Haukur - 01.05.1902, Blaðsíða 10

Haukur - 01.05.1902, Blaðsíða 10
MEGINATRIBI IÍEILSUFRÆÐINNAR. flvítu Tblóðkornin eru gædd þeim eiginleika, að þau geta breytt lögun sinni á ýmsa vegu, teygt Ur sjer, gert sig löng, mjó, margstrend o. s. frv. Þau geta þess vegna komizt leið sína jafnvel eftir hinum allra-smágerðustu háræðum, og leita ætíð þangað, sem bæta þarf einhverja meinsemd eða meiðsli, t. d. þegar sár eru að gróa, þegar grefur í fingri, eða þegar þarf að koma einhverjum skaðvænum efnum burt úr iík- amanum o. s. frv. nýra nýrnastokkur slagæðin mikla þyagstokkur endaþarmur þvagblaðra 20. mynd. Nýrnn eru stórir kirtlar, hjer um bil 9 sentí- metra langir, sem liggja í kviðarhoiinu beggja megin við hrygginn, og eru hjúpaðir fitu (nýrnamör). Hlut- verk þeirra er að hreinsa blóðið, ná úr því vatni því, sem ofaukið er, og öðrum ónýtum efnum (þvagefni og þvagsýru). Ef frágreining þessara efna stöðvast eða tefst á einhvern hátt, svo að þau verða eftir í blóðinu, þá valda þau veikindum. fvagið fer frá nýrunum eftir tveimur þvagstokkum, nál. 30 sentímetra löngum pípum, til þvagblöðrunnar, og er áríðandi, að tæma hana svo oft, sem þörf gerist. 8. gr. Sogæðakorfið. Blóðið er ekki eini vökvinn, sem streymir um líkama vorn. Um háræðanetið berzt oft meiri nær- ingarvökvi með blóðinu tii vöðvanna, beinanna, band- vefsins og húðarinnar, heldur en likaminn þarf á að halda. Það, sem afgangs er, safnast saman í örsmáar pípur, sogœðar, er smám saman renna saman og mynda stærri æðar, og flytja þennan ónotaða næringar- vökva tii blóðæðanna. Yökvi þessi er hjer um bil litarlaus, með því að rauðu blóðkornin hafa síast frá honum í háræðanetinu. Hann er þess vegna líkur bloðvatninu, og er kallaður sogæðavökvi eða lymfa. Sogæðar þessar eru og nefndar lymfa-œðar. Á leið sinni um líkamann fer sogæðavökvinn gegnum marga smákirtla, sem kallaðir eru sogkirtlar (sjá 21. mynd). Peir taka í sig og hefta efni þau, sem skaðvæn eru líkamanum (sjá 33. gr.). Kirtlarnir þrútna þá og bólgna, og stundum grefur í þeim. Því er lýst í 5. gr. hjer að framan, hvernig ör- smáar sogæðar sjúga í sig næringarsafann úr þörmunum. Næringarsafinn er svipaður mjólk, og er hann á útlendu máli nefndur kylus. Hann berstinn j blóðæð eina allmikla eftir pípu þeirri, sem nefnd er brjóst- gangurinn og liggur meðfram hryggnum, milli hans og innýflanna. Sogæðarnar eða lymfa-æðarnar hafa einnig afrás sína í brjóstganginn. Sogæðavökvinn og næi'ingar- safinn berast svo með blóðinu, fyrst til hjartans og þaðan til lungnanna. Og með blóðinu berast vökvar þessir út um allan líkamann, og veita honum næringu. Um það, hvernig blóðið hreins- ast í lungunum, verður síðar talað. Til þess að sogæðavökvinn geti ekki borizt í öfuga stefnu, eða snúið aftur sömu loiðina sem harm kom, eru blöðkur eða speldi í sog- æðunum, á sama hátt eins og í hinum eiginlegu blóðæðum. Annars er vökvi þessi mjög hægfai a. fað er sem sje ekki hjartað, sem knýr hann áfram, heldur eru það að eins hreyfingar hinna vöðvanna. Af þessu er það auðskilið, að líkam- leg vinna og fimleikar eru áríðandi. Vjer getum skoðað sogæðarnar sem þurræsingarpípur vöðvakerfis- ins. Næringarefni þau, sem lík- aminn þarf ekki á að halda í svipinn berast eftir þeim aftur yfir í blóðið, ásamt ýmsum ónýtum úrgangi. Úrgangsefni þessi aðgrein- ast síðan frá blóðinu í lungunum, húðinni eða í nýr- unum, og hverfa burt úr iíkamanum. Sogkirtlana skoðum vjer sem heilbrigðislögreglu, er ætíð er á verði. Hún heftir allar bakteríur (sjá 33. gr.), sem komizt hafa inn í líkamann gegnum húðina, andar- dráttarfærin eða meltingarfærin. Hvítu blóðkornin, sem bæði myndast í kirtlum þessum, og korna aðvíf- andi, ráðast á bakteríurnar, og reyna að gera þær ósak- næmar fyrir líffærin. Þetta gengur ekki þrautalaust, og lýsir það sjer á ýmsan hátt, t. d. rneð hitasótt og bólgu í kirtiunum. arkrikanum. 9. gr. Loftið i kringum oss. Til þess að geta skilið, hve andardrátturinn er miklvægt atriði fyrir heilsuna, er nauðsynlegt, að þekkja andrúmsloftið, sem er í kringum oss, og lofttegundir þær, sem myndast t. d. við brunann í eldstónum og við andardráttinn. Andrúmsloftið er samsett af súrefni (ildi), köfnunar- efni (hyldi), kolsýru og vatnsgufu. Aðalefnin eru súrefni og köfnunarefni, og er auðvelt að aðgreina þær loff tegundir, og athuga þær hvora um sig. (Meira.) Ef máttinn vantar vilja, er það enginn máttur. Dæm þú ekki náunga þinn, fyr en þú hefir staðið i spor- um hans. — 179 — 180 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.