Haukur - 01.09.1902, Blaðsíða 8

Haukur - 01.09.1902, Blaðsíða 8
MEOINATBIBI HEILSUI’RÆBINNAE. brjóskhnúðum, sem sitja ofan á efsta barkabringnum. Milli raddbandanna er þríhyrnt op, sem getur víkkað og þrengzt, eftir því hvort böndin eru slök eða stríð. Op þetta er nefnt raddopið. Þegar maðurinn andar, fer loftið út og inn um raddopið. Raddböndin eru þá slök. En þegar hann talar eða syngur, þá stríkkar á þeim. Það má líkja 1. Tungarótin, 2. barka- loksband, 3. barkalokið, dregið upp á við, 5. aftari vcggur barkahöfuðsins, 6. vælindisopið, 8. raddopið, 12. svo kölluð efri radd- bönd og 13. raddböndin hægra megin. þeim við strengi, er hægt sje að láta hljóma og mynda ýmsa tóna. Loftið þrýstist út með meiri krafti, heldur en veujulega, og þá koma sveifiur á raddböndin, svo að þau framlaiða hijóð. Hæð og dýpt raddarinnar (eða tónanna) er komin undir meiri eða minni strenging raddbandanna, sem og undir lengd þeirra. Raddbönd karlmanna eru lengri, heldur en kvenna og barna. Þess vegna er karlmauns- röddin dýpri. Að myndun málsins og málrómsins styður tungan, gómurinn, kinnarnar, tennurnar og varirnar, og undir talfærum þessum er kornirm hinn einkennilegi hljóm- hlœr, sem er orsök þess, að vjer þekkjum menn auð- veldlega á málrómnum, jafnvel þófct þeir tali við oss i talsíma. Komist loftstraumurínn að nokkru leyti út um nefið, þegar talað er eða sungið, þá heflr það áhrif á hljóðmyndunina, og er þá sagt, að menn sjeu nefmæltir. Nefhljóðið er óviðfelidið, og ættu menn ætið að forðast það. Það er óvani, sem bæði er sjáifsagt og auðvelt að leggja niður, nema því að eins, að orsökin sje manninum meðfædd, þ. e. að hann sje holgóma. Rjett fyrir ofan raddböndin eru aðrar blöðkur eða bönd, sem eru mjög svipuð raddböndunum, en ekki eins föst í sjer og fjaðurmögnuð. Bönd þessi eru kölluð efri raddböndin, jafnvel þótt þau eigi engan þátt í hljóðmynduninni. Þau eru kiædd slímhimnu, ei- gefur mjög mikið slím frá sjer, og er ætlunarverk þeirra að líkindum það, að halda raddböndunum ávallt.. þvölum og háium. Hvernig getum vjer bezt vemdað öndunarfæri vor?' Um fram alifc verðum vjer að venja oss á það;, að anda með nefinu. Við það hitnar loftið ofutlítið, áður en það kemur niður í barkann og lungun, og auk þess hreinsast það nokkuð á því, að fara gegnum nasirnar, með því að ryk það, sem í því er, sezt á hárin og slímhimnuna í nösunum. Hann er þess vegna sannmæii, málshátturinri: „Viljir þú vera hraustur og heilbrigður, þá mátt þú ekki anda með munninum". Vjer eigum að herða hálsinn, til þess að veðra- brigði hafi ekki áhrif á hann. Vjer megum ekki diúða hann í treflum eða klútum, nema sem allra tninnst, hvorki á sumrum nje vetrum, því að við það verður hann kveifarlegur og þolir ekkert. 26. mynd. Raddfærin verður að temja iðulega með tali og söng, en ekki má ofreyna þau (prestasýki). Mikil nautn áfengra drykkja skemmir raddfærin, og veldur hinni svo nefndu brennivínsrödd. Tóbak og sterkt krydd hefir og skaðleg áhrif á þau, ef þess er neyft í óhófi. Lungna œfingar, svo nefndar, eru ráðlagðar mönn- um, sem hafa miklar kyrsetur, svo sem t. d. þeim, er vinna í skrifstofum, starfhýsum iðnaðarmanna og víðar. Þær eru fólgnar í því, að maðurinn fer út i hreint loft. eða út að opnum glugga, sogar í sig um nefið svo rniklu iofti, sem lungun get.a tekið, og blæs því svo frá sjer -um munninn með alefli. Fyrst í stað gera menn þetta að eins þrisvar til fjórum sinnum, en síðan tíu til tólf sinnum í hvert, skifti. Ef mjög kalt er úti, er rjett að gera það í herbergi, sem hefir verið viðrað vel og hitað lítið eitt. Þetta er einkum nauðsyniegt fyrir aldrað fólk, sem lítið er úti við. 11. gr. Taugakerfið. Taugakerfið er stóri heilinn, litli heilinn, mænan og taugar þær, er kvíslast út frá heilanum og mæn- unni. Ytri hluti heilans (heilabörkurinn) er settur sarnan af örsmáum biöðtum, sem nefndar eru taugasellur, og mynda í sameiningu gráleitan kvapa. Tnnri hlutinn er samsettur af afar-smágerðum holum taugaþráðurn, er í fljótu bragði líta út sem hvitur kvapi. Sömu efni eru í mætiunni, en þar er gráa efnið innan í og hvíta efnið utan á. Að því er útlitið snertir, má líkja taugunum við þræði úr hör eða hampi. Par sem þær ganga út frá mænunni, oru sumar þeirra álíka gildar og blýant, en þessir taugastofnar kvíslast sífellt i smærri og smærri greinar, eftir því sem fjarr dregur upphafsstað þeirra. (sjá 4. mynd). Stóri heilinn er að framanverðu og ofanverðu í hauskúpunni. Yfirborð hans er allt í fellirtgum eða 27. mynd. Heilinn, skorinn sundurframan f'rá og aftur úr. b. Litli heilinn c. Mænan d. Stóri heilinn. bugðum, sem kallaðar eru heilavindingar. Vindingar þessir eru jafnmargir í öilum mönnum. í lægri dýrategundum eru þeir aftur á móti mjög fáir, og á sumum þeirra engir. Peir eru þess vegna skoðaðir sem merki um andlegt atgerfi. Undir stóra heilanum aftanverðum er litli heilinn. Hann er töluvert ólíkur stóra heilanum að útlit.i, því að hann virðist yera samsettur af fjöldamörgum blöðum. Ofan í miðjan heilann er djúp geil frainan frá og aftur úr; hún nær alveg niður úr honum að framan og aftan og skiftir honurn í tvo jafna hluta, sem að- — 231 — 232 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.