Haukur - 01.07.1902, Blaðsíða 4

Haukur - 01.07.1902, Blaðsíða 4
ÖVEB VAR MORBINGINN? En hann vísaði þessari hugsun þegar á bug aftur. „Mikill skeifllegur auli get jeg verið“, mælti hann. „Þetta er afleiðingin af því, að vera að fást við þetta ógeðslega starf, sem mier hingað til heflr þótt sæmd að. Að gruna hann Nóei, drenginn minn, einkaerfingjann minn, dyggðina og sómann sjálfan! Hann Nóel, sem jeg hefi verið samvistum við í samfleytt tiu ár, og lært að meta svo mikils og virða og dást að svo mjög, að jeg hefði ekki hikað við að ábyrgjast hann eins og sjálfan mig. Annar eins maður og hann hefði sannar- lega oiðið að sieppa sjer, orðið að vera bandóður, til þess að geta gert seg sekan um morð — hann, sem aldrei hefir hugsað um annað, en það tvennt, að vera móður sinni til geðs og gegna störfum sínum með samvizkusemi. Og samt sem. áður er jeg svo bíræflnn, að láta mjer detta í hug, að hann sje sekur. Jeg ætti skilið, að verða hýddur. Bölvaður aulinn! Var það ekki nægilega óguiiegt sem þú varst, búinn að gera þig sekan um? Ætlarðu þá aldrei að verða varkáiari?" Eannig hugsaði hann og ályktaði, til þess að reyna að bægja burt, öllum kvíðvænlegum hugsunum, og halda uppteknum hætti, að velta öilu fyrir sjei' og athuga það nákvæmlega frá báðum hliðum. En í brjósti hans var einhver rödd, er hvíslaði í sifellu: „Setjum nú svo, að það sje Nóel!“ Loksins komst hann á Rue St. Lazare. Fyrir utan húsið hans var ákaflega skrautlegur skygnisvagn. Þegar hann sá vagninn, nam hann staðar. „Evaða ljómandi er þetta fallegur vagn“, mælti hann við sjálfan sig. „Leigendur mínir hafa fengið einhverja „fína“ gesti, sje jeg er“. En það var svo að sjá, sem þeir hefðu einnig fengið aðra og lakari tegund gesta, því að í þessum svifum kom Clergeot gamli út úr húsinu, og koma Clergeots var ætíð ills viti. Leynilögreglumaðurinn þekkti marga, og honum var vel kunnugt um það, hverja atvinnu þessi virðulegi „víxlari" rak. Hann stöðvaði hann og mælti: „Nú, nú, gamli refur, eigið þjer líka orðið skjól- stæðinga í mínu húsi?“ „Það er svo að sjá“, svaraði Clergeot þurlega. Honuro geðjaðist sem sje illa að þvi, að Tabaret skyldi ávarpa hann svona kumpánlega. „Eað er núsvo“, mælti Tabaret. Og sem hús- eigandi var hann eðliloga dálítið forvitinn um hagi leigenda sinna, og spurði því: „Hver er það nú, sem þjer eruð að fjefletta?" „Jeg fjefletti engan", svaraði Clegeot, og ljet svo sem hann fyndi sig móðgaðan. „Haflð þjer nokkurn t.íma haft orsök til þess, að kvarta, þegar við höfum haft einhver viðskifti hvor við annan! Jeg held ekki. Minnist þjer á mig við unga málaflutningsmanninn þárna uppi, ef þjer viijið. Hann mun þá segja yður, hvort hann hafl orsök til að iðrast þess, að hann komst í kynni við inig“. Tabaret gamla sárnaði mjög að heyra þetta, eins og eðlilegt var. Hann Nóel, þessi hyggni og ráðsetti maður, orðinn einn af viðskiftamönnum Clergeots! Hvað átti hann að hugsa um það? Ef til vill var ekkert að athuga við það. En svo mundi hann eftir þessum flmmtán þúsundum franka, sem hann hafði lánað Nóel. „Já“, mælti hann, til þess að reyna að fá frekari fræðslu. „Jeg