Haukur - 02.11.1902, Blaðsíða 1

Haukur - 02.11.1902, Blaðsíða 1
H A U K U R. HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM, Ökeypis viðaukablað t'yrir auglýsingar. HAUKUR. Það hefir nú orðið æði langt hlje á útkornu Hauks, og sfcafar það af' ýmsum orsökum, sern hjer yrði of langt upp að telja. Jeg verð því að láta það nægja, að biðja kaupendur Hauks afsökuuar á drættinum, 'en get þó ekki stillt mig um, að geta þess jafnframt, að drátturinn er ekki eingöngu mjer eða prentsmiðjunum að kenna, heldur og að nokkru leiti miklurn meiri hlnta kaupendanna. Það kostar aem sje mikið mikið fje að get'a út anuað eins blað og Hauk, og það getnr enginn staðizt við það, nema því að eins, að kaupendurnir sjeu margir, og standi vel í skilum. Nú hafa kaupendur Hauks um langan tima verið svo margir, að Haukur liefði átt að geta lifað góðu lífi, ef allir hefðu staðið í skilum. En þótt margir útsölumenn og kaupendur hafi staðið heiðarlega í skilum með borgunina fyrir blaðið (þess er mjer skylt að geta með þakklæti), þá eru þó hinir miklu fleiri, sern hafa gle.ymt eða vanveelst, að senda andvirði blaðsins. En slíkt dugar alls ekki. Það er ftkylda, hvers þess manns, er gerist kaupandi að blaði, að standa vel i skilum við það; það er skylda hans, ekki einungis við blaðið og litgefandann, heldur einnig við hina skilvísu kaupendur, er oft verða á ýmsan hátt að gjalda vanskilanÐa. Blaðið gæti sem sje orðið stœrra og betur úr garði gert að mörgu leiti, ef allir stæðu í skilum. Jeg vona, að menn taki ekki til þess, þóttjeg hafi minnst á vanskilin, þegar jeg segi þeim það, að jeg á nú úti standandi af andvirði Hauks á sjö- unda þúsund króna. Ef hver og einn af kaupendum Hauks hefði borgað einar tvær krónur fyrir hvern árgang, eins og honum bar að gera, þá hefði fœrsta þeirra munað neitt um það, en þá væri ekki þessi mikla upphæð úti standandi, og — mig munar miltið um hana. Eng-iTiTi. af kaupendum Hauks má hugaa sem svo, að „það taki þvi ekki, að vera að senda einar tvær krónur — það muni engan neitfc um þær". Kornið fyllir mælirinn, og það eru eiumitt þessar tvær krónur frá hverjum kaupanda, sem Haukur á að lifa á — þær og ekkert aunað. * * * Frá því í fyrra, er Haukur hætti að koma út, hafa mjer borizfc að meðaltali margar brjefiegar eða munnlegar óskir um það, á degi hverjum, að Haukur hjeldi áfram að koma út, og allir hafa sagt, að þeir söknuðu hans mjög, ef hann kæmi ekki. En eins og jeg hefi þegar tekið fram, gat jeg longi vel ekki orðið við þessari almenmi ósk — ýmsra orsaka vegna, og ekki sizt vegna vanskilanna. En svo heppnaðist rnjer að fá mann í fjelag með mjer, er var fús á það, að bera hostnaðinn með mjer, í þeirri öruggu von, að kaupendur Hauks yrðu ahnennt slcilvísari eftirleiðis, heldur en þeir hafa verið. Þes,-?i maður er hr. kaupmaður Magnús Olafsson á ísafirði. * * HeÍmÍlÍSblaðÍð Hailkur kemur eftirleiðis vrt á Isafirði, og verður fyrsfc um sinn af sömu stærð og áður, BO arkir árganguriun, auk auglýsingablaða. Blaðið verður sent þaðan með póstferðum út nm landið, og annast meðeigandi minn og prentari biaðsÍDS. hr. Magnús Olafsson, alla afgreioslu þess. IíiMjbrn Hauks aunasfc jeg, eins og að undan- förnn. Á efni næsfca árgangs er minnsfc á öðrum stað hjer í blaðinu. Verð hvers árgangs er tvær krónur, eins og áður, er toorglst íyrix* lok Jiiriimá,iaað- ar ár Ixvevt, annað hvort til mín eða hr. kaupm. Magnúsar Ólafssonar á ísafirði. Eldri skuldir geta menn og sent hvorum okkar sem er, ef'tir því sem þeim þykir hægara. Jlfiykjavík, í des. 1905. Stefán Runólfsson. Æflntýri Sherlock Holmes lieitir söguflokkur einn mikill, sem byrjar að koma út í næsta árgangi Hauks. Það eru leynilögreglu- sögur eftir hinn nafnfræga enska höfund, ^l. Conan Doyle, og þykja bera af öllum hans sögum. Þær hafa á fáum árum verið þýddar á flest eða öll tungumál heimsins, og gefnar vit aftur og aftur, og alstaðar hafa þær- verið lesnar, eða — ef svo mætti að orði komast — gleyptar með dæmalausri græðgi. Þær segja frá öllum helztu afreksverkum Sherlock Holmes, sem er sá lang-skarpskygnasti, athugulasti, gáfaðasti og duglegasti leynilögreglumaður, sem sögur fara af, og sögurnar eru svo meistaralega sagðar, og efnið svo hngðnæmt og áhrifamikið, að allir, sem hafa lesið þær, viðurkenna þær sem hinar lang- beztu leyuilögreglusögur, er til sjeu. Sögur þessar eru margar alls, og sumar þeirra langar, og er áformað, að láta þær allar koma í Hauk, hverja á eftir annari í rjettri röð. Reyndar hefir fyrsta sagan komið út á íslenzku áður, í Lögbergi, en það er hvorttveggja að sögur Lögbergs eru hjer i fárra höndurn enda sjálfsagt, að byrja á byrjuninni og fella ekkert úr safninu. Auk þess birtist sú s>iga nú í nýrri, og — að jeg vona — vandaðri þýðingu. ÍJtgefendur Hauks vonast eftir því, að söguflokkur þessi verði Islendingum kærkominn, ekki siður en öllum öðrum þjóðum, og að sögurnar verði til þess,

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.