Haukur - 01.01.1902, Blaðsíða 3

Haukur - 01.01.1902, Blaðsíða 3
AUGLÝSINGABLAÐ HAUKS 3 Aller’s illustr. tJlonvcrsa tionsla RsiRcn óskast til kaups. Ritstjóri vísar á. rrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr^ r r r r r r r r r Vasaúr!!! Ljósmyndavjelar!! Fónógraffar! A A r Iæt jeg þessa muni ekki, en hver maður getur ^ tfengið þá fyrir 1—3 krónur. Notið þetta sjald- r gæfa tækifæri, og skriflð eftir verðlista, er sendist ^ ^ ókeypis. P Paul Barth & Go. p Berlin S. 58. A <AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAa A A ÁSKORUN. Að gefnu tilefni er hjer með enn einu sinni skor- ^ á þá, sem hafa borgað hr. bakara F. Thordarson a ísaflrði eitthvað af andvirði „Hauks" eða annars kess, er jegjhefl geflð ut, — að lata núg vita sem aUra fyrst, hve mikið þeir hafa borgað honum, og Ýrir hvað sú borgun heflr verið. ><xxxxxxxxxxx: fxxxxxx Meginatriði heilsufræðinnar ^Qitir einkar þarfleg bók, sem byrjuð er að koma út 1 »Hauk hinum unga“. Hún er eftir norskan höfund, Utne yflrkennara. Bók þessi var fyrst gefln út vrir io árum (1891), en síðan hafa verið prentuð 44 ^und eintök af henni, og jafnvel þótt hún þætti ^6gar bera af flestum samkynja ritum, heflr þó síðasta utgáfan (sem hjer verður að mestu leyti farið eftir) v«rið töluvert aukin og endurbætt. Hún er nú kennd 1 flestum skólum í Noregi (unglingaskólum, alþýðuskól- Uttl og kennaraskólum), og þykir auk þess einhver bezta og þarfasta alþýðubók. Hjer er ofurlítið sýnishorn af því, hvað norsku ^6^in sögðu um fyrstu útgáfu hennar: „Vjer óskum höfundinum og þó einkum lesendunum til hamingju með þetta ágæta kver. Það gefur oss stutt og auðskilið yflrlit yfir bygg- ingu mannlegs líkama, og segir oss, hvað vjer eigum að gora og hvað vjer verðum að varast, til þess að líffærin geti starfað á oðlilegan hátt. Allar lýsingar eru stuttar og gagnorðar, og minni lesendanna er hvergi íþyngt með ónauðsynlegum úpptalningum eða orðalengingum. Vjer ráðum hvorjurn húsföður og hverri húsmóður, senr hefir opin augun fyrir því, að heilbrigð sál í heilbrigð- um líkama er hin bezta hnoss í þessu lífi — að fá sjer bók þessa, lesa hana, og gera það, sem þau geta til þea», að innræta börnum sínum mikilvægi þess, að varðveita heilsuna . . . .* („ Sundhedsbladet “.) „Bókin er ekki einungis góð skóiabók, heldur er hún líka einkar gagnleg fyrir hvert einasta heimili, því að í henni eru svo margar reglur fyrir því, hvernig eigi að varðveita heilsuna, og svo mikilvæg og margvísleg fræðsla um ýmislegt, er þar að lýtur, að hún myndi án efa stuðla mjög að því, að bægja burt veikindum og öðru líkamlegu böli, ef hún íengi almenna inngöngu á heimilin, og yrði lesin með athygli . . .“ („ Adressebladet “.) „Vjer viljum sjerstaklega vekja athyglí al- þýðuskólakennara vorra og skóla-yfirvalda á þessu auðskilda og alþýðlega kvori. í þvi er allt, það, sem nauðsynlegast er að vita um „líkama vorn og heilsu vora“. og frá þessum fróðleik er sagt á þann hátt, að það hlýtur að vekja umhugsun tnanna öldungis ósjálfrátt . . .“ („Dagsposten".) Útgefandi „Hauks hins unga“ heflr verið hvattur til þess, að taka bók þessa upp í blaðið, til þess að sem allra flestum geti gefizt kostur á að lesa hana, og hagnýta sjer bendingar hennar, og vonar hann, að alþýða manna taki henni fegins hendi, því að það á hún í sannleika skilið. Framan til i bókinn er aðallega lýsing á likama mannsins og störfum liffæranna, og er það nauðsyn- legur inngangur leskaflanna, eða hinnar eiginlegu heilsufræði, því að sá, sem þekkir ekki líkama sinn, skilur ekki heldur, hvers vegna hann þarf að lifa samkvæmt kenningum heilsufræðinnar, hvers vegna hann þarf að gera þetta og þetta, og hvers vegna hann verður að varast það og það. Til þess að gefa lesendunum hugmynd um efni bókarinnar, setjuni vjer hjer iista yfir helztu kafla hennar: Inngangur. Beinin. Vöðvarnir. Næringin. Kirtl- arnir. Meltingin og meltingarfærin. Blóðrásin. Sam- setning blóðsins. Sogæðavökvinn. Loftið í kringum oss. Andardrátturinn. Taugakerfið. Taugahnútar. Húðin og umhirðing hennar. Hárið og orsakir þess að það losnar. Skynjunarfærin. Fjarsýni og nærsýni. Litblindni. Varðveizla sjónarinnnar. Eyrað. Umhirð- ing eyrans. Ilman, smekkur og tilflnning. Fæðan. Meðferð fæðunnar. Máltiðirnar. Munaðarvörurnar. Áfengir drykkir. Skaðsemi áfengra drykkja. Tóbak- ið og ofnautn þess. Híbýli vor. Fatnaður vor. Skórnir vorir. Skaðsemi „lífstykkisins*. Næm veik- indi. Óþrifnaður og afleiðingar hans. Hörundskvillar. Slys. — í bókinni eru milli 40 og 50 myndir til skýringar. Til þess að eyða sem minnstu rúmi frá sögum og annnri skemmtun, sem er og verður aðalefni „Hauks hins unga,“, koma að eins 1—2 bls. af heilsufræðinni í hvert skifti.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.