Haukur - 01.07.1902, Blaðsíða 5

Haukur - 01.07.1902, Blaðsíða 5
Hvíta vofan. Amerísk frásaga. [Framh.]. Þegar Lecour heyrði þetta, gekk hann alveg að Adrienne, og mælti hrottalega: „Hvers vegna biðuð þjer ekki eftir svari mínu upp á brjef yðar? Jeg skal senda yður aftur í klaustr- ið eins og strokumann, og þá meiga þær gjarnan mín vegna setja yðnr í varðhald—dæma yður í vatns og brauðs hegningu fyrir óhlýðnina? “ „Biðið þjer svolítið við, herra minn“, mælti Mendon einarðlega. „Jeg er hjer sem verndari ungfrú Durands, og í minni návist fáið þjer ekki að beita yðar venjulegu grimmd og harðýgi við hana. Ef þjer neitið að taka við hennj, þá getur hún fundið athvarf hjá stjúpmóður minni, sem hefir þegar kynnzt henni dálítið og geðjazt vel að henni?“ Lecour leit á þau á víxl, og mælti síðan hams'- laus af bræði: „Snautið þjer burtu. Takið hana með yður svo íljótt sem auðið er, því að ef J>jer eigið nokkurt til- kali til hennar, þá hefi jeg ekkert við hana að tala?“ Nú gat Adrienne ekki lengu.r orða bundizt. Hún gekk að Lecour ineð tárin í augunum, fórnaði hónd- unum og mælti með biðjandi röddu: „Eru þetta viðtökurnar sem jeg fæ, mon pére, eftir að hafa haft. svona mikið fyrir því, að komast t.il yðar?--------Jeg grátbæni yður um, að lofa mjer að vera hjá yður. Loflð mjer að koma t,jl yðar sem boðbera friðarins og vonarirmar. Heflr neyðaróp dótturdóttur yðar engin áhrif á yður?“ Honum varð litið framan í hana. Honum hnykkti við. Hann hörfaði aftur á bak, lyfti upp hendinni, eins og hann ætlaði að stjaka henni frá sjer, og mælti: „Þjer — þjer döttir Estellu Lecour? Hár hennar var dökkt eins og vængir hrafsins, ogaugu hennar svöi't sem kol. Nei, nei, nei. Það getur ekki verið rjett?“ „En rnjer heflr verið sagt, að faðir minn hafl ver- ið ljóshærður. Jú, hr. Lecour, jeg er dótturdóttir yðar, og jeg bið yður að veita mier húsaskjól. Jeg hefl flúið klaustrið, og vil heldur deyja, en hverfa þangað aftur. Lofið mjer að vera hjá yður, því að jeg er útlendingur í ókunnu landi, og get ekki snúið mjer til neins annars en yðar. Fari svo, að jeg verði yður til byrði, lofa jeg að sjá fyrir mjer sjálf eftirleiðis. Nú bið jeg að eins um vernd yðar og ásjá í svipinn, og ef jeg get á einhvern hátt stuðlað að gæfu yðar, vona jeg, að þjer lofið mjer að ílengjast hjá yður“. „Gœfu!“ át Lecour eftir henni. „Jeg veit ekki hvað átt er við með því or'ði. En fyrst þjer eruð svo viss um, að þjer getið sýnt mjer fram á, að eitthvað slíkt sje til, þá er bezt að þjer verðið hjer, og sýnið hvað þjer getið. Af því að Mendon og stúpa hans eru svo áköf að ná yður frá mjer, þá held jeg að það sje rjettast að leika á þau með því, að sleppa yður ekki". Það var í meira lagi óviðkunnanlegt, að veiða að nota þetta leyfl, en Adrienne tók því samt tveim höndum, og ljet fögnuð sinn svo ótvíræðilega í ijós, að Mendon hnyklaði brúnirnar og beit á vörina af gremju. Hún rjetti Mendon höndina, horfði bænar- augum á hann, og mælti vingjarnlega: „Fyrirgeflð mjer, að jeg verð hjerna, jafnvel þótt jeg hafi fengið slíkar viðtökur. Það er skylda mín, að vera hjerna, og þetta er mitt rjetta heimili, en við sjáumst bráðlega aftur. Þegar hr. Lecour heyrir, hve vingjarnleg þið haflð verið við mig á leiðinni, þjer og hún móðir yðar, þá setur hann sig ekki á móti því, að við flnnumst aftur?