Haukur - 01.09.1902, Blaðsíða 3

Haukur - 01.09.1902, Blaðsíða 3
HVER VAR MORBINGINN ? „Takið nú eftir, herra rninn. Jeg hefl elskað hann — elskað hann heitt og innilega, en ailt tekur erida. Jeg er mjög gefln fyrir skemmtanir og alls konar glaðværð, en síðastliðin fjögur ár heflr lífið verið með öllu óbærilegt. Bf Nóel yflrgefur mig ekki, þá verð jeg neydd til þess, að yfirgefa hann. Jeg er orðin þreytt og leið á því, að eiga unnusfa, sem skammast sín fyrir mig og fyrirlítur mig“. „Salurinn hjerna virðist þó bera vott um allt annað en það, að hann virði yður að engu“, mælti Tabaret og litaðist um. „Þjer eigið við það, að hann eyði töluverðu mín vegna“, svaraði hún. „Það er hverju orði sannara. Hann heflr látið mig skilja það á sjer, að hann hafi þegar alveg farið með sig mín vegna. Og það getur vel verið, að það sje satt. En hvað kemur það mjer við? Jeg er ekki gráðug eða heimtufrek kona, og jeg hefði miklu fremur kosið minni peninga og meiri nærgætni. Herra Gerdy fór með raig eins og heimtu- freka konu, og þess vegna kem jeg þannig fram“. „Þjer vitið mjög vel, að hann elskar yður út af líflnu". „Hann! Jeg get sagt yður það, að það er einmit.t þvert á móti. Hann skammast sin fyrir mig. Þjer eruð sá fyrsti af vinum hans, sem jeg hefl nokkurn tíma talað við. Spyrjið hann, hve oft hann hafl mig með sjer, þegar hann fer eitthvað út. Maður neyðist til þess að ætla, að honum þyki vanvirða að því, að hafa mig rneð sjer. í’að er skemmst á að minnast á þriðjudaginn í vikunni sem Jeið. Þá fórum við bæði í leikhúsið. Hann tók heila stúku. En haldið þjer, að hann hafl setið hjá mjer i stúkunni. Nei, það var öðru nær. Hann laumaðist á brott, og ijet ekki sjá sig framar um kvöldið". „Hvað segið þjer? Urðuð þjer að fara einsömul heim aftur?“ „Nei, þegar leikurinn var á enda, og komið var að miðnætti, ijet hann loksins svo litið, að lofa mjer að sjá sig aftur. Okkur hafði komið saman um, að fara á grímudansleik í tónleikahúsinu, og borða svo kvöldverð saman á eftir. Á dansleiknum þorði hann aldrei að taka af sér grimuna. Og við kvöldverðinn varð jeg að láta svo, sem við værum með öllu ókunnug, vegna þess að einhverjir af kunningjum hans voru þar viðstaddir". Þetta var þá fjarverusönnun sú, er hann hafði útbúið til þess að hafa á takteinum, ef í nauðir ræki. Ef Julietta hefði hugsað ögn minna um sínar eigin tilflnningai', þá myndi hún hafa tekið eftir því, live Tabaret var mikið niðri fyrir, og ekki látið hann vaða ofan í sig. Hann var náfölur og skalf eins og hrísla. ,,Nú, það hefði nú ekki átt að gera svo mikið til “, mælti hann, og reyndi að láta svo sem ekkert væri um að vera. „Kvöldverðurinn heflr víst verið jafn ánægjulegur þrátt fyrir það?“ „Ánægjulegur!" át hún eftir honum og yppti öxl- um. „Það er svo að heyra, sem þjer sjeuð ekki vel kunnugur vini yðar. Ef þjer bjóðið honum til mið- degisverðar eða kvöldverðar, þá vil jeg ráða yður ti! að gæta þess, að gefa honum ekkevt að drekka. Yínið gerir hann álíka glaðan og ánægjulegan eins og lík- fylgdir eru vanar a,ð vera. Og hann var blátt áfram ölvaður um kvöldið, svo ölvaður, að hann týndi hjer um bil öllu, sem hann hafði á sjer og með sjer -— yfirfrakkanum sínum, buddunni, regnhlífinni, vindla- iiylkinu — — —“ Tabaret gamii gat ekki hlusfað á þetta lengur. Hann spratt upp úr sæti sínn, alveg eins og bandvitlaus maður. „Bölvað fúlmennið!