Haukur - 01.05.1902, Blaðsíða 5

Haukur - 01.05.1902, Blaðsíða 5
Hvíta vofan. Amerísk frásaga. r [Framh.]. Með því að hinn vel tilreiddi morgunverður hafði komið Lecour 1 gott skap, gerði hann ekki annað en hlæja að bersögli gömlu konunnar, sem hann annars myndi hafa refsað harðlega. „Það er hyggilegast fyrir þig, að reyna ekki um of á umburðarlyndi mitt“, mælti hann, „þvi að ann- ars gæti farið svo, að þú fengir sjálf að koma inn í myndaherbergið, jafnvel þótt jeg mætti eiga það víst, að þú kjaftaðir frá öllu, er þú sæir þar, ef þú að eins hefðir einhvern til að hlusta á þig“. „Og áheyranda fæ jeg sjálfsagt, þar sem unga stúlkan er, sem von er á hingað, eða svo segir mjer hugur um. En jeg vildi gjarnan fá að vita, hvaða herbergi jeg á að dubba upp handa henni, því að vof- urnar hafa lagt allt gamla húsið undir sig, og í turn- inum frúarinnar sálugu viljið þjer sjálfsagt ekki hafa hana“. Húsbóndi hennar kipptist við og fölnaði í fram- an. Hann flýtti sjer að svara: „Jeg hefi breytt áformi mínu, kerling, og unga húsmóðirin þín kemur ekki. Jeg hefi skrifað henni, og bannað henni að koma. Ung stúlka gæti ómögu- lega lifað viku, hvað þá lengur, hjer í þessu gamla rottubæli, og hafa engan hjá sjer, nema mig“. „Hamingjunni sje lof, að þjer hafið þó aftur feng- ið ofurlitla skímu af viti, og hafið farið eftir því, sem Eady gamla sagði. Jeg yrði auðvitað fegin, að fá að sjá einhverja unga og almennilega manneskju, og hafa hana hjá mjer, efjeg bara væri ekki sannfærð um það, að hún gæti ekki lifað hjerna. Jeg skal fá honum Pierre brjefin, húsbóndi góður, og koma honum í skilning- inn um það, að þau verði að komast svo fljótt sem auðið er“. í raun og veru varð Eady fegin því, að þessi nýja húsmóðir hennar átti ekki að koma, og litlu síðar sást Pierre gamli koma ríðandi út ur skóginum er var um- hverfis „Óhugnaðarborg". Förinni var heitið tilhúss eins á bakkanum við Missisippi, er Pierre nefndi pósthús, en sem í raun og veru var ekki annað en sölubúð eða geymsluhús fyrir vörur þær, er plantekrueigendurnir í grenndinni þurftu á að halda. Saga vor gerist á fyrstu árum 19. aldarinnar, þegar Napoleon var að hugsa um að verða keisari, og hjer um bil ári áður en Louisiana var tekin í tölu Bandaríkjanna. A þeim ár- um voru brjef venjulega lengi að berast manna á milli, og brjef þau, er Lecour hafði svarað með brjefum þeim, sem Pierre var að fara með á „pósthúsið", höfðu verið fulla tvo mánuði á leiðinni. Leið Pierres lá yfir víðáttumiklar ekrur, er voru alþaktar indígó og sykurreyr. Þ.egar hann var kom- inn á að gizka 2 kílómetra frá húsinu fór hann fram hjá stórhýsi einu, er byggt var á spænskan hátt. í kringum hús þetta voru margir smákofar á víð og dreif, og í þeim bjuggu negrar plantekrunnar. En Pierre vissi það, að hann máttiekki nema staðar hjáþeim, því að honum hafði verið harðlega bannað, að hafa nokkur mök við hina negrana eða afskifti af þeim. Til þess að vera alveg viss um, að Pierre talaði aldrei við hina negrana, eða bæii þeim neinar sögur, hafði Uecour keypt hann, ásamt konu hans og syni, frá Virginíu, en fengið alla aðra þræla