“ Lecour greip fram í fyrir henni og mælti hörkulega: „En jeg set þvert nei við því, og Mendon þekkir mig of vel til þess, að hann dirfist að sýna mjer mót- þróa. íhð verðið að skilja hjer að fullu og öllu. Ef þjer verðið hjá mjer, þá verður það að vera með þeim skilyrðum, sem jeg set sjálfur". „Látið hann eiga sig, ungfrú, og komið þangað, sem auðnan bíður yðar“, hvíslaði Mendon að henni. „Þjer deyið úi' leiðindum hjerna, þótt þessi vitflrringur verði yður máske ekki að bana“. Hún roðnaði við og svaraði einbeitt: „Þótt tilboð yðar sje fýsilegt, herra minn, þá get jeg ekki þegið það. Þjer megið ekki vonast eftir neinu af mjer, því að það yrði að eins til þess að blekkja yður. Jeg er og skal ætíð verða yður þakk- lát, en skyldan býður mjer að vera hjer. Jeg geng að skilyrðum afa míns“. Mendon tautaði eitthvað í hljóði, en hún heyrði ekki hvað það var. Svo hneigði hann sig kurteisislega og ætlaði að fara. En þegar hann kom fram að dyr- unum, sneri hann sjer við aftur og mælti alvarlega: „Ef þjer þurfið á minni aðstoð að halda, þá látið þjer mig vita það. Munið, að jeg er einlægur vinur yður“. Hún ætlaði að þakka honum fyrir velvild hans, en hann var þá horflnn. Og hversu hugrökk og von- góð sem hún hafði vorið til þessa, þá fjellst henni þó hugur, þegar hún heyrði hann ríða á brott. Og þegar henni svo varð litið í kuldalegu og hörkulegu augun í Lecour, hneig hún niður á stól og tók að gráta. Gamli maðurinn sýndi meiri nærgætni við þetta tækifæri, heldur en við hefði mátt búast. Hann sagði ekki neitt, en beið rólegur eftir því, að hún hætti aftur að gráta. Hann gaf Eady gömlu bendingu um að fara út, settist svo í sæti sitt og beið þess, að Adrienne tæki aftur til máls. Hún reyndi af öllum mætti að herða upp hugann, þerraði tárin af augum sjer, og mælti með grátinn í kverkunum: „Fyrirgeflð, mon pére, en jeg hefi sótt það svo fast að komast hingað, og hefl orðið að þola svo margt á leiðinni, að jeg get ekki að því gert, þótt jeg komist við, er jeg hugsa til þess“. „Hm, já — já, það var mikið í ráðizt fyrir unga stúlku, að takast .slíka ferð á hendur, og þjer hljótið að vera í meira lagi kjarkgóð og dugleg stúlka, að þjer skylduð komast klaklaust alla þá löngu leið. Segið mjer nú ferðasögu yðar. Hvernig komuzt þjer burt úr klaustrinu, burt frá hinu helga systralagi, sem heflr alið yður upp? Mjer geðjast 1 raun og veru vel að atferli yðar og hugrekki". Ilann sagði þetta svo almennilega og blátt áfrain, að Adrienne varð róleg aftur, og byrjaði hún sögu sína með bros á vörunum: „Abbadísin heflr eflaust skýrt yður frá því, að jeg heimsótti einstöku sinnum eina af bekkjarsystrum mínum, Nokkrum dögum eftir að siðasta hrjef hennar — 201 — 202 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.