Haukur - 01.05.1902, Blaðsíða 1

Haukur - 01.05.1902, Blaðsíða 1
(Frumh.) „Nei, ekki alveg. Af glerbroddum þeim, sem þekja girðinguna að ofan, hafa þrír verið teknir burt. Margar af bergfljettugreinunum, sem h.jengu út yfir girðinguna, voru brotnar, og á einni þeirri grein fann jeg ofurlitla ögn af skinni, sem jeg imynda mier að sje af hanzka". Dómarinn tók við skinnsneplinum. Hann var auð- sæilega af hanzka. „Þjer haflð vist gætt þess nákvæmlega, að láta ekki verða vart við þessar rannsóknir yðar?" „Auðvitað. Fyrst athugaði jeg girðinguna að utan- verðu. Því næst skildi jeg hattinn minn eftir í gest- gjafahúsi skammt frá garðinum, barði svo að dyrum hjá markgreifaftú d'Arlange, og sagðist vera þjónn hertogafrúar einnar þar í grenndinni, er væri alveg óhuggandi, vegna þess að hún hefði misst páfagaukinn sinn, páfagauk, sem hefði getað talað bæði margt og mikið, og hefði þess vegna verið eftirlætisgoð frúarinnar. Jeg fjekk leyfl til þess að leita í garðinum, og með því að jeg taiaði svo ílla, sem mjer var hægt, um þessa svokölluðu húsmóður nu'na, efaðist víst enginn um, að jeg væri í raun og veru þjónn". „Þjer eruð slunginn og duglegur maður, Martins", raælti dómarinn. „Jeg er vel ánægður með yður, og jeg skal tilkynna yfirmönnum okkar það". Hann hringdi, og var þá komið inn með Albert. „Hafið þjer nú áformað, að gefa mjer sanna og rjetta skýrslu um það, hvar þjer voruð og hvað þjer höfðust að síðastliðið þriðjudagskvöld?" spurði dómar- inn. „Það hefi jeg þegar gert", svaraði Albert. „Nei, þjer hafið ekki gert það, og þjer hafið því miður sagt ósatt". Albert roðnaði, og augu hans Ieiftruðu við þessi móðgunaryrði. „Mjer er kunnugt um allt, sem þjer gerðuð þetta tiltekna kvöld. Eins og jeg hefi sagt yður áður, er rjettvísin aldrei óvitandi um neitt, er hana skiftir nokkru". Og svo einblíndi hann í augun á Albert, og mælti seint og hægt: „Jeg hefi talað við ungfrú Claire d'Arlange". Albert varð auðsæilega hughægra, en hann svaraði engu. „Ungfrú d'Arlange hefir skýrt mjer frá þvi, hvar þjer voruð á þriðjudagskvöldið", mælti dómarinn. Albert hnykkti enn við. „Jeg er ekki að leggja neina snöru fyrir yður, það sver jeg við drengskap minn", bætti Daburon við. „Hún hefir satg mjer frá öllu saman, skiljið þjerþað?" Nú rjeð Albert loksins af, að segja allt eins og var, og framburður hans var alveg samhljóða þvi, sem Claire hafði skýrt frá. Hjer var því ekki nema um tvennt að ræða, annaðhvort hlaut Albert að vera saklaus, eða Claire var samsek honum. H y e r v a r mo:rðinginn? Frakknesk leynilögreglu-saga, eftir Emile Gaboriau. M&t&Í. Gat hún verið viljandi samsek honum um svona óttalegan glæp? Nei, það var ómögulegt að gruna hana um það. En hver var þá morðinginn? „Sjáið þjer nú til", mælti dómarinn hörkulega, „þjer haflð leikið á mig. Þjer lögðuð líf yðar í hættu, og — það sem líka er rangt og ólöglegt — þjer ætl- uðuð að fá mig, þier ætluðuð að fá réttvísina til þess, að gera sig seka um hörmulegan misgáning. Hvers vegna sögðuð þjer mjer ekki sannleikann undir eins?" „Ungfrú d'Arlange treysti sómatilfinningu minni, þegar hiin leyfði mjer að finna sig á laun". „Og þjor kusuð heldur að láta dæma yður til dauða, en að nefna þennan stefnufund ykkar", mæiti Daburon dálítið háðskur. „Það er auðvitað mjög drengilegur hugsunarháttur, og hefði sómt sér vel á riddaratímabilinu". „Jeg er ekki slík hetja, sem þjer hyggið", svar- aði fanginn. „Ef jeg segði yður, að jeg hefði ekki byggt á Claire, og treyst henni, þá væri það lygi. Jeg beið einmitt eftir henni. Jeg vissi, að þegar hún fengi vitneskju um það, að jeg hefði verið settur í varðhald, þá myndi hún gera sitt ítrasta til þess að frelsa mig. En vinir hennar gátu haldið því leyndu fyrir henni. Og það var það, sem jeg óttaðist mest af öllu. Hefði svo farið, þá held jeg, að jeg hefði ekki nefnt hana á nafn". Það var ekki hægt að finna, að neitt raup væri fólgið í þessu. Albert hafði að eins sagt hreinskilnis- lega það, sem honum bjó í brjósti. Daburon sá eftir því, að hann hafði verið að hæðast að honum. „Þjer verðið að fara aftur í varðhaldið", mælti hann vingjarnlega. „Jeg get ekki enn þá látið yður lausan; en þjer þurfið ekki lengur að vera einn í klefa. Yður verður sýnd öll sú hugulsemi, sem skylt er að sýna fanga, er að öllum líkindum er saklaus". Albert hneigði sig og þakkaði fyrir, og svo var farið með hann út. „Nú getum við tekið á móti manninum hans Gevrols", mælti dómarinn við skrifara sinn. Leynilögreglustjórinn var fjarverandi. Það hafði verið sent eftir honum frá lögreglustofunni. En vitn- ið, sem hann hafði náð í, maðurinn með eyrnahring- ana, beið frammi í ganginum. Hann var beðinn um að koma inn. Skrifarinn var neyddur til að hnippa í hann og ýta honum inn í skrifstofuna, því að þessi gamli maður, sem auðsæi- lega hafði alið mestan hluta aldurs síns á sjónum, var einhvern veginn svo feiminn og einurðarlaus, þegar hann var kominn á land. Daburon virti hann fyrir sjer, og gerði sjer þegar ákveðna hugmynd um hann. Það var enginn efi á því, að þetta var sami sólbrenndi maðurinn, sem eitt HAIJKUK HINN UNGT 1901—1902, 22.-24.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.