Haukur - 01.03.1902, Blaðsíða 3

Haukur - 01.03.1902, Blaðsíða 3
HVER VAR MORÐINtilNN ? ast sín fyrir systur sína. Jeg hafði orðið að strengja þess heit, að minnast aldrei á hann, nefna aldrei nafn hans. Hvernig átti heiðvirður hermaður að vilja vera. kunnur að því, að eiga frillu vellauðugs greifa fyrir systur? Jeg viðhafði alla varúð, til þess að menn skyldu ekki komast að þvi, að bróðir minn heimsótti mig, en afleiðingarnar urðu þvi miður þær, að þú fjekkst grun ttm, að jeg væri þjer ótrú. í*egar Louis koinst. að þvi, hvað sagt var um mig, ætlaði hann i bræði sinni að skora þig a hólm, og þá var jeg neydd tii að telja honum trú um það, að hann hefði engan rjett til þess að verja mig. — — Hvílik eymd, hvíhk vesalmennska og hvílíkar hörmungar. — fessi stolna ástarsæla hefir orðið mjer æði dýrkeypt, en nú ert þú hjer, og þá er allt gleymt og gott — — því að þú trúir mjer, eða er ekki svo, Guy? Jeg ætla að skrifa honum Louis; hann mun þá koma, og segja þjer, að það sje allt satt, sem jeg segi, og þú getur þó ekki efazt um, að hann, hermaðurinn, segi eins og er“. „Já, það sein systir mín segir, er satt og rjett - þar legg jeg við drengskap minh“, rnælti gamli her- foringinn. Sjúka konan heyrði ekki til bróður síns, og vissi ekkert um návist hans. Hún hjelt áfram með veikri röddu: „Hvað mjer hefir Ijett við návist þína, Guy! Jeg finn það, að jeg er miklu hressari nú. .Teg hefi satt að segja verið ákaflega veik. Jeg er hrædd um, að jeg sje ekki neitt átakanlega falleg núna, en þú verð- ur nú að kyssa mig samt sem áður“. Hún breiddi út faðminn og teygði fram varirnar til þess að kyssa hann. „En það er að eins með einu skilyrði, Guy“, mælti hún enn fremur, „sem sje því, að þú skilir mjer . barninu mínu. Jeg bið þig, jeg grátbæni þig um það, að taka hann ekkifrámjer; láttu mig fá hann. Hvað er móðir án barns síns? Jeg veit, að þú vilt gjarn- an veita honum tignarnafn þift og lát.a hann verða aðnjótandi allra þinna afskaplegu auðæfa. Nei, þú seg- ir mjer, að þetta sje honuin fyiir beztu. Nei. Mitt barn er mitt; jeg vil hafa það. Heimurinn hefir enga tign að bjóða, engin auðæh, sem geti komið í stað móðurástarinnar, og orðið barninu jafn holl. Þú vilt, afhenda mjer barn hinnar konunnar i staðinn. Aldrei, aldrei! Hvað — þú vilt, að konan sú vefji barnið rnitt að sínu brjósti. í’að er óhugsandi. Taktu þetta ókunna barn frá mjer; jeg heti andstyggð á því; jeg vil hafa mitt eigið barn. Vertu ekki svona þrár og þver, — nei, ekki að vera reiður við mig — t'arðu ekki frá mjer. Hættu við þessa óttalegu fyrirætlun þína, Guy, gleymdu henni. Það er glæpur að hugsa sjer það, hvað þá að framkvæma það. Geta ekki bænir mínar, tár mín, getur ekkert hrærfc þig til með- aumkunar, og fengið þig til að breyta áformi þínu? Gott og vel, sá dagur mun koma, er börn þessi munu krefjast ítarlegrar fræðslu um ætt sína; þá kemur allt í ljós. í’á koma skuldadagarnir, óttalegir, voða- legir. Guy, jeg sje fram í ókomna tímann; jeg sje son minn koma til mín, þrútinn af eðlilegri reiði. Hvað er það, sem hann segir? Æ, brjefin