna skil fyrir myrkri. Komdu fljótt tneð ljós, því að annars kyrkir hann mig, þegar hann raknar við aftur«. -131- -132-

x

Haukur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.