Haukur - 01.09.1902, Blaðsíða 9

Haukur - 01.09.1902, Blaðsíða 9
MEGINATBISI HEILSUí’KÆBJNNAK. eins eru áfastir um miðjuna að neðanverðu. Litli heilinn skiftist og í tvennt á sama hát. Utan um heilann eru þrjár himnur. Innstu himn- urnar tvær eru afar-þunnar og smágerðar, en sú yzta er sterk. Þær eru kallaðar heilahimnur eða hjarnhimn- ur, og ganga þær inn í fellingarnar og geilamar í heilanum. Fjöldamargar æðar flytja heilanum næringu. Heilinn er vel geymdur í hauskúpunni, því að beinin í henni eru hörð og sterk. Og auk þess dregur húðin og hárið úr áföllum af höggum eða byltum. Karlmannsheilinn er venjulega dálítið stærri, heldur en kvennmannsheilinn. Karlmannsheilinn er hjer um bil 1500 grömm (3 pund) að þyngd, en kvennmanns- heilinn um 1400 grömm. Þyngdin er lítið eitt mis- munandi eftir líkamsstærðinni. Beint út fiá stóra heilanum liggja taugar til skynjunarfæranna og andlitsvöðvanna. IJær eru kallaðar heilataugar. Flestar taugarnar liggja þó út frá mænunni. Sumar þeirra ílytja skipanir heilans tii vöðvanna, og koma hreyfingu á þá (hreyfitaugar), en sumar flytja utan að komandi áhrif til heilans (skynjunartaugar). Taugakerfinu hefir þess vegna verið líkt við rit- símanet, og heilanum við aðalstöð þess. (Framh.) Spila-Hans. Þjóðsaga, færð í letur eftir Alex. Blom, með mynd eftir Alfred Schmidt. «i) BOTTINN og sankti Pjetur komu einu sinni um kvöld að sveitaþorpi einu. í þorpinu bjó bóndi, er hjet Hans. Hann hafði áður átt bezta búgarðinn í þorpinu, en með því að hann var mjög gefinn fyrir spil, hafði hann farið með allar eignir sínar, og bjó nú í kofa- garmi í útjaðri þorpsins. Sankti Pjetur barði að dyrum hjá honum, og bað hann um að lofa þeim að vera þar um nóttina. Spila-Hans sagði þeim það velkomið, en kvaðst hvorki hafa neitt handa þeim aðjeta nje drekka. „Gerir ekkert til“, sagði st. Pjetur. „Láttu konuna þína baka köku úr ösku, og farðu yfir í krána og sæktu eina könnu af öli. Hjerna eru peningar". Hans lailaði af stað og hugsaði með sjer: „Bara að það sjeu nú engin spilafífl í kránni, því að þá get jeg ekki stillt mig um að spila við þau“. Og þegar hann kom þangað, voru þar þrjú spilafífl fyrir, og Hans settist þegar á meðal þeirra. Og að svipstundu liðinni hafði hann tapað peningum þeim, sem hann átti að kaupa ölið fyrir. Hann þorði ekki að fara heim til gestanna, og tók því að rjátla fram og aftur fyrir utan krána. Þegar st. Pjetri fór að leiðast, lagði hann af stað að leita að Hans, og er hann fann hann, spurði hann hann, hvers vegna hann kæmi ekki heim. Spila-Hans Ijet þá svo sem hann væri að ieita að peningunum í forinni, og sagði, að hann hefði týnt þeim. St. Pjetur fjekk honurn aftur peninga, og bað hann að gæta þess nú, að t.ýna þeim ekki. Hans tróð nú upp í eyrun, til þess að heyra ekki köllin í spila- fíflunum, og komst þess vegna klaklaust heim með ölið. Konan hans hafði bakað köku úr ösku og vatui. En þegar kakan var borin á borð, var hún orðin að inndælustu eggjaköku. Og ölskólpið, sem Hans kom með, var orðið að bezta góðöli, og hversu mikið sem þeir drukku af því, var þó ávallt jafnhátt í könnunni. Svo sátu þeir og skeggræddu um „gömlu árin“, og um það, að menn hefðu þá, á þeim árunum, verið miklu skynsamari, heldur en þeir væru nú. Og Hans gat sagt þeim margar sögur af því, hve margir af kunningjum hans heíðu oft og einatt farið heimsku- lega að ráði sínu. Og svo sagði st. Pjetur við hann: „Ef þú nú ættir að fá einhverjar þrjár óskir þínar uppfylltar, hvers myndir þú þá óska þjer?“ „Það væri nógu gaman að reyna það“, mælti Hans. „Jæja“, mælti Drottinn. „Þú mátt óska þjer þriggja hluta, og þú skalt fá þá. En láttu nú sjá, að þú óskir dálítið skynsamlega". „Þá óska jeg þess, að jeg vinni ætíð í alls konar spilum". „fað var ekki tiltakanlega skynsamleg ósk“, mælti st. Pjetur. „Svo óska jeg þess í öðru iagi, að í hvert skifti sem jeg býð einhverjum að setjast á hægindastólinn minn, þá geti hann ekki skorazt undan því, og ekki staðið upp, fyr en jeg leyfi honum það. Og í þriðja lagi óska jeg þess, að hver sá, sem jeg segi við, að hann skuli fara upp í perutrjeð, verði að fara þangað upp, og geti ekki komizt ofan, fyr en jeg segi hon- um það“. Honum voru veittar þessar óskir. Og morguninn eftir fóru þeir burt, Drottinn og sankti Pjetur. Nú spilaði Iíans daginn út og daginn inn, og hann vann í hverju spili og varð auðugur maður aftur. En svo kom Dauðinn. Haus var að spila, þegar Dauð- inn kom og barði á rúðuna. „Hans, heyrðu mig snöggvast. Jeg þarf að tala við þig“. „Ó, bíddu þangað til jeg hefi lokið við spilið", svaraði Hans, „þá skal jeg koma. Komdu og tylltu þjer hjerna á hægindastólinn á meðan*. Og Dauðinn settist á hægindastólinn, og þar varð hann að sitja í full tíu ár, en svo leyfði Hans honum að fara, með því skilyrði, að hann sækt.i hann ekki aftur fyr en að öðrum tíu árum liðnum. Dauðinn skundaði þá leið sína, og varð nú að hafa hraðann á, því að alla þá, er hann hafði átt að sækja öll þau tíu ár, sem hann sat fastur á hægindastólnum, varð hann nú að sækja svo að segja 1 einu. Svo mætti hann Kölska gamla. „Sælir nú, bróðir Dauði", mælti hann. „Hvers vegna ertu svona ólundarlegur?" „Er ekki von að jeg sje ólundarlegur", svaraði Dauðinn. „Þessi óræstis Spila-Hans hefir haldið mjer föstum í tíu ár, og nú á jeg svo annríkt, að jeg sje ekki út úr því sem jeg hefi að gera“. „0, þú ert líka allt of einfaldur og auðtrúa", sagði Kölski. „Við skulum bara sjá, þegar jeg kem til hans — jeg ska) svei mjer ekki láta hann leika á mig. Jeg skal verða fljótur að snúa hann úr hálsliðnum". „Já, bara að þú getir það. En varaðu þig á hægindastólnum hans“. — 233 — — 234 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.