Haukur - 01.03.1902, Blaðsíða 2

Haukur - 01.03.1902, Blaðsíða 2
HVBE VAE MOBBINGINN? og þú sagðir. — Einu sinni þegar jeg kom heim frá vinnu minni, rakst jeg á þig á götunni, þar sem þú ókst í ákaflega glæsilegum vagni, og hafðir borðalagð- an þjón fyrir ökumann. Jeg trúði naumast mínum eigin augum. — Sama kvöldið sagðir þú mjer eins og var — að þú varst stórauðugur aðalsmaður. Æ, elskan mín góða, hvers vegna fórstu að segja mjer frá því?“ Var hún með öllu ráði, eða var þetta eintómt óráð? Tárin runnu eins og lækir ofan eftir kinnum greifans, og læknirinn og presturinn komust við af því, að sjá þennan gamla mann gráta eins og barn. Um langan tima hafði greifinn haldið, að hjarta hans væri „dautt og dofið“, en nú hafði þessi rödd allt i einu vakið að nýju sterkustu og blíðustu til- finningar æsku hans. BSvo fluttum við okkur burt.úr Quai Saint Michel“, mælti madama Gerdy enn fremur. „Þú vildir það, og jeg hlýddi þjer, þótt jeg væri býsna kvíðafulJ. Þú sagðir við mig, að jeg yrði að vera skartkona mikil, til þess að þjer gæti geðjazt enn þá betur að mjer. fú útvegaðir mjer kennara, því að jeg var svo illa að mjer, að jeg vissi naumast, hvernig jeg átti að skrifa nafnið mitt. Manstu, hvað stafsetningin var af- káraleg á fyrsta brjefinu, sem jeg skrifaði þjer? Æ, Guy minn góður, bara að þú hefðir aldrei verið annað, en fátækur stúdent. fegar jeg fjekk vitneskju um, að þú varst svona óttalega ríkur, missti jeg allan bernsku- blæ, tilgerðarleysið, hugsunarleysið og glaðværðina. Jeg varð hrædd um það, að þú myndir halda að jeg væri fíkinn í auð þinn, að þu myndir óttast, að auð- æfi þín hefðu áhrif á ást mína. Menn, sem eiga margar miljónir, eins og þú, hljóta að vera mjög ó- lánsamir, því að þeir hljóta ætíð að efast um allt og tortryggja alla. Þeir eru ætíð í vafa um það, hvort það eru þeir sjálfir, eða auðæfi þeirra, sem hafa vald- ið ástinni á þeim, og þessi óttalega óvissa gerir þá tortryggna, afbrýðissama og grimmúðuga. Æ, elskan mín, hvers vegna vorum við ekki kyr í litla, yndislega herberginu okkar? Þar vorum við þó svo sæl og hamingjusöm. Hvers vegna Ijeztu mig ekki vera kyrra þar sem þú fannst mig fyrst? Vissir þú ekki, að það skapraunar mönnum að vita aðra hamingju- sama? Hefðum við verið hyggin, þá hefðum við leynt hamingju okkar eins og einhverjum glæp. Þú hjelzt, að þú gætir hafið mig á hærra stig, en þú sökktir mjer bara enn þá dýpra. fú. varst hreykinn af ást okkar; þú talaðir um hana við hvern þann, er hlusta vildi á þig......Jeg grátbændi þig um, að láta mín hvergi getið, en það var árangurslaust. Áður en langt um leið var það á hvers manns vitorði, að jeg var lagskona þín. Allir töluðu um peninga þá,‘ er þú eyddir mín vegna. Hvað jeg blygðaðist mín fyrir alla þá gegndarlausu viðhöfn, sem þú hlóðst í kringum mig. Þú varst ánægður, af því að allir dáðust að fegurð minni. Jeg grjet, vegna þess að svívirðing mín var öllum kunn. Stóð ekki nafnið mitt í blöðunum? Og í þessum sömu blöðum las jeg svo, að þú ætlaðir að gifta þig. Ólánsauminginn jeg; jeg hefði átt að flýja burt frá þjer, en mig skorti áræði til þess. Jeg tók þessu með þolgæði og ró, og ljet strauminn bera mig út í hina mestu lægingu og smán, sem hægt er að hugsa sjer. Þú giftist, og jeg hjelt áfrani' að