Haukur - 01.09.1902, Blaðsíða 10

Haukur - 01.09.1902, Blaðsíða 10
SPILA-HANS. Kölski hljóp þegar af stað, til þess að finna Spila- Hans. Hann kom til hans í steikjandi hádegishitanum. „Sælir nú Hans. Jeg heyri sagt, að þú hafir leikið laglega á Dauðann, einfeldninginn þann arna. En nú verður þú að gera svo vel að koma með mjer“. „Jæja“, sagði Hans, „fyrst það verður svo að vera, þá fer jeg með þjer. En fyrst verð jeg að hafa fata- skifti. Jeg má til að dubba mig ofurlítið upp, áður en jeg fer hjeðan. Þú getur klifrað þarna upp í perutrjeð á meðan, og fengið þjer fáeinar perur. Þær eru góðar til þess að svala sjer með í hitanum". Kölski fjellst þegar á það, því að hann sá, að per- urnar voru góðar og safamiklar. Og auk þess gat hann ekki látið vera, að hlýða boði Spila-Hans. Hann klifraði því upp í perutrjeð. „Já, jeg man það núna", mælti Hans, „að það er töluvert margt, sem jeg þarf að gera, áður en jeg get farið með þjer. Jeg vona, að þú látir þjer ekki leiðast". Kölski ætlaði að stökkva ofan úr trjenu, og hlaupa á eftir Hans. Hann teygði úr sjer, og hann gerði sig lítinn, hann ógnaði og hann reifst, hann grjet og hann bað. En Hans ijet hann sitja. Pannig liðu nokkur ár. Kölski sat allt af í peru- trjenu, og allir vondu mennirnir, sem hann átti að sækja, óðu uppi um allan heim og gerðu alls konar óskunda, og þegar þeir svo loksins dóu, þá fóru þeir að hiiði Himnaríkis, og gerðu sankti Pjetri allra mesta ónæði og alls konar umstang. „Petta má ekki svo til ganga“, sagði sankt; Pjetur við Drottinn. „Yið verðum að fara sjálfir niður, og tala við Spila-Hans“. I’eir komu svo til Spila-Hans, og sögðu: „Nú er komið meira en nóg af þessum fíflalátum. Slepptu honum Kölska undir eins niður úr trjenu“. Og þá varð Hans auðvitað að sleppa Kölska, og Kölski tók hann þegar með sjer heim til sín. fegar þeir komu til Helvítis, fjekk Hans sjer sæti, og sagði við Kölska: „Eigum við að spila?" „Já, en um hvað eigum við að spila?“ „Sálir". Svo spiluðu þeir, og Hans vann hundrað sálir af Kölska. En þá varð Kölski svo gramur og reiður, að hann rak Hans burt úr Helvíti. Hans hjelt beina leið upp til Himnaríkis með allar sálirnar sínar, og barði þar að dyrum. „Hver er úti?“ „Spila-Hans með hundrað sálir vel taldar „Snautaðu burt sem fljótast. Hjer er ekki spilað". Hans skundaði þá til Hreinsunareldsins og barði að dyrum. „Hver er úti?“ „Spila-Hans með hundrað sálir vei taldar". „Snautaðu bara burt sem fljótast. Yið höfum nóga eymd og nógar hörmungar hjerna, þótt við förum ekki að spila“. Þá fór Hans aftur til Helvítis. Og Kölski hleypti honum inn, því að honum var þá runnin reiðin að mestu leyti. Hans stakk þegar upp á því, að þeir fengju sjer „einn slag“, og Köiski fjellst á það, því að hann hjelt, að hann myndi þá máske vinna sálirnar sínar aftur. En hann tapaði tvö hundruð sálum í viðbót. Kölski varð svo reiður af þessu, að hann fór að skæla, og svo fór hann beina leið upp til Drottins, og bað hann að taka Spila-Hans til sín, því að þeir gætu engan hemil haft á honum í Helvíti. „Við verðum sjálfsagt að taka hann“, sagði sankti Pjetur við Drottinn. Og svo kom Spila-Hans með sínar þrjú hundruð sálir til Himnarikis. Jafnskjótt sem hann var seztur þar að, tók hann til að spila, og það varð slíkur hávaði og slíkur ógangur, að það var blátt áfram hræðilegt — —. „Nei, þetta keyrir langt fram úr öllu hófi“, mælti sankti Pjetur. „Yið verðum að íleygja honum út“. Svo tóku þeir Hans, og fleygðu honum og öllum sálunum hans, þrjú hundruð að tölu, út úr Himnaríki, og bæði Hans og sálirnar hansskulluniður á jörðina, ogmol- uðust í miljónir agna, og agnirnar dreifðust út um allan heim, og bárust með loftinu ofan í ýmsa menn. Og allir þessir menn urðu jafn fíknir í að spila, eins og Hans hafði verið — og það eru margir til af þeim enn þá, víðsvegar um allan heim. Saiur. 1. Lambið erfljótaraað jeta upp heysátuna, heldur en naut- ið. Hvernig stendur á því? 2. Hvers vegna er ógerningur, að'hafa^hestinn fyrir skraddara Rsðning gátnanna í 25.—27. tölubl. 1. Já, B. var dóttir A. 2. Haninn, því að hannjber kambinn ætíð á sjer. 3. Eitt steinsnar. 4. Skugginn. Útgefandi: STEFAN EUNÓLFSSON, Pósthússlrœti 17, Reykjavík 1902 — Aldar-pr«ntBmiðja. — 235 — — 836 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.