Haukur - 01.03.1902, Blaðsíða 4

Haukur - 01.03.1902, Blaðsíða 4
HVER var morbingifn ? „Að minnsta kosti ætti sonur hennar að fá lausn til þess, að gráta yfir moldum hennar — minna má það ekki vera“, mælti greifinn. „Jeg hefi lofað að frelsa hann, faðir minn“, gall Nóel fram í. Þau ungfrú d’Arlange og Nóel stóðu nú í fyrsta skifti hvort frammi fyrir öðru. Peim varð litið hvoru á annað, og það var auðsjeð á augnaráði hennar, að hún fjekk þegar háifgerða andstyggð á honum. Mála- flutningsmaðurinn tók eftir því. „Albert er þegar úr allri hættu“, mælti hún þótta- lega. „Við krefjumst að eins þess, sem er rjettlátt og sanngjarnt, að hann sje þegar látinn laus. Dóm- aranum er nú kunnugt um sannleikann". „Sannleikann — hvað eigið þjer við?“ spurði málaflutningsmaðurinn. „Albert var heima hjá mjer, og sat á tali við mig, kvöld það, sem glæpurinn var framinn“. Nóel horfði forviða á hana. Og það var eðlilegt, að hann furðaði sig á því, að heyra slíka játningu án frekari skýringar af vörum ungrar stúlku. Hún skildi það, og starði iitla stund á hann með þóttasvip. „Jeg er ungfrú d’Arlange“, mælti hún svo. Gamli greifinn skýrði nú í stuttu máli frá öllum þeim smáatriðum, er Claire hafði frætt hann um. Þegar hann hafði lokið máli sínu mælti Nóel: „Já, eins og högum mínum er nú háttað, skai jeg á morgun--------“ „Á morgun?" greip greifinn fram í fyrir honum, „mjer heyrðist þú segja „á morgun". Það er siðferð- isleg skylda okkar, að starfa þegar i dag, nú þegar á þessari stundu. Þú getur miklu betur látið ást þína til veslings konunnar í ljós með því að losa son hennar úr varðhaldinu, heldur en með því að vera að biðja fyrir henni“. „Að heyra ósk þína, er sama sem að hlýða", svaraði hann. „Jeg fer. Jeg skal koAa heim tii þín í kvöld, og skýra þjer frá því, hverju jeg heíi fengið á- orkað. Máske verð jeg svo lánsamur, að geta komið með Albert með mjer“. Að svo mælu vafði hann líkið aftur örmum og fór svo út. Litlu síðar fóru þau, gamli greífinn og ungfrú d’Arlange. Gamli herforinginn fór til borgar- stjórans, til þess að tilkynna látið. Nunnan varð ein- sömul eftir, til þess að vaka yfir líkinu. ^jöííi Ifopíluli. Þegar ungfrú d’Arlange var farin út frá Daburon rannsóknardómara, sat hann fyrst litla stund kyr, og vissi ekki hvað hann átti að hugsa eftir fræðslu þá, er hún hafði veitt honum. Svo stóð hann upp, og ætaði inn í skrifstofu sína, en í ganginum rak hann sig allt í oinu á Tabaret gamla leyniiögreglumann. Honum þótti vænt um að hitta hann, og ávarpaði hann þess vegna með nafni. En gamli maðurinn var auðsæiiega á hraðri ferð, og vildi helzt ekki láta tefja sig. „Þjer verðið að afsaka", mælti hann og hneigði sig, „en það er beðið eftir mjer heitna". „Jeg vona samt sem áður —- —„ — 151 — „Já, hann er saklaus“, greip Tabarot fram í. „Jeg hefi þegar margar sannanir fyri'r því. Og áður en þrír dagar eru liðnir — en þjer ætlið víst að fara að tala við manninn hans Gevrols, þann með eymahringana, Hann er skolli slunginn, hann Gevrol; jeg hafði skakka skoðun á honum“. Og án þess að bíða eftir svari, þaut hann eins og örskot ofan stigann og eitthvað út í buskann. Daburon hafði ekki búizt við þessu. Hann stóð litla stund kyr og horfði eftir Tabaret gamla. Svo hjelt hann áfram leið sína. Albert sat á bekk einum fyrir utan skrifstofudyrn- ar, og beið eftir dómaranum. Lögregluþjónn stóð hjá honum, og gætti hans. „Það verður undir eins kallað á yður“, mælti dómarinn við Albert, um leið og hann fór inn. Inni í skrifstofunni stóð Constant skrifari, og tal- aði við smávaxinn mann, fölleitan og skinhoraðan. Eftir klæðaburðinum að dæma, hefði maður þessi vel getað verið efnaður borgari frá Batignolles, en gyilta hálsknýtisnálin hans benti á, að þetta myndi vera leynilögreglumaður. „Pjer hafið víst fengið brjefið frá mjer? spurði Daburon. „Jeg hefi gert það, sem þjer lögðuð fyrir mig. Fanginn bíður hjerna fyrir utan dyrnar, og hjerna er Martin leynilögreglumaður, sem í þessum svifum var að koma úr sínum leiðangri“. „Það er gott“, mælti dómarinn ánægður. Því næst sneri hann sjer að leynilögreglumanninum og spurði: „Nú-nú, Martin, hvers hafið þjer orðið vísari?" „Pað hefir verið klifrað yfir múigirðinguna". „Nýskeð?" „Fyrir svo sem fimm eða sex dögum“. „Eruð þjer viss um það?“ „Jafn viss, eins og um það, að hann Constant þarna er að þurka af pennanum sínum“. „Greinileg merki ?“ „Svo greinilog sem nefið á andlitinu á mjer, ef jeg mætti svo að orði komast. Pjófurinn — eða jeg imynda mjer, að þetta hafi verið þjófur", mæltiMartin enn fremur— „þjófurinn hefir farið inn í garðinn, áð- ur en úrkoman byijaði, og hann hefir ekki farið það- an aftur, fyr en eftir að upp var stytt, alveg eins og þjer höfðuð hugsað yður það. Petta sjest greinilega, þegar athuguð eru merkin, þar sem klifrað hefir ver- ið upp og ofan múrinn götumegin. Merki þessi eru einkum fólgin i því, að þjófurinn hefir krafsað með löppunum í múrinn, bæði þegar hann klifraði upp og ofan. Þegar hann fór upp, hefir hann verið hreinn um fæturna, en þegar hann fór ofan aftur, hafa skórn- ir hans verið moldugir og blautir, en moldin hefir ekki runnið neitt til, og sjest á því, að rigningin hefir verið um garð gengin, þegar hann fór út úr garðinum. Bófinn hefir auðsæilega verið lipur eins og köttur, og hefir hann haft sig upp á giiðinguna með handafli. En þegar hann fór aftur út úr garðinum, hefir hann haft stiga til þess að komast upp á girðinguna, og hefir hann fleygt stiganum niður að innanverðu við múrinn, þegar hann var kominn upp. Petta sjest bæði á holunum eftir stigakjálkana í moldinni, og sömuleiðis á því, að svolítið hefir molazt úr efri brún girðingarinnar undan stiganum". „Er þetta ailt og sumt?“ spurði dómarinn. (Meira). — 152 — *

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.