Haukur - 01.01.1906, Blaðsíða 6
HAUKUE.
„Hafið þjer ekki enn þá frjett neitt af Yiotor
du Vernay?u
„Nei, ekki enn þá, en hann hlýtur að koma.
Jeg lagði miðann, sem þjer skrifuðuð, á þann stað,
þar sem hann hlýtur áreiðanlega að finna hann; eða
að öðrum kosti er hann ekki tryggur elskhugi.
Þegar hann kemur til Bellair, leitar hann auðvitað
vandlega í herbergi því, sem Adrienne var síðast
í, og þá hlytur hann að finna miðann. En þótt
svo fari, að hann finni hann ekki, mun samt erindi
hans hingað koma honum til að heimsækja mig,
jafnvel þótt hann hafi engan grun um það, hver
bíður hans hjer“.
Qojð
eP-tS
2T. kapítuli.
Mendon beið þess óþreyjufullur, að Brunel lækn-
ir kæmi aftur, og óðara en hann sá hann koma í
dyrnar, spurði hann ákafur:
„Er leyfilegt að spyrja, hvort ungfrú Durand
hefir verið flutt hingað, og hvort hún er nú undir
verndarvæng yðar?"
„Já, hún er það. Og móðir hennar hefir gefið
mjer leyfi til þess, að segja yður hina merkilegu
og raunalegu æfisögu hennar11.
Með því að það er óþarft, að endurtaka þann
hluta sögunnar, sem lesendunum er þegar kunnur,
ætlum vjer hjer að eins að segja niðurlagið, er mun
skýra allt það, sem ef til vill hefir þótt torskilið
hjer að framan.
Tveim árum eftir að Louisa giftist Lecour, var
hún orðin biluð, bæði á sál og líkama, og lá við
algerðri sturlun. Einn dag, skömmu fyrir sólarlag,
sat hún ein i herberginu sinu. Dyrnar voru opnar,
og kvöldgeislana lagði inn um dyragættina. En
allt í einu kom skuggi af ókunnum manni í dyrnar.
Maður þessi var mjög útitekinn í framan, og
andlit hans bar þess órækan vott, að hann hafði
orðið að reyna margt mótdrægt um dagana og berj-
ast harðri lífsbaráttu. Hárið var snjóhvítt. En
óðara en Louisu varð litið á hann, sannfærðist hún
nm, að þetta var æsku-elskhugi hennar, eiginmað-
urinn, sem hún hjelt, að væri fyrir löngu dáinn.
Hún hafði fyrir löngu komizt að því, hversu
grimmilega faðir hennar hafði blekkt hana og svik-
ið, og hún vissi, að kirkjulega atböfnin, sem sam-
einaði hana og Henri Durand, hafði verið fullkom-
lega lögmæt í alla staði. En hún hafði ekki vitað
betur, en að hann væri látinn fyrir löngu, þegar
hún gekk að eiga Lecour.
Louisa reyndi að standa upp, en hneig með-
vitundarlaus niður við fætur manns sins. Durand
lyfti henni upp, vermdi köldu hendurnar hennar i
sínum, og kom með svo margar og ofsalega við-
kvæmnislegar fullyrðingar um ást sína og harma,
að hún raknaði smám saman við aftur. Hún sleit
sig þá lausa, og mælti örvílnuð:
„Snertu mig ekki. Jeg er ómakleg þess, að
þú kallir mig þína, því að jeg hefi verið svo ístöðu-
laus, að láta fjarlægja mig þjer að fullu og öllu“.
„Hvað áttu við, Louisa?" spurði hann. „Jeg
veit, hvernig þú varst blekkt og blinduð, þegar þú
gekkst að eiga Mendon, og þegar jeg kom út úr
fangelsinu, ljet jeg þig þess vegna njóta í ró og
friði láns þess, er hann kunni að geta veitt þjer.
En nú, eftir að jeg frjetti lát hans, hefi jeg ferðast
um hálfan heiminn þveran, til þess að finna þig“.
Hún svaraði frá sjer numin af örvílnun:
„Og jeg hefi fleygt mjer í hendurnar á öðrum,
sem mun — — —“
„Verja rjettindi sín í lengstu lögu, bætti Lecour
við, hamslaus af bræði, um leið og hann kom æð-
andi inn í herbergið og nam staðar frammi fyrir
þeim. „Hver eruð þjer, sem dirfizt að vera í faðm-
lögum við konuna mína, beint fyrir augunum á
mjer?u
„Jeg er löglegur eiginmaður hennaru, svaraði
komumaður einarðlega, og vafði Louisu fastara að
brjósti sjer. „Jeg er Henri Durand, og þegar þjer
komuð hingað, og beittuð konu þessa níðingsbrögð-
um yðar, vissuð þjer vel, að jeg var á lífi. Þjer
vissuð, að jeg var kominn út úr fangelsinu, og það
var hálfbróðir yðar, Latur læknir, uppgerðar-vinur
minn á Indlandi, sem með skeytum sinum og vís-
bendingum gerði yður færan um, að blekkja og
vjela konuna mina, og fá hana til þess, að ganga
í hjónaband, sem þjer vissuð, að var með öllu
ólögmætt".
„Jeg skal fljótlega gera það svo lögmætt, sem
þörf er áu, grenjaði Lecour, og í sama bili vatt
hann sjer að Durand, og rak rýting sinn í hjarta
honum.
Durand var ineð Louisu í fanginu, hálf-með-
vitundarlausa. Hann gat því ekki komið við neinni
vörn, og fjell örendur á gólfið.
Þegar hún raknaði við, og sá, að hún var öll
löðrandi í blóði eiginmanns síns, er lá myrtur á
gólfinu, flúði hún í dauðans ofboði burt úr húsinu,
jafnvel þótt Eady gamla, er hafði komið inn og
verið sjónarvottur að þessum hryllilega atburði,
gerði allt, sem í hennar valdi stóð, til þess að aftra
henni frá því.
Það var óðum að skyggja, og komst hún þess
vegna undan þeim, sem veittu henni eftirför.
Hún hljóp sem fætur toguðu eftir veginum,
sem lá frá Bellair ofan að fljótinu, og fleygði sjer
í örvæntingu sinni í fljótið.
í þessum svifum kom Brunel læknir ríðandi
eftir veginum, og var hann á leið heim til sín.
Hann sá hvitklædda konu hlaupa þvert yfir veginn,
skammt fram undan sjer, og heyrði skvampið í
vatninu, er hún fleygði sjer í fljótið.
Hann var fyrirtaks sundmaður, og beið ekki
boðanna, heldur stökk þegar af baki til þess að
reyna að bjarga. Kjóll Louisu hafði orðið fastur á
rekastaur, sem straumurinn hafði borið rjett að landi,
og heppnaðist lækninum því fljótlega að bjarga
henni og koraa henni á land. Hún var þó með
öllu meðvitundarlaus.
Því verður ekki með orðum lýst, hve forviða
og hryggur hann varð, er hann sá, að þetta var
dóttir fornvinar hans, yndisfagra konan, sem allir
höfðu einu sinni dáðst að, virt og elskað, meðan
227 —
228 —