sína frá Afriku, nema nokkra, er voru þar úr nýlendunni, og þeir skildu hvorki frönsku nje móðurmál Pierres. Það hafði líka mælt með göinlu hjónunum í augum Le- cours, að sonurþeirra. varheyrnarlausog mállaus — hann gat því ekki ljóstað upp launungarmálum heimilis síns, þótt hann hefði feginn viljað. En vesalings drengur- inn þoldi ekki loftslagið, og dó að nokkrum árum liðnum. Pierre var kominn hjer um bil miðja vegu, þegar hann sá tvo menn koma ríðandi á móti sjer. Annað var karlmaður, hár vexti, laglegur sýnum en dökkur í andliti, og ofurlítið gráhærður orðinn. Hann var dökkeygur og hvasseygur, og augnaráð hans var kulda- legt. Svipurinn bar þess ljósan vott, að hann myndi ekki láta sjer allt fyrir brjósti brenna, og að ráðlegra myndi vera, að hafa hann með sjer en móti. Hann reið dökkjörpum hesti, bráðfjörugum og föngulegum. Hitt var ung stúlka, og reið hún vel söðluðum og rennvökrum hesti, er var svo fjörugur og upp með sjer,einsoghannværisjer þess meðvitandi, hverja dýrind- isbyrði hann bæri á baki sjer. Hún var klædd svört- um ferðafötum. Andlitið var ljóst og vel litkað, og hárið, er var ijóst og hrokkið, stóð fram undan hett.- unni og hjekk ofan með vöngunum. Hún var fríð sýnum, en kjarkleg og einarðleg engu siður en föru- nautur hennar. Hún leit til beggja hliða, og virti landslagið fyr- ir sjer með sýnilegri ánægju, en hlustaði óþolinmóð á masið í förunaut sínum, og þóttist aúðsæilega vera búin að heyra meira en nóg af því. „f>að er ekki um seinan enn þá fyrir yður, ung- frú, að breyta fyrirætlun yðar“, mælti hann. „Mjer er óhætt að fullyrða það, að það er blátt áfram ógern- ingur, að búa undir sama þaki og þessi vitfirringur, — því að Lecour er í raun og veru vitlaus. Jeg skal fylgja yður þangað, fyrst þjer óskið þess, og þá getið þjer dæmt um það sjálf, hvort jeg segi ekki satt. Þegar þjer hafið sjeð hann, getur hugsazt, að þjer verðið fúsari á að þiggja tilboð stjúpu minnar um að dvelja hjá henni fyrst um sinn, meðan þjer eruð að átta yður á því, hvað þjer eigið að gera“. Unga stulkan hristi höfuðið. „Nei, nei. Jeg þakka yður hjartanlega íyrir vin- gjarnleik yðar, en jeg get ekki þegið heimboð mad- dömu Crozat. Það er skylda mín, að vera hjá þess- um veslings vitfirring, ef það er satt, sem þjer segið, að þjónarnir hans hafi hann i vasa sínum. Jeg ætla að vera hjá honura, og hugga hann, reyna að hug- hreysta hann og friðþægja fyrir allt það mótlæti, sem móðir mín bakaði honum“. „Þjer vitið ekki, hvað þjer fáið að stríða við, ung- frú Adrienne. Biðið, þar til þjer sjáið „Óhugnaðar- borg“, og sjáið svo, hvort það muni verða fært fyrir yður, að dvelja til langframa á svo óvistlegum stað. Jeg játa það, að jeg bæði óska og vona, að þjer hverfið sem skjótast á brott þaðan aftur, þegar þjer hafið sjeð staðinn og vitstola gamalmennið að eins í svip“. „Æ, gerið það fyrir mig, að tala ekki svona. Gætið þess, að jeg er dótturdóttir gamla mannsins — að hann er eini ættinginn, sem jeg á i heiminum. Jeg er bundin honum á tvennan hátt — jeg á engan ann- — 177 — — 178 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.