okkar, brjefln okkar, dýrmætu minjarnar um ást okkar og sælu! Sonur minn ógnar mjer. Hann ber mig! Sonurinn ber móður sína! Góði, segðu samt engum frá því. Hvílík pynding! Og þó veit hann vel, að jeg er ekki móðir hans. Hanu segir, að hann trúi mjer ekki. Guy minn góður, fyrirgefðu mjer, eini vinurinn minn. Jeg hefi hvorki magn til þess að veita þjer viðnám, nje hugrekki til þess að hlýða þjer“. í þessum svifum var dyrunum lokið upp, og Nóel kom inn, fölur, eins og hann var vanur, en rólegur og stilltur. Konan leit á hann, og kipptist við er hún sá hann, eins og hún hefði orðið fyrir áhrifum af sterkum rafmagnsstraumi. Óttalegur titringur fór um hana alla; augun urðu óvenjulega stór, og hárin risu á höfðinu á henni. Hún settist upp 1 ruminu hjálparlaust, benti í áttina þangað, sem Nóel var, og hrópaði hárri röddu: „Morðingi!" Hún fjekk krampaflog, og hneig altur á bak á koddann. Þeir, sem við voru staddir, þyrptust að henni, en hún var þá látin. Allir, sem við voru, höfðu viknað mjög af því, að horfa á þessa sáru hryggðarsjón, og heyra hin síðustu orð þessarar deyjandi konu. En enginn vaið neitt sjerstaklega hissa á því, að heyra hið síðasta andlátsorð hennar, orðið „morðingi“. AUir, að nunn- unni einni uudan skilinni, vissu um glæpinn óttalega, er Albert hafði verið sakaður um. Veslings móðirin hlaut að hafa átt við hann. Nóel virtist alveg yfir- bugaður af harmi. Hann íleygði sjer á hnje við banabeð konu þeirrar, er ætíð hafði gengið honum í móður stað, tók hönd hennar og þrýsti henni að vörum sjer. „Látin!“ tautaði hann við sjálfan sig; „hún er látin! “ Gamli greifinn hallaðist aftur að stólbakinu, og var enn þá fölari og likari ná, heldur en konan, gamla ástkonan hans, sem hafði verið svo forkunnar- fögur sýnum. Claire og læknirinn skunduðu til hans; þau tóku af honum hálsknýtið og flibbann, með því að honum iá við köfnun. Með aðstoð gamla her- mannsins fluttu þau stólinn, með greifanum á, út að glugganum, og opnuðu gluggann, til þess að greifinn gæti andað að sjer hreinu og óskemmdu lofti. Allt í einu tók hann að gráta. „Það var gott, að hann gat grátið", hvíslaði læknirinn að Claire. „Tárin hafa bjargað lífi hans“. Greifinn náði sjer smám saman aftur, en að sarna skapi sem hugsanir hans urðu Ijósari, varð harmur hans einnig átakanlegri. Hann starði sí og æ á líkið i rúminu. Þetta var þa allt og sumt, sem eftir var af ástkonunni hans. Bróðir maddömu Gerdy kenndi í brjósti um gamla manninn, er hafði orðið fyrir svo mikilM mæðu og raun þessa síðustu daga. Hamr rjetti fram höndina. „Systir rnín hefir fyrir löngu fyrirgefið yður allt, hr. de Commarin", mælti liann sorgbitinn. „Nú er röðin komin að mjer; jeg fyrirgef yður af heilurn hug“. „l’akka yður fyrir“, stamaði greifinn út úr sjer. Og svo bætti hann við í hálfum hljóðunr: „Hvílíkur dauðdagi, og hvílík dauðastund!" „Já“, mælti Claire, „hún andaðist þeirrar skoð- unar, að sonur hennar væri sekur unr glæpinn. Og við getum ekki lengur sannfært hana um það gagn- stæða“. — 149 — — 150

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.