Haukur - 01.09.1902, Blaðsíða 1

Haukur - 01.09.1902, Blaðsíða 1
Hver var morðinginn? Frakkncsk leynilögreglu-eaga, eftir Emile Graboriau. (Niðurl) „Fallgea stúlkan, sem var að fara út. Hún kom til þess að spyrjast fyrir um hann hr. Gerdy. Hún gaf mjer tuttugu frauka fyrir það, að jeg svaraði spurn- ingum hennar. Það er svo að sjá, sem hann ætli að fara að gifta sig, og það var henni auðsæilega meinilla við. tíullfalleg stúlka! Jeg veit ekki, hvers vegna hann fer ætíð út á hverju kvöldi“. „Hver? Hann hr. Gerdy?“ „Já. Jeg hefi aldrei sagt yður frá þvi, vegna þess, að það var svo að sjá, sem hann vildi halda því leyndu. Hann biður mig aldrei um aðljúkaupp fyrir sjer. Hann laumast ætíð út um hesthúsdyrnar litlu. Jeg hefi oft sagt við sjálfan mig: „Hann gerir þetta máske til þess, að ónáða mig ekki, og það sýnir, að hann er nærgætinn maður“. Og af því að það lítur út fyrir, að hann hafi gaman af þessu, þá hefi jeg ekkert minnzt á það við yður“. Dyravörðurinn starði sí og æ á gullpeninginn, meðan hann ljet dæluna ganga. Þcgnr hann leit upp, var Tabaret gamli horfinn. „Einn enn þá!“ mælti dyravörðurinn við sjálfan sig. „Jeg þoi'i að veðja um það, að hann er líka að elta þessa stúlku". Og dyravörðurinn gizkaði rjett á. Tabaret gamli hljóp af stað til þess, að veita stúlkunni í vagninum eftirför. „Hún segir mjer frá öllu saman", hugsaði hann með sjer, og hljóp eins og kólfi væri skotið út á göt- una. Pegar hann kom út, var vagninn að hverfa fyrir stiætishornið. „Bölvuð vandi-æði“, tautaði hann við sjálfan sig. „Nú missi jeg sjónar á henni, og hún getur þó sagt mjer allt eins og er“. Hann hijóp svo hratt. yfir að endanum á Rue 8t. Lazare, rjett eins og unglingur. Pá sá hann bláa skygnisvagninn skammt þaðan á Rue du Havre. Hann hafði orðið að nema staðar vegna þiengsla, með því að margir vagnar voru þar á ferðinni. „Nú næ jeg í hana“, sagði Tabaret við sjálfan sig. Hann litaðist um, en sá hvergi auðan vagn, er hann gæti fengið. Skygnisvagninn komst út úr vagnþrönginni og ók með flugferð áleiðis til Rue Tronchete. Gamli maðurinn hljóp sem fætur toguðu. Það dró lítið sundur með honum og skygnisvagninum. Hann litaðist um eftir vagni, og mælti við sjálfan sig: „Flýttu þjer nu, karl-tötur, flýttu þjer nú! Fyrst þig vanta hyggindin, verður þú að brúka fæturna. Hvers vegna hugkvæmdist þjer ekki, að spyrja Clergeot uin það, hvar þessi stúlka á heima? Nú verður þú að flýta þjer, vinur minn, nú verður þú að flýta þjer. Sá, sem vill fást við leynilögreglustörf, verður að hafa einhverja hæfileika til þess. Hann verður að vera fljótur á fæti eins og rádýr". En hann gerði ekki betur, en hafa við vagninum. Hann var að eins kominn miðja vegu á Rue Tronchete, og var þá orðinn dauðuppgefinn. Loksins kom laus vagn á móti honum, og kallaði hann þegar á öku- manninn, og bað hann að aka með sig. „Þarna", stundi hann upp. „Blái skygnisvagninn þarna. Tuttugu franka!“ „Maður, sem er hræddur um konuna sína, og er nú að veita henni eftirför; það er nokkurn veginn auð- sjeð“, tautaði ökumaðurinn við sjálfan sig. Tabaret gamli var lengi að ná sjer aftur eftir hlaupin. Fyrst eftir að hann kom upp í vagninn, var hann svo móður, að hann m^,tti varla mæla. Þeir voru nú rjett komnir að skemmtigötunum (virkisveggj- unum gömlu). Hann stóð upp í vagninum og teygði sig fram yflr ökumannssætið. „Jeg get hvergi sjeð skygnisvagninn" mælti hann. „En jeg sje hann samt,“, svaraði ökumaðurinn. „Það eru góðir hestar fyrir honum“. „Yðar ættu þó að vera betri. Jeg sagði tuttugu franka. Jeg hækka þá upp í fjörutíu". Ökumaðurinn sló í klárana — barði þá miskunnar- laust, og tautaði við sjálfan sig: „Það dugar ekki þetta. Jeg verð að ná í vagninn, hvernig sem það gengur. „Fyrir tuttugu franka myndi jeg hafa látið hann sleppa, því að mjer þykir vænt um kvennfólkið, og jeg er ætíð þess megin. En þegar hann býður fjörutíu franka, þá er öðru máli að gegna. Jeg skil ekkert í því, hvernig svona ijótur og garnall karl, getur verið svona hræddur um konuna sína“. Tabaret gamii reyndi að hugsa um eitthvað annað, en erindi sitt. Hann vildi ekki komast, að neinni niður- stöðu, fyr en hann hefði talað við stúlkuna. Hann var viss um, að hún rnyndi segja eitthvað það, sem væri nægilegt til þess annaðhvort að sakfella eða frelsa unnusta hennar. Þegar þeir fóru fram hjá Chaussée d’Antin, var skygnisvagninn að eins nokkra faðma á undan þeim. Ökumaðurinn sneri sjer við og. mælti: „Skygnisvagninn neraur staðar". „Pá verðum við líka að staldra við. Hafið þjer auga á honum, og verið þjer viðbúinn að veita honum eftirför, þegar hann fer aftur af stað“. Tabaret gamli teygði sig í sæti sínu, til þess að sjá skygnisvagninn. Stúlkan kom út úr vagninum, og fór inn í búð eina, þar sem seid voru kasmírsjöl og kniplingar. „Þarna er það, sem þúsund franka seðlarnir fara“, hugsaði gamli maðurinn með sjer. „Hálf miljón á fjórum árum!“ Vagninn iagði enn af stað, en staldraði bráðlega aftur. Skygnisvagninn hafði sem sje staðnaamst aftur, og í þetta skifti var það fyrir utan búð eina, þar senr seldir voru ýmsir fásjeðir skrautgripir. HAUKUE HINN UNGl 1901—1902, 28.-30.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.