Haukur - 01.03.1902, Blaðsíða 1

Haukur - 01.03.1902, Blaðsíða 1
Hver var morðinginn? Frakkneak leynilögreglu-saga, eftir Emile Gaboriau. (Framli.). „Hún er víst þarna inni, eða er ekki svo?" spurði de Commarin. „Jií, herra minn", svaraði gamii hermaðui'inn hrottalega. Hefði öðru vísi staðið á, myndi greiflnn hafa tekið eftir tóninum i svari herforingjans, og átalið hann fyrir ókurteisina. En rm leit hann ekki einu sinni upp. Hann var alveg utan við sig. Lá hún ekki þarna inni, svo að segja alveg hjá honum? Hann hugsaði utn liðna tímann. Honum fannst svo stutt, svo ákaflega stutt, frá því hann skildi síðast við hana, rjett eins og það hefði verið í gær. „.Teg vildi giarnan fá að tala við hana", mælti greiflnn skjáifraddaðiir. „Það er ómögulegt", svaraði ganiii hermaðurinn. „Hvers vegna?" stamaði greifiun út úr sjer. „Þjer gætuð að minnsta kosti lofað henni að deyja í friði", svaraði herforinginn. Greifinn hðrfaði aftur á bak, eins og honum hefði verið geflð utan undir. Honum varð ósjálfrátt litið í augu herforingjans, er starði á hann, en hann leit þeg- ar undan aftur, og stóð svo niðurlútur, eins og glæpa- maður frammi fyrir dómara sínum. „Það er ekkert því til fyrirstöðu, að greiflnn geti fengið að fara inn til maddömu Gerdy", mælti læknir- inn, sem ekki hafði tekið eftir þessu siðasta atviki. „Að líkindum verður hún ekkert vör við það, þótt hann komi inn til hennar". „Nei, hún verður ekkert áskynja um það", sagði presturinn. „Jeg talaði áðan við hana, og hjelt í höndina á henni, en hún var alveg meðvitundarlaus". Gamli herforinginn hugsaði sig vandlega um. „Farið þjer inn", mælti hann að lokum við greif- ann. „Máske verður það til góðs". Greiflnn reikaði, svo að læknirinn bauðst til að styðja hann. En hann bandaði honum frá sjer. Lækn- irinn og presturinn fóru inn með honum. Claire og herforinginn námu staðar við dyrnar, andspænis rúm- inu. Greiflnn gekk þrjd eða fjögur skref inn fyrir dymar, en þar varð hann að nema staðar. Hann vildi fara lengra, en hann gat það ekki. Gat það átt sjer stað, að þessi kona, sem lá þarna á bana- sænginni, væri Valerie? Hann virti hana fyrir sjer og hugsaði sig vandlega um. Andlitið var svo fyrir- gengilegt, fölt og visið, að því svipaði ekkert til hinn- ar yndisfögru, elskuðu stúlku, sem hann hafði þekkt á yngri árum sínum. En hún þekkti hann, eða rjettara sagt, hún fann það á sjer, að hann var viðstaddur. Hún fjekk allt í einu einhvern óeðlilegan styrk- leika, og settist upp, löðrandi í svita, reif klakapok- ann af höfðinu á sjer og hrópaði: „Guy, Guy!" Greiflnn skalf eins og hrísla. Hann virtist alls ekki hafa tekið eftir því, er hin öll urðu sem steini lostin við, — breytingu þeirri, er varð á sjúklingnum. Svipur hennar varð allt í einu fjöiiegur, himneskur gleðiblær breiddi sig yfir ásjónu hennar, og augun, sem voru döpur og sokkin af veikindunum, ljómuðu nú af ósegjanlegri ástúð og blíðu. „Guy", mælti hún, „loksins ertu þá kominn. Hvað jeg hefl beðið lengi eftir pjei-. Þú getur víst ekki hugsað þjer, hvað jeg hefl kvalizt vegna fjarveru þinnar. Jeg væri fyrir löngu komin í gröfina af sorg og harmi, ef jeg hefði ekki ávallt verið að vonast eft- ir að fá að sjá þig aftur. Hver heflr aftrað þjer frá því að finna mig? Foreldrar þínir enn þá einu sinni, eða hvað? Hvað þau geta verið hörð við okkur. Sagðir þú þeim ekki, að enginn gæti elskað þig heit- ara en jeg? En það var víst ekki það; nú man jeg það. Þú varst víst reiður, þegar þú skildir við mig. Vinir þínir vildu skilja okkur að; þeir sögðu þjer, að jeg væri þjer ótrú, að jeg væri að draga mig eftir öðrum. Hvað hefl jeg gert til þess, að útvega mjer slíka óvini? Hverja hefl jeg móðgað? Þeir öfunduðu mig af hamingju minni, og við vorum líka sannarlega sæl og hamingjusöm. En þú trúðir ekki þessum ótta- lega rógburði þeirra, þú mazt hann að engu, því að nú ertu aftur kominn til mín". Nunnan, sem hafði staðið upp, þegar hún sá svona marga gesti komna inn í herbergið, flennti upp augun og horfði steinhissa á sjúklinginn. „Jeg — að vera þjer ótrú!" hjelt maddama Gerdy áfram; „því myndi enginn óvitlaus maður trúa. Er jeg ekki þín — þín af hjarta og sál? Þú ert mjer meira verður en allt annað, og engu — alls engu gat jeg búizt við eða vonazt eftir af öðrum, sem þú hefir ekki þegar veitt mjer. Hefl jeg ekki ætíð verið þín, þín og einskis annars, frá því fyrst er við kynntumst? Jeg hikaði ekki við, að gefa mig að öllu þjer á vald, því að jeg fann það, að jeg var sköpuð fyrir þig, sköp- uð til að lifa með þjer, Guy, manstu eftir því? Jeg vann í kniplaverksmiðju, og hafði ekki meira kaup en svo, að jeg að eins gat lifað af því. Þú sagðir mjer, að þú værir fátækur stúdent, og jeg hjelt, að þú legð- ir allt í sölurnar fyrir mig. Þú vildir um fram allt að við tækjum á leigu handa okkur oímiítið herbergi við „Quai Saint Michel". Það var laglegt þar, þegar við höfðum skreytt allt herbergið innan með blómum. Hvað það gat verið yndislegt. Út um giuggann sáum við stóru trjen í Tuiileri-garðinum, og ef við teygðum okkur ofurlitið út um gluggann, gátum við sjeð sóiina renna undir brúarhvelfingarnar. 0, þá var sælt að lifa. í fyrsta skifti, sem við fórum bæði saman út í sveit, það var á sunnudegi, gafst þú mjer ljómandi fallegan búning, og svo yndislega og netta skó, að jeg var hálf-feimin að láta sjá mig á- þeim. En þú haið- ir gabbað mig. Þú varst ekki fátækur stúdent, eins HAUKUK HINN UNGI 1901—1902, 19.—21.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.