“ grenjaði hann. „Það er hann, sem hefir gert það. En nú hefl jeg hendur í hári hans“. Svo hljóp hann út. En Julietta varð svo hrædd, að hún kallaði á þjónustustúlku sína. „Oharlotte", mæiti hún. „Jeg hefl víst gertljóta axarskaftið núna — jeg hiýt að hafa sagt frá einhverju leyndarmáli. Jeg er viss um, að það hlýzt eitthvað voðalega íllt af því. Gamli mannhundurinn var alls ekki vinur Nóels. Hann kom bara til þess, að leika á mig — til að veiða upp úr mjer. Og honum hlýtur að hafa tekizt það. Jeg hlýt að hafa komið einhverju upp um Nóel, án þess að vita af því. Hverju hefl jeg sagt frá? Jeg hefi reynt að gizka á, hvað það geti verið, en mjer getur ekki dottið neitt í hug. En jeg verð samt sem áður að vara hann við hættunni. Jeg ætla að skrifa honum nokkrar línur, og á meðan fer þú og nærð í einhvern, til þess að fara með brjef- ið“.------- Tabaret gamli hljóp þegar upp i vagninn, og ók í snatri áleiðis til lögreglustofunnar. Nóel morðíngi! Svívirðilegasti glæpamaður, sem hægt var að hugsa sjer, hafði leikið grimmilega á hann, og látizt vera vinur hns. Hann brann af hatri og hefndarþorsta. Hann spurði sjálfan sig, hvaða hegning gæti verið nægilega þung fyrir slíkan giæp. „ — — Því að hann hefir ekki einungis myrt ekkjuna", mælti hann við sjálfan sig, „heldur hefir hann og komið því svo fyrir, að saklaus maður yrði ákærður og dæmdur. Og hver getur sagt um það, hvort hann heflr ekki líka drepið veslings móður sína ?“ „Hann hefir auðvitað gleymt dótinu sínu á járn- brautarstöðvunum,bófinn þessi“,tautaðihannenn fremur við sjálfan sig. „Það hefir verið svo mikill asi á honum, að komast aftur til lagskonu sinnar. Skyldi það vera þar enn þá? Ef hann heflr verið nógu hygg- inn og ósvífinn til þess, að taka sjer eitthvert gerfinafn, og fara þangað til að spyrja eftir þeim, þá hefi jeg sama sem engar sa.nnanir gegn honum. Framburður þessar- ar Juliette verður mjer ekki að neinu liði. Þegar hún sjer, að unnusti hennar er í hættu staddur, þá þrætir hún fyrir allt það, sem hún hefir sagt mjer — hún stendur þá á því fastar en fótunum, að Nóel hafl ekki skilið við sig fyr en löngu eftir klukkan 10. En jeg trúi því ekki, að hann hafl verið svo fífldjarfur, að áræða á járnbrautarstöðvarnar aftur". Þegar Tabaret gamli var kominn hjer um bil miðja vegu á Rue Richelieu, fannst honum allt í einu ætla að líða yflr sig. „Jeg held að jeg ætli að fá aðsvif“, hugsaði hann með sjer. „Ef jeg nú dey hjerna, þá kemst Nóel undan, og þá erflr hann mig að öllum eignum mínum". En svo sá hann nafnspjald læknis á hurð einni. Hann ljet vagninn nerna staðar, og hljóp inn í húsið. Lækniiinn varð hálfhræddur við þennan kynlega sjúkling, er kom blaðskallandi inn til hans, náíölur af reiði og mælti með hásri röddu: — íai — — 122 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.