Haukur - 01.03.1902, Blaðsíða 5

Haukur - 01.03.1902, Blaðsíða 5
Hvíta vofan. Amerísk frásaga. [Framh.], Eady hlustaði alveg forviða á hann. Hún vissi, að Lecour hafði verið giftur löngu áður en hann gift- ist í síðara skiftið, og að hann hafði misst konuna áður en þau höfðu verið eitt ár í hjónabandi' en að þau höfðu átt barn saman, það vissi hún ekki fyr en nú. Hún var svo st.einhissa á þessu, að hún leit út rjett eins og hún væri hálfringluð, en húsbóndi henn- ar skýrði henni frá því, að dóttir hans hefði dáið ung, og látið eítir sig munaðarlausa dóttur, sem aðrir hefðu orðið að taka að sjer, að hann hefði komið henni fyr- ir í klaustri á Frakklandi, og hefði hún fengið þar ágætt uppeldi. „Jeg veit varla, hvers vegna jeg er að segja þjer frá þessu öllu núna“, mælti hann enn fremur, „því að það er þó býsna langur t.ími enn þá, þangað til ungfrú Durand getur komið hingað. En máske er það gott, að þú fáir vitneskju um það nógu snemma, til þess að þú hafir tíma til þess, að sætta þig við til- hugsunina um það, að fá húsmóður. Jeg ímynda mjer, að hún verði ekki lengi að flækjast fyrir þjer, því að jeg kæri mig ekkert um, að gera dvöl hennar hjer svo tilfýsilega, að hún kjósi að ílengjast hjerna. Jeg veiti henni að eins leyfi til að koma, vegna þess að jeg vil ekki skuldbinda mig til að arfleiða klaustr- ið, þótt hún verði neydd til að verða nunna". „Og það er í raun og veru alvara yðar, að láta hana koma hingað til yðar ? fað er þó alveg ómögu- legt!“ ■ „Þú færð nú að sjá það, áður en margir mán- uðir eru liðnir. Hvað — hvað er þet.ta? Settu Ijósin á betri stað — burt með alla skugga hjer í herberg- inu! Þarna er það. Tvisvar sama sjónin sama kvöld- ið! Eady, hvíta vofan er komin aftur — og þarna — já — þarna er hún enn þá!“ Eady sá, að hann starði felmtsfullum augum til dyranna. Henni varð þess vegna litið þangað, og sá hún þá, að hurðin opnaðist hægt og hægt, og höfuð hjúpað hvítum dúki, gægðist varlega inn um gættina. Hún skildi þegar, að það var Pierre, maðurinn hennar, sem á þennan hátt reyndi að koma, þótt ekki væri nema höfðinu, inn í herbergið, þar sem birtan og mennirnir voru fyrir. Hann hafði kvalizt svo mjög af myrkfælni frammi á ganginum, og verið farinn að verða hræddur um, að samtal þeirra, Lecours og gömlu konunnar, ætlaði aldrei að taka enda. Þá hafði hon- um hugkvæmst það hrekkjabragð, að hnýta dúknum af bakkanum um höfuð sjer, og leika vofu þá, er húsbóndi hans var hræddastur við, án þess að hann hugsaði neitt um afleiðingarnar. Það var aumkunarverð sjón, að sjá Lecour, þenn- an þi'eklega og karlmannlega mann, standa þarna ná- fölan og skjálfandi af ótta frammi fyrir þessu au- virðilega mannskrípi. Hann fjell aftur á bak á stóln- um, baðaður köldum svita, og titraði eins og hrísla í stórviðri. „Stattu hjerna, milli mín og vofunnar, Eady“, stamaði hann út úr sér. „Stattu þarna, svo jeg sjái hana ekki, og spurðu hana, hvaða erindi hún eigi við mig“. Hann greip höndunum fyrir andlit sjer, til þess að sjá ekki vofuna, en gamla konan svaraði honum með gremjulegri röddu: „Sjáið þjer ekki, að þetta er bara fyllisvínið hann Pierre, sem ekki hefir þorað að vera lengur frammi á ganginum? Bara að þjer vilduð brjóta hvert bein í skrokknum á honum, kvikindinu því arna“. Ósk hennar virtist þegar ætla að rætast, því að húsbóndi hennar spratt upp úr sæti sínu, hamslaus af bræði, staulaðist áleiðis fram að dyrunum, og grenjaði: „Hvernig dirfist þú, að láta þessa hvítu tusku um hausinn á þjer? Hvernig dirfist þú, að taka á þig gervi vofu þeirrar, sem ofsækir mig sí og æ?“ Pierre reif dúkinn af höfði sjer, og þegar honum varð litið í glóðþrungnu, reiðulegu augun húsbóndans, og sá hendurnar, er húsbóndinn rjetti fram, til þess að grípa hann, þá gleymdi hann alveg myrkfælninni, hræðsl- unni við vofurnar og afturgöngurnar í myrkrinu úti fyrir. Hræðslan við draugana var sem ekkert í samanburði við ógn þá, er honum stóð af húsbónda sínum.. Hann fleygði dúknum á gólfið, og hljóp sem fætur toguðu út í myrkrið. Og rjett á eftir heyrðist hark rnikið úti fyrir, eins og eitthvað þungt ylti ofan stigann. Lecour nam allt i einu staðar hjá hvíta dúkn- um, hörfaði ósjálfrátt aftur á bak, og tautaði eitt- hvað í hálfum hljóðum við sjálfan sig. Svo kom hann aftur inn í herbergið, sneri sjer að Eady og mælti með bjóðandi röddu: „Farðu — lofaðu mjer að vera einsömlum. Jeg vona, að hann hafi hálsbrotið sig, asninn þessi. Sje svo, þá kallar þú á mig, svo að jeg geti hjálpað þjer að koma honum út úr húsinu". Eady kveikti í snatri á lampa, og skundaði út. Þegar hún kom ofan, rak hún sig á Pierre, er sat á neðsta þrepinu í stiganum og nuddaði hausinn. Hann hafði dottið ofan stigann, en sem betur fór hafði hann ekki meitt sig neitt að ráði. „Stattu upp, og snautaðu hjeðan, óræstis svarta kvikindið þitt“, mælti konan hans, og reyndi að reisa hann á fætur". „Æ, æ“, stundi Pierre. „Er það máske ekki nægileg ráðning, að detta öfugur ofan stigann, og brjóta hvert bein í skrokknum á sjer, þó jeg þurfi ekki þar á ofan að hlusta á bölvaðar snuprurnar úr þjer? Nú er það þó áreiðanlegt, að jeg sá hana, Eady, núna, þegar jeg hljóp eftir ganginum. „Hverja sástu?“ spurði konan hans skelkuð. „Hvítu vofuna“. Eady þreif í öxlina á honum, hristi hann allan og dró hann af stað með sjer. „Þú ert dauða-drukkinn, og hefir enga hugmynd um það, hvað þú hefir sjeð“, mælti hún. „Og að því er vofuna húsbóndans snertir, þá hefir enginn sjeð hana, nema hann sjálfur, svo að þú þarft ekkert að véra að stæra þig af sjónum eða fyrirburðum. Pú hefir ekki fremur sjeð afturgöngur, heldur en jeg“. „En jeg segi þjer alveg satt, að jeg sá hana“. „Og hvernig leit hún út?“ „Hún leit út eins og alhvítklædd kona, og var álika há, eins og frúin sáluga. Jeg held satt að segja að það hafi verið hún“. — 1B3 — — 154 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.