vera lagskona þín. Hvað jeg tók út daginn sem þú giftist. Hvílíkur hörmungadagur. Jeg var einsömul í her- berginu mínu, þar sem allt minnti mig á þig, og þú varst að gifta þig annari! Jeg sagði við sjálfa mig: „Nú á þessari stundu gefur óspjölluð, göfug yngismær sig honum á vald“, og „hvílíkan eið vinnur nú munn- ur sá, er svo oft og innilega hefir kysst varirmínar!" Oft hefi jeg, síðan þetta ólán dundi yfir mig, spurt forsjónina, hvaða glæp jeg hefði framið, sera jeg vej ð- skuldaði svona þunga hegningu fyrir. f’etta var glæp- urinn: Jeg hjelt áfram að vera hjákona þín, og kon- an þín dó. Jeg sá hana að eins einu sinni, og þá tæplega eina mínútu, en hún leit á þig, og jeg sá, að hún elskaði þig — elskaði þig eins og engum var auð- ið, nema mjei'. Æ, Guy minn góður, það var ást okkar, sem drap hana“: Sún þagnaði allt í einu, örmagna af þreytu, en áheyrendurnir ljetu ekkert á sjer bæva. Þeir biðu þess með óþreyju, að hún hjeldi áfram. Ungfrú d’Ar- lange hafði ekki haft þrek til þess að sitja upprjett; hún lá á hnjánum, og hjelt vasaklútnum fyrir munn- inum, til þess að draga úr gráthljóðinu. Var kona þessi ekki móðir Alberts? Þetta hafði fengið mjög á alla — nema nunn- una. Hún hafði sjeð svo marga sjúklinga með óráði áður. „Hvað menn geta verið einfaldir, að vera að hlusta á það, hvað svona ringlaður vesalingur er að þvaðra um“, tautaði hún við sjálfa sig. Hún hugði sjálfa sig svo miklu hyggnari, heldur en hina, fór því yfir að rúminu, og tók að hagræða rúmfötunum. „Svona nú, frú mín góð“, mælti hún, „nú verðið þjer að fara varlega, því að annars getur slegið að yður“. „í guðanna bænum þegið þjer“, greip gamli her- foringinn fram í fyrir benni. „Hver sagði, að jeg væri þjer ótrú?“ mælti sjúka konan enn fremur, og hafði auðsæilega enga hugmynd um það, hvað gerðist í kringum hana. „Hverjir voru svo ósvífnir, að ljúga því á mig? Þeir gerðu út. njósn- ara, til þess að hafa gát á mjer, fúlmennin þessi; þeir komust að því, að herforingi einn heimsótti mig iðu- lega, en þessi herforingi var — bróðir minn, rninn góði og elskulegi Louis. Þegar liann var átján ára að aldi'i, ljet hann ginna sig í heiþjónustu, með því að hann gat enga atvinnnu fengið, og sagði móður okkar, að hann gerði það til þess að hún hefði ein- um munninum færra, er hún þyrfti að mata. Hann var góður dáti, og herforingjum hans þótti vænt um hann. Hann komst fljótlega til metorða, og varð að lokum majór. Louis elskaði mig ætíð. Hefði hann ávallt verið kyr hjerna í París, þá hefði þetta aldrei komið fyrir mig; þá hefði jeg aldrei hrasað svona. En móðir okkar dó, og þá var jeg einmana og verndar- laus í þessari stóru borg. Þegar bróðir minn fjekk fyrst vitneskju um það, að jeg væri orðin ástkona einhvers heldri manns, var hann herforingi án fastra launa; og hann varð svo hamslaus af bræði, að jeg hjelt, að hann myndi aldrei fyrirgefa mjer. En hann fyrirgaf mjer samt, og sagði, að skyldurækt mín í þessu niðurlægingarstandi væri mín eina afsökun. Æ, vinur minn, hann var hörundssárari, að því er sæmd mína og mannorð snerti, heldur en þú. Hann va.rð að hoimsækja mig á laun, því að nú var jeg búin að fara þannig að ráði mínu, að hann lúaut að skamm- _ 147 _ — 148 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.