Haukur - 01.03.1902, Blaðsíða 7

Haukur - 01.03.1902, Blaðsíða 7
HYÍTA VOFAN. Þjer biðjið mig að nota myndugleika minn til þéss, að knýja hana til að vera kyrra hjá yður, og skriflð blátt áfram, að slíkt sje trygging fyrir því, að auður roinn renni á sínum tíma til klausturs þess, er þjer veitið forstöðu. Jeg skal trúa yður fyrir leyndar- máli einu, maddama: Auður minn er blátt áfram fólginn í lífeyri, sem jeg hefl í íasteign mikilli, er var arfur síðari konunnar minnar, I.ouise Mendon, dóttur Montreuils. Adrienne á ekkert tiikali til hennar. Lögin hjer í Louisiana eru æði ströng, að því er þetta atriði snertir, og hjer er nóg af erfingjum, sem myndu mótmæla því harðlega, ef jeg arfleiddi einhvern af minum ættingjum að eignum þessum. Jeg get arfleitt ungfrú Durand að reitum þeim, sem jeg hefl sjálfur nurlað saman, en þær renna ekki til hennar fyr en jeg er látinn. Hafið hana hjá yður, ef þjer viijið, eða látið hana fara út í buskann, ef yður þykir hún óstýrilát. Hún er nú orðin svo göm- ul, að hún ætti að geta sjeð fyrir sjer sjálf. Jafnvei þótt jeg breytti öðruvisi við hana, þá myndi dóttir Juliens Durand naumast verða mjer þakklát fyrir það, því að uppreistarandinn liggur í blóðinu, og jeg kæri mig ekkert um, að hafa hana hjá mjer sem endur- minningu um atburði, er jeg helzt af öilu vildi geta gleymt. Satt að segja óska jeg helzt, að hún verði kyr í klaustrinu. Sje þess nokkur kostur, þá fáið hana til þess, að verða nunna. Einu sinni voruð þjer gædd málsnilld mikilli og fortölulist, maddama; beitið nú þessum hæflleikum yðar. Jeg bý hjer í gömlu og fomfálegu húsi, sem ná- grannar mínir kalla „óhugnaðarborg". Jeg hefi að eins einn karl og eina keriingu í þjónustu minni, bæði hálf-vitlaus, og jeg tek aldrei móti neinum gestum. Á þessu getið þjer sjeð það sjálf, hvort ung stúlka myndi geta unáð sjer hjerna. Jeg nota pentskúfinn minn til þess að draga upp myndir af voða-viðburðum þeim, sem jeg hefl sjeð og átt þátt í, og myndasafn mitt er víst alveg einstætt, og hlyti að vekja bæði óhugð og skelfingu hjá hverj- um þeim, er fengi að lita á það. En jeg varðveiti það sem helgan dóm. Gamla blökkukerlingin mín heflr ekki einu sinni fengið að sjá sýnishorn af mynd- unum mínum, og þó stendur hún á því fastara en fótunum, að herbergi það, sem myndasafnið er í, sje fullt af illum öndum, og hún þorir aldrei að koma nálægt því, þegar farið er að skyggja á kvöldin. Fyrirgeflð maddama, hve málugur og margorður jeg er. Jeg lifi hjer svo einmana, að jeg verð að leyfa mjer að skrifa það, sem mjer býr í brjósti, til þeirrar einu mannlegu veru á jörðinni, sem dýrmæt- ar endurminningar um æsku og ást lifa enn þá um í hugskoti mínu. Er það ekki hlægilegt, maddama, að jeg, gráhærður og harðsvíraður einsetumaður, skuli vera að minnast á þennan rómantiska atburð, sem átti sjer stað meðan við bæði vorum ung og grunn- hyggin? Þjer kusuð heldur klaustrið, en ást mina, og það hefir komið á daginn, að þjer gerðuð rjett í því. Jeg kveð yður svo, abbadís i hinu helga systra- lagi, og mælist til þess, að þjer biðjið fyrir mjer. Etienne Lecour“. r ’ í’egar hann hafði iokið við brjefin, stóð hann upp, og gekk hratt fram og aftur um gólfið, til þess að reyna að bæla niður geðshræringar sínar. Hann nam hvað eftir annað staðar við borðið, og fjekk sjer í staupinu úr konjakksflösku, er stóð á borðinu. En konjakkið varð ekki til þess, að sefa skap hans, held- ur hafði það einmitt gagnstæð áhrif, og tók hann því reykjarpípu, er hjekk á veggnum, og fyllti hana með efni nokkuru, er var hjer um bil óþekkt í Evrópu á þeim dögum. Bróðir hans, er var læknir á Indlandi, hafði sent honum það, ásamt notkunarleiðarvísi. Litlu síðar þyrlaðist reykurinn til og frá um herbergið, og íyllti það með kæfandi lykt, því að það var ópíum, sem Lecour var að reykja. Þegar hann hafði reykt litia stund, t.ók augnaráð hans að verða einkennilega reiðulegt, og sjáöldrin urðu óeðliiega stór. Einhverjar draumóralegar myndir tóku að svífa til og frá fyrir augum hans; fyrst í stað voru það bjart- ar og yndisfagrar myndir, en þær viku bráðlega fyrir öðrum skuggalegri myndum, einhverjum dökkum og ægilegum ófl'eskjum. Lecour hjelt áfram að reykja í þeirri von, að björtu myndirnar kæmu aftur. En allt í einu varð honum litið á stundaklukkuna á veggnum, er auk annars sýndi hver mánaðardagur var. „Tuttugasti janúar! Tuttugasti og fyrsti í nótt!“ Hann kipptist við, svo að pípan fjell úr hendinni á honum, og datt á gólfið. Hann varð enn þá fölari en áðui, nötraði allur af óstyrk og hræðslu, og tautaði fyrir munni sjer: „Það var þennan mánaðardag, sem drottins smurði ljet líf sitt fyrir höndum grimmúðugra óvina. Svip- urinn óttalegi kemur ef til vill aftur. Hvernig gat jeg gleymt því? Eady! Pierre! Komið þið — kom- ið þið fljótt aftur, og vakið þið með mjer!“ Hann var hás af skelfingu, og þóttist eiga vist, að vofan ósýnilega kæmi þá og þegar. Hann hristist eins og strá í stórviðri, og var nær dauða en lífi af ótta. Hendur hans, kóngsmorðingjans og Jakobína- fjelagans, voru enn þá rauðar af blóði því, er hann hafði úthellt á dögum srjórnbyltingarinnar miklu, og hann gekk að því vísu, að þessi nótt hlyti að verða ósegjanleg hörmunganótt fyrir hann. Hann staulaðist fram að dyrunum, og ætlaði að reyna að flýja eftir löngu, myrku göngunum, út í kofann til svertingjanna, en hann var svo óstyrkur af hræðslunni, að hann gat ekki snúið lyklinum. Hann varð alveg hamslaus af skelfingu, og grenj- aði eins og óður maður: „Svona! Nú heyri jeg til þeirra! Svipirnir eru þegar teknir til starfa. Þeir hafa lokað mig inni, til þess að jeg skyldi ekki sleppa úr greipum þeirra. — Þei-þei! Jeg heyri fótatak niðri á ganginum. Bráðum eru þeir komnir.-------Sko — sko, nú eru þeir hjerna hjá mjer. jj’að eru svipir þeirra, sem jeg kefi drepið, og hjáipað tii að drepa. Já já, blóðugar afturgöng- urnar bera höfuðin af sjer í höndunum, og ógna mjer — þær ógna mjer. — — Þei-þei! Hvað segja þær? „Komdu, komdu; þú leiddir okkur á höggstokkinn — undir fallöxina. Komdu nú og dansaðu draugadansinn með okkur!“--------Já, jeg verð — jeg verð að hlýða, þegar þið skipið mjer“. — 157 — — 158 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.