Haukur - 01.07.1902, Blaðsíða 12

Haukur - 01.07.1902, Blaðsíða 12
SjttTUMHN 1 fHðJALDSHÓIiI. þegar við erum komnir að takmarkinu, þegar við erum rjett komnir að landinu?" „Hvaða landi?“ spurði skipstjórinn rólegur. „Jeg sje ekkert land“. Ókunni maðurinn leit við. Þokan grúfði sig aftur þjett og þung ofan að sjónum, og huldi allt í hjúpi sínum. „En þið hljótið þó að hafa sjeð það áðan, alveg eins og jeg og öldungurinn þarna, sem nú er liðinn". „Jegsáþokubakka og ísborgir", svaraði skipstjórinn. „Slíkt sjer maður, hvert sem litið er“. „Snúið þið þegar við aftur! Stýrið þiðívestur!" öskraði Dove hamslaus af bræði. „Pjer hafið skuld- bundið yður til þess fyrir ærna borgun, og jeg hefi rjett til að krefjast þess“. „Hægan, hægan, herra minn. Jeg hefl lofað, að láta undan heimsku yðar í hálfan mánuð, og sjálfviljug- lega hefi jeg bætt þrem sólarhringum við — en nú er komið nóg af slíku, og jeg vil ráða yður til þess, að egna ekki skap manna minna. Þjer hafið sjeð það sjálfur, að þeim er laus höndin og— hnífurinn líka“. Ókunni maðurinn laut höfði, eins og maður, sem gefizt hefir upp, og lagt árar í kjöl, vonlaus um að fá nokkru áorkað. Hann settist niður á þilfarið, og sat lengi utan við sig og mændi í vestur, ávallt í vestur — út í þokuna og myrkrið, er var að skella yfir. Allt i einu vaknaði hann eins og af draumi við það, að hann heyrði eitthvert busl, eins og eitthvað hefði fallið út- byrðis. Það var lík f’orbjörns. Englendingarnir höfðu verið að kasta því i sjóinn. Ókunni maðurinn kipptist við, þerraði tár af augum sjer, og mælti í lágum hljóð- um og dapur í bragði: „Þetta urðu örlög hans — hver veit, hvort mín verða betri! “ — En lítilli stundu síðar leit hann upp, og mælti við sjálfan sig: „Nú er jeg erfingi hans. Gott og vel, jeg verð þá að reyna að ganga að arfinum". ------Richard Burlinton bjelt stefnunni í austur, en fjekk mótvind og slæmt veður. Einum mánuði síðar kom hann til Bristol, og þar skildi ókunni maður- inn við hann. En skipstjórinn kom aldrei til íslands eftir þetta. Hann var hræddur um, að íslendingar myndu hefna Þorbjörns á honum og mönnum hans, því að þeir myndu eflaust gizka á það, að Þorbjörn hefði verið myrtur, en ekki trúa því, að hann hefði slegizt upp á aðra að fyrra bragði. Á Rifi og á Ingjaldshóli varð auðvitað tíðrætt um hvarf Þorbjörns fyrst í stað, en þegar leið á sumarið, fóru flestir að gleyma honum. Einn gleymdi honum þó aldrei, og það var síra Jón. Hann fór hvað eftir annað, allt sumarið og haustið, ofan að ströndinni, og spurði menn, hvort ekki sæist til enska skipsins. Og ávallt varð hann raunalegri á svipinn eftir því sem lengra leið, og ætíð varð honum þyngra og þyngra um hjartaræturnar. — Það var einmanalegt og gleði- snautt lif, sem hann lifði eftir þetta, og nú fundust honum vetrarkvöldin löng — svo löng, að það var eins og þau ætluðu aldrei að líða. En hann lifði lengi eftir þetta. Hann varð fjörgamall maður, og lifði þá er það frjettist til íslands, að Christohper Columbus hefði fundið ný lönd langt í vest.ri. Þegar honum barst þessi fregn, lifnaði ögn yfir honum. Landafundir höfðu verið áhugaefni hans á yngri árum, og það var svo að sjá, sem einhver neisti af gamla áhuganum hans lifði enn í kolunum. Hann minntist sjerstaklega vors þess, er ókunni maðurinn gisti hjá honum á Ingjaldshóli, og þess, er þá bar á góma. Hann leitaði uppi brjefið — kveðjubrjef ókunna mannsins, og las það yflr enn þá einu sinni. Hann kunni það reyndar ut.an að fyrir löngu. — En ekki kom honum til hugar, að setja dularfullu undirskriftina „C. C.“ í samband við nafn Columbusar, sem nú var á hvers manns vörum um allan heim. Honum var auðvitað jafn ókunnugt um það og öllum öðrum, að þessir suðurlandabúar höfðu að eins fetað í fótspor íslendinga, og að spænski skipa- liðshöfðinginn hafði ekki gert annað, en að ganga að arfleifð gamla Þorbjörn. í sefisögu Columbusar, sem Eernando sonur hans ritaði, tilfærir höfundurinn orð föður síns sjálfs um Norðurlandaferð hans, og sjest á því, að Columbus hefir í febrúar 1477 komið til „eyjarinnar Tiie (Thule), sem er 73 mælistig í norður frá miðjarðarbaug, og vestar en Ptolomæus segir“. „Englending- arnir“, skrifar Columbus, „einkum þeir, sem eiga heima í Bristol, fara með vörur sínar til eyjar þessarar, sem er eins stór og England. Þegar jeg kom þangað, var sjórinn ekki ísi þakinn. — Nú á dögum er landið kallað Frisland“. Qáíur. i. A. og B. hittast, á förnum vegi. „Góðan daginn, faðir minn“, mælti A. „Góðan daginn11, svaraði B. „Jú, satt er Jþað að vísu, að jeg er faðir þinn, en ekki ert þú sonur minn samt sem áður“. Gat þetta verið rjett? 2. Hvaða dýr er bezt fallið til þess, að vera hárskrýfari ? 3. Hversu djúpur er sjórinn ? 4. Hvað er það, sem sólin getur aldrei skinið á? Ráðnin g gátnanna í 22.—24. töluhl. 1. Þú gefur þeirri fyrstu 1 epli, annari 2 epli, og þeirri þriðju 1 epli. Þá fær engin meira en önnur. 2. Enginn köttur hefir 2 rófur. Kötturinn þinn hefir einni rófu fleira, heldur en enginn köttur, og eftir því að dæma hlýtur hann að hafa 3 rófur. Talnaþrautln i Skrifaðu tölustafina þannig upp, og dragðu svo frá sem tölurnar stæðu saman, og samlagningarmerkin væru ekki: » + 8 + 7 + 6 + 6 + 4 + 3 + 24-1- 45 1 + 2 + 3 + 4 + 6 + 6 + 7 + 8 + 9 = 45 8 + 6 + 4 +• 1 + 9 + 7 + 6 + 3 + 2-=4ð Relknlngsþrautln i Það hefðu orðið 479 miljónir 1 þúsund og 6 hundruð máltíðir, og veitingamaðurinn hefði orðið að biða eftir borguninni 1 miljón 311 þúsund 434 ár Útgefandi-. STEVÁN~RUNÓLFSSON, Fósthússtrœti 17. Reykjavlk 1902. — Aldar-prentsmiðja. 216 — — 216

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.