veit það, að hr. G-erdy eyðir töluverðu". — 199 — „Það er ekki hann sjálfur, sem eyðir þessu fje“, svaraði Clergeot. „Það er þessi yndislega stúlka hans, sem eyðir því öllu. Hún er ekki stærri en þumal- fingurinn á yður, en hún hefir lag á því að eyða tölu- verðu samt sem áður“. Hvað þá! Nóel átti sjer lagskonu, og það konu, semjafnvel Clergeot áleit kostnaðarsama. Eetta voru Ijótu frjettirnar. En Tabaret gamli fór varlega. Hann vissi það, að ekki myndi þurfa nema smávægilega hreyfingu eða einkennilegt augnatillit til þess að vekja grun hjá okraranum, og þá mátti eiga það víst, að ekki fengist meira upp úr honum. „Jú, það vitum við nú allir* svaraði hann kæru- leysislega. „Unglingarnir verða að hafa leyfi til að leika sjer. En hvað gizkið þjer nú á, að hann þurfl að eyða miklu handa henni á áii?“ „Það veit, jeg svei rnjer ekki. En eftir því sem mjer heflr talizt til, hlýtur hún að hafa kostað hanri um flmm hundruð þúsundir franka, þessi fjögur ár, sem liðin eru, síðan hann tók hana að sjer“. Fjögur ár! Fimnr hundruð þúsundir! Eessi orð, þessar tölur sprungu eins og holkúla í heila Tabarets gamla. Hálf miljón! Eftir þessu að dæma var Nóel gersamlega fjelaus orðinn. „Eað er ekki svo lítið “, svaraði Tabaret. „Þaðeru stórkostlega miklir peningar. En hr. Gerdy er efnaður maður". „Hann!“ mælti okrarinn og yppti öxlum. „Nei, það ei- öðru nær. Hann er alveg fjelaus. En ef hann skuldar yður eitthvað, þá þurflð þjer ekkert að óttast samt sem áðar. Hann er slunginn, hann Nóel, Hann ætlar að fara að gifta sig, skal jeg segja yður, og jeg hefl alveg nýskeð endurnýjað fyrir hann víxla upp á tuttugu og sex þúsundir franka. Verið þjer sælir, hr. Tabaret". Okrarinn skundaði af stað, en Tabaret stóð einn eftir úti á miðri götunni. Honum fannst hjartað i sjer engjast sundur og saman af sársauka, eins og hjarta í föður, er farinn er að sjá fram á það, að sonur hans elskulegur muni ef til vill vera versta þrælmenni. En samt sem áður var traust hans á Nóel svo öflugt, að hann reyndi á allan hátt að þagga niður rödd skynseminnar, til þess að verjast grun þeim, er kvaldi hann. Ef til vill hafði okrarinn að eins verið að bak- bíta vin hans. Að minnsta kosti hlaut hann að hafa gert of mikið úr heimskupörum Nóels. En gerum nú ráð fyrir, að alit sje satt og rjett. Hafa ekki margir karlmenn gert sig seka um aðra eins heimsku, þegar kvennmaður átti í hlut, án þess að hætta fyrir það að vera heiðarlegur maður? Þegar hann ætlaði inn í húsið, kom moldviðri af silki, kniplingum og flaueli á móti honum. Ung og yndisfögur kolbrún kom út og hoppaði upp í vagninn, ljettfær eins og fugl. Tabaret gamli var kurteis maður, og stúlka þessi var töírandi fögur. En hann leit ekki einu sinni við henni. Hann fór inn og hitti dyravörðinn, er stóð með húfuna í hendinni, og virti fyrir sjer tuttugu-franka- gullpening, einstaklega ánægjulegur á svipinn. „Svona gullfallegur maður, ogsvonalíka stúlka!" mælti dyravörðurinn. „Að þjer skylduð ekki koma svo sem fimm mínútum fyr!“ „Hvaða stúlka? Elvers vegna ?“ (Meira). — 200 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.