Haukur - 01.01.1906, Blaðsíða 1

Haukur - 01.01.1906, Blaðsíða 1
HAUKUE Hvíta Yofan. Amerísk í'rásaga. (Framh.) ¥*? ' Mendon stakk lyklinum i skrana, og fann, að dyrnar voru ólæstar. Þegar hann opaaði hurðina, æpti Eady hástöfum upp yfir sig, hljóp inn i her- bergið, og greip pjöt.lu úr svarta kjólnuin, sem Adrienne hafði verið í daginn áður. Hún hjekkút úr kjaftinum á víghundinum, er lá dauður og stirðn- aður á gólfinu. Það var auðsjeð, að einhver áflog höfðu átt sjer stað, því að borðið lá á hliðinni ofan á hundinum, og presturinn, sem var vel að sjer í efnafræði, sá þegar, að hundurinn hafði verið drep- inn með blásýru. Brotin úr glasinu lágu enn þá á gólfinu, og herbergið var fullt af sams konar lykt, eins og er af beiskum möndlum, eða með öðrum orðum blásýrulykt. „Nú skil jeg, hvernig i öllu liggur“, mælti presturinn alvarlega. „Hrakmennið hefir notað tæki- færið, þegar Adrienne hefir gengið í svefni, og hefir ætlað sjer að láta hana ganga beint í opinn dauðann. En það hefir auðsæilega einhver hjálpað henni, áður en hundurinn gat unnið henni nokkurt mein“. Eady spratt á fætur, þrýsti pjötlunni að brjósti sjer og mælti: „Gluði sje lof og dýrð fyrir alla hans náð, og þetta er hans mesta náð og miskunnsemi. Já — henni er borgið, henni er borgið, jeg veit það“. „En hvar er hún? Jeg verð að finnahana, og koma henni á óhultan stað“. En Eady fór i flæmingi undan öllum 'spurn- ingum, og stóð á því fastara en fótunum, að hún hefði enga hugmynd um það, hvað við hefði borið; þeir hættu þess vegna að lokum að ganga á hana, og ljetu hana fara aftur upp til Lecours. Mendon var gagnkunnugur í húsinu, en er þeir höfðu leitað árangurslaust um allt húsið, sneru þeir aftur, vonlausir og gramir í geði, upp í herbergi Lecours. Hann var nú nokkurn veginn rólegur, og spurði sigrihrósandi: „Nú já, já, funduð þið hana örenda og sundur tætta, og fegurð hennar að engu orðna? Ó, bara að hún hafi fengið að reyna lítið eitt af minum kvölum, áður en hún skildi við. Það liefðu verið makleg málagjöld fyrir svik hennar við mig — mig, sem ætlaði að gera hana að drottningu yfir Frakk- landi. Já — drottningu yfir stærstu og mestu þjóð heimsins, ef hún hefði bara reynzt mjer trú. Ea hún sveik mig, og jeg framseldi hana í dauðann“. „En hún er ekki dáin“, svaraði faðir Eustace alvarlega. nVið fundum ekkert af Adrienne Durand, að undantekinni þessari pjötlu úr kjólnum hennar, er hjekk út úr kjaftinum á víghundinum. Hund- urinn lá dauðut Eorsjónin hlýtur að hafa sent einhvern henni til bjargar, og hún er sjálfsagt kom- in á óhultan stað“. Meðan Lecour hlustaði á þessi orð, settist hann upp hægt og hægt. Hann var miklu likari liðnu liki, heldur en lifandi rnanni, og það leið löng stund áður en hann hefði krafca til þoss, að segja nokk- uð. Að lokum tautaði hann svo í lágum hijóðum : „Gabbaður — gabbaður að lokum! Hver gat komið henni tii hjálpar, annar en hvíta vofan? Það hlýtur að hafa verið hún. Jeg veit það, að bölvunin er í sannleika yfir mjer“. „Yið fundum ekkert“, mælti faðir Eustace enn fremur, „ekkert, sem gæti bent okkur á afdrif vesalings stúlkunnar, nema ef vera skyldi þetta brjef, sem jeg tók úr brjefahylkinu hennar. Máske getur það orðið okkur til leiðbeiningar um það, hvað af henni hefir orðið“. Presturinn tók upp hjá sjer viðvörun þá, sem Adrienne hafði fengið kvöldið áður á svo kynlegan hátt, og las hana hátt. Lecour bað um að lofa sjer að líta á brjefið, og er hann hafði litið á höndina, lokaði liann augunum og tautaði í hálfum hljóðum: „Hún er sú sama — sú sama. Hvaðan ætti það líka annars að hafa kotnið?“ Faðit' Eustace gat ekki fengið meira upp úr honum. Hann lá sem meðvitundarlaus, þar til krampa- flogin komu aftur í hann. Þá mælti presturinn við Mendon: „Það er skylda min, að yfirgefa ekki þennan deyjandi syndara, fyr en hann er kominn í það skap, að hann geti tekið móti hinni síðustu þjón- ustu kirkjunnar. Jeg kom hingað með hefnd i huga, en guð hefir tekið að sjer hefndina, og mitt starf verður að vera það, að búa hann undir hinn efsta dóm. Þjei verðið því að fara einn, og reyna að leita að Adrienne, eftir þessum litla leiðarvísi, sem við höfum fundið“. „Jeg hygg, að jeg hafi annan betri, heldur en yður grunar. Stjúpa mín gaf mjer hann i morgun, áður en við fórum af stað. Jeg má ekki eyða tím- anum í það, að skýra nákvæmar frá þessu, heldur ætla jeg þegar að leggja af stað þangað, sem jeg ímynda mjer að ungfrú Darand sje“. Presturinn leit hvatskeytislega til hans, en fjellst svo þegar á uppástungu hans og mælti: „Farið þá í guðs nafni, og reynið að komast fyrir, hvað af henni hefir orðið“. V- 2 5. kapítuli. Meðan þetta gerðist, reið ungur maður, er komið hafði frá New Orleans sama morguninn, á- leiðis eftir veginum til Bellair, og var hann auð- sæilega glaður og í góðu skapi. V. 28.-30.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.