Haukur - 01.01.1902, Blaðsíða 10

Haukur - 01.01.1902, Blaðsíða 10
MEGINATMBI HEILSUFRÆ»INNAR. hann með flngrunum og draga hann upp úr kokinu, þá er bezt að binda ofurlítinn svamp vel fast við endann á sljettri, mjórri beygjanlegri viðartág, væta svampinn í baðmoliu, og ýta bitanum með honum hægt og varlega ofan eftir vælindinu, alla leið niður í magann. Standi bitinn lengi fastur ofarlega í væl- indinu, veldur hann köfnun. 4. gr. Kirtlarnir. Með nafninu kirtlar (eða eitlar) er átt við líffæri, sem eru ætluð til þess, að taka i sig sjerstök efni úr blóðinu, og gefa þau frá sjer aftur. Slík efni eru t. d. munnvatn, magasafi og þarmsafi, gall, lofttegundir, þvag o. fl. Kirtlarnir eru mismunandi að lögun eftir því hvert hlutverk þeirra er. Sumir eru einstök lokuð hólf eða pipur, eins og t. d. fitukirtlarnir og svitakirtl- arnir i húðinni (sjá 13. gr.), en aðrir eru aftur á móti settir saman úr ótal smáeitlum, og eru því svip- aðir vínberjaklasa að útliti. Þeir eru nefndir berja- kirtlar. Síðar verður talað um aðra stóra kirtla, svo sem lifrina, lungun og nýrun. Munnvatnskirtlarnir eru berjakirtlar, og eru þeir bæði fyrir framan eyrun og undir þeim, og sömuleið- is innan á neðri skoitinum og undir tungunni. Úr kirtlunum liggja pípur eða rennur, sem munnvatnið kemst um inn í munninn. Sje oss boðið eitthvað mjög ljúffengt, eða sjeum vjer mjög svangir, gefa kirtarnir svo mikið munnvatn frá sjer, að sagt er, að „vatn komi í munninn á oss“. Allur matur, sem mjöl eða mjölkynjuð efni eru í, verður, meðan á tuggningunni stendur, fyrir þeim áhiifum af munnvatninu, að mjöllimid (sterkjan) í mjöl- inu breytist smám saman i sykur, fyrst í munninum, og svo til fiillnustu í maganum og þönminum. Gerðu tilraun: Tyggðu brauðbita. reglulega vel. Fyrst í stað finnur þú ekkert sætubnigð að honum; en pegar þú hefir tuggið hann hjer um bil eina mín- útu, fer hann að verða sætur. Nokkuð af mjölinu er þá orðið að sykri. Sykur er leysanlegt efni, og berst þess vegna auðveldlega yfir í næringarvökvann. Hreinn sykur er mikilvægt næringarefni. Margir tyggja matinn svo illa, og kingja honum svo fljótt, að sykurmyndun sú, sem hjer var minnzt á, getur ekki átt sjer stað í munninum. En þá veið- ur of erfitt fyrir magann og þarmana að breyta fæð- unni i næringarvökva, og getur slíkt auðveldlega vald- ið veikindum í meltingarfærunum. Tóbaksnautnin, sem veldur því, að munnvatns- kirtlarnir gefa mjög mikið munnvatn frá sjer að ó- þörfu, hefir oft skaðvæn áhrif á meltinguna. Hrátt mjöl og hráar kartöflur eru hjer um bil alveg ómeltanlegar fyrir manniegan maga. Því betur, sem brauðið er bakað, og því betur, sem fæðan er matreidd, því betri er hún á bragðið, og því auðveldlegar breytist hún í næringu fyrir líkamann. Að hrœkja hvar sem er og hvernig sem á stendur, er Ijótur siður, og hefir miklu oftar en menn almefint ætla, oiðið til þess, að breiða út næm veikindi, er verið geta í þeim, sem hrækir. Sóttkveikjan ei' mjög oft í hrákanum. Sjeu nú hrákarnir látnir vera á gólf- — 139 — unum í herbergjum vorum og fundarhúsum, kirkjum og leikhúsum, káetum í gufuskipum o. s. frv., þá þorna þeir þar með timanum. Sóttkveikjan berzt svo með rykinu til og frá í loftinu, og aðrir menn, sem koma á þessa staði eða dvelja þar, anda þessu lofti að sjer, og ásamt loftinu anda þeir þá einnig að sjer sótt- kveikjuögnunum. Að mörg hin verstu og hættuleg- ustu veikindi berast frá manni til manns, er oft og tíðum eingöngu að kenna þessum viðbjóðslega og ó- hæfilega hrákagangi. Einkum á þetta sjer stað að því er snertir tœringu eða berklaveiki. 1 káetum strandferðaskipanna og á öðrum slik- um stöðum, þar sem veikir og heilbrigðir dvelja sam- an eða hver á eftir öðrum, er sjálfsagt, að hafa hráka- dalla, sem sjeu tæmdir og hreinsaðir svo oft sem nauðsyn krefur. Að allir þeir, sem þurfa að hrækja út úr sjer, sýni þá svo mikinn mannabrag, að þeir noti hrákadallana, ætti líklega að vera óhætt að álíta sjálfsagt. 5. gr. Magasafinii, gallið og magaklrtilssafinn. Þegar fæðan er komin ofan um vælindið niður í magann, draga vöðvarnir í maganum sig sundur og saman, svo að fæðan veltist til og frá og verður að mauki. Samtímis verður hún fyrir áhrifum af súr- um, leysandi vökva, magasafanum. Hann siast úr mergð af smákirtlum, sem eru í slímhimnunni innan í maganum. 11. mynd. Þarmbútur og sogœðar, er sjúga í sig nœr- ingarvökvann úr þörmunum. 1, sogkirtlar, sem næringar- vökvinn verður að berast í gegnum. 2, æðar, sem veita blóð- inu frá þarminum til lifrarinnar. 3, „blaðið“ eða bandvefur- inn, sem þarmbugðan hangir í. t bandvefinn liggja bæði blóðæðar og næringarsafa-æðar. IMisprentað. Undir 8. mynd í siðasta blaði (116. dálki) stendur: „c. vísdómstönn11, en á að vera: c. augnatönn. c?Teistar. Seg þú aldrei með tiu orðum það, sem þú getur sagt með níu. • Öll læknislyf heimsins eru ónýt þeim manni, sem daglega traðkar lögmáli náttúrunnar. • Sá, sem þiggur gjöf, ætti aldrei að gleyma því; sá, sem gefur, ætti aldrei að muua eftii því. — 140 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.