Haukur - 01.01.1902, Blaðsíða 11

Haukur - 01.01.1902, Blaðsíða 11
Gesturinn á Ingjaldshóli. Frásaga cftir Sophus Bauditz, með myndum eftir Knud Gamborg. (Framh.) Þegar síra Jón kom ofan að sjónum, stóð skip- ið á þuru. Hann ætlaði að fara að heilsa skipstjór- anum, Richard Burlinton, er hann hafði kynnzt tölu- vert undanfarandi ár, en þá sá hann, að skipstjórinn stóð á tali við ókunnan mann, er auðsjeð var, bæði á klæðaburði og útliti, að ekki heyrði til skipshöfninni. Það var gervilegur maður og laglegur, rúmlega með- ífcaSSsæ almaður á hæð, toginleitur, gráeygur og með niður- bjúgt nef. Það sem einkenndi mann þennan mest, auk þess hve augu hans voru fjörleg, var það, hve ákaflega hann var þeldökkur, — rjett eins og hann skyldi vera Suðurlandamaður, — og hárið, sem var silfurgrátt af hærum, jafnvel þótt maðurinn, eftir öllu öðru útliti að dæma, gæti ekki verið mikið yfir þrítugt. Skipstjórinn heilsaði prestinum mjög einvirðulega og alúðlega, og sagði, að hann . hefði einmitt komið eins og hann vær kallaður, því að þeir hefðu verið að tala um hann sín á milli, hann og ókunni maður- inn, er hann nefndi: velborinn herra Ghristoph Dove. „Það er mikilsháttar maður einn frá Portúgal, sem — hamingjan má vita af hvaða orsök — hefir látið sjer detta í hug, að litast um hjerna uppi á íslandi", mælti skipstjórinn enn fremur. „Jeg tók hann með mjer, sem farþega, fyrir góða borgun, vegna þess að hann lagði svo fast að mjer, ogjeg hefi lofað að greiða fyrir honum hjer, að svo miklu sem jeg gæti. Nú er það bón mín til yðar, að þjer takið hann að yður þessa mánuði, sem jeg verð hjerna, og látið honum í tje húsnæði og fæði gegn sanngjörnu endur- gjaldi. Þjer munuð ekki iðrast þess. Hann er vand- aður maður, og hefir ferðazt fram og aftur um öll höf veraldarinnar. Sannið þjer til: hann getur sagt fleira í frjettum, heldur en jeg og mínir líkar". Síra Jón varð einstaklega ánægjulegur á svipinn, er hann hugsaði til þess, hve fróðlegt og skemmtilegt það hlyti að verða, að spjalla við þennan útlending. En áður en hann sneri sjer að ókunna manninum, spurði hann skipstjórann að því, hvort förunautur hans talaði ensku. „Já, skiljanlegan getur hann að minnsta kosti gert sig'', svaraði skipstjórinn. „En hann talar lat- nesku eins og prestur". Þegar sira Jón heyrði þetta, varð hann glaðari en frá verði sagt. Hann sneri sjer þá að ókunna manninum, og hjelt snjalla tölu á iatnesku með ein- staklega skrautlegu orðfæri. í tölu þessari Ijet hann í ljós gleði sína og ánægju yfir því, að fá tækifæri til að taka við svo tignum, menntuðum og ágæt- um gesti, og von sína um það, að herra Dove myndi gera sjer látlausu húsakynnin hans að góðu. Ókunni maðurinn svaraði með annari tölu á á- gætri latnesku, og með jafnmiklu málskrúði; aðalefni hennar vat' það, að hann teldi sig lánsaman, að hafa fundið slíkan húsráðanda hjer in ultima Thule og að hann skyldi aldrei gleyma góðvild þoirri, sem honum væri sýnd með þessutn viðtökum. Skipstjórinn hafði staðið þegjandi meðan á ræð- um þeirra stóð, en nú gaf hann sig aftui' á tal við þá. Hann kvaðst ætla að senda mann síðar um daginn upp að Ingjaldshóli með koffort herra Doves; hann gæti þá sjálfur fylgst með, ef hann vildi. En prest- urinn, sem var glaður eins og barn yfir þessu her- fangi sínu, þorði ekki að sleppa hendinni af því; hann stakk þess vegna upp á því, að þeir yrðu þegar sam- ferða heim að prestsetrinu. Ókunni maðurinn þóttist auðvitað ekki gota skorast undan svo kurteislegu boði, og lagði þess vegna af stað með prestinum. Eftir því sem þeir komu lengra upp frá sjónum, sáu þeir í hásuðri meira og meira af hinum tignar- lega Snæfellsjökli, sem reyndar hefir nokkuð óhreinan blæ, þegar horft er á hann frá þeirri hliðinni. Herra Dove varð ákaflega hrifinn af þessari sjón, og minnt- ist á það við förunaut sinn. En síra Jón var bæði orðinn svo vanur útsýninu, og ól líka svo rótgróna fyrirlitningu fyrir öllu, er umhverfis hann var á þess- um „útlegðarstað" hans, að hann skildi 'auðsæilega ekki, hvað ókunni maðurinn var að tala um. Loks- ins komust þeir heim að Ingjaldshóli. Síra Jón bénti ókunna manninum á bæinn, er var býsna fátæklegur, akaði sjer og sagði með raunalegu brosi, að þetta væri nú heimilið sitt. ¦ Svo bað hann herra Dove, að gera svo'vel að ganga inn. Þegar þeir voru kbmnir inn í baðstofuna, bað síra Jón gest sinn að fá sjer sæti, og .sagðist verða að fara, til þess að útvega þeim eitthvað að borða. En í raun og veru fór hann til þess að hitta Þorbjörn gamla, og tala við hann. - 141 — 142

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.