Alþýðublaðið - 06.05.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.05.1927, Blaðsíða 4
4 ALfcÝÐUBLAÐIÐ Eglll Sirelmssoia, trésmiður. Fæddur 1. ágúst 1883. Dáinn 15. september 1926. Ég man þig ungan á æskuskeiði, sem ert nú hniginn að grænum meiði með ást i hjarta og æskuvorið, og áttir kraftinn og lífsins þorið. Eg man þig hraustan í æsku-blóma og alt, sem vunstu til gagns og sóina, pví snemma hönd pín var hög á smíði, og hlauzt fljótt virðing og traust hjá lýði. Ég man pig glaðan með glens á vörurn; í gáska beittirðu hnittnum svörum; en saklaus varst peim, er sizt gat kvartað, og særðir engan, pví gott var hjartað. Ég man pig hryggan í mótgangsprautum, pá mistir próttinn á lífsins brautum og úti heilsan, í öll skjól fokið og æfistarfinu pínu iokið. Ég man pig veikan og máttar-protinn, af meinum sárustu ganga lotinn. Og loks er eilífðar-lækning fengin; nú iifirðu alheill — og pjáning engin. Jens Sœmundsson. og parf ekki. annað en minna á ,,Svein Dúf«“. Togararnir. ,.Menja“ k.om af veiðum í gær með 73 tunnur lifrar og ..Ölafur" með 114, en .,Sindri“ í morgun með 75 tn. ,,Hilmir“ fór á veiðar í morgun. DánarSregn. Frú Kristín Símonarson, ekkja Björns Símonarsonar gullsmiðs, andaðist í gær rúmlega sextug að aldri. Þorgeir Jónsson guðfræðingur, sá, er hér var neitað um vígsluna, tók við prests- starfinu vestan hafs að Girnli í Manitoba 10.. apríl.. Skipafréttir. „Lyra“ fór í gær til Noregs og „Nordiand" utan með fisk. Tvær franskar skútur koníu hingað í gær og sú priðja í morgun. Vatnsleysið í uppbænum síðdegis í gær og í morgun stafaði af pví, að við eprengingu í grunni barnaskólans nýje sprakk í gær Njarðargötu- vatnsæðin alveg sundur, en hún liggur par pétt vlð. Vatn, sem ikom, í jnótt í a. m. k. sum húsin, var úr annari vatnsæð, eftir að fiskpvottahúsum hafði verið iok- að. Söngkvöld Henriks Dahls. Villur höfðu slæðst inn í aug- lýsingu hans í blaðinu í gær. Hann syngur i kvöld, föstudag 6. maí, Jd. 7V* stundvíslega. Að- göngumiðaverðið er kr. 2,00 og 2,50. ’Peir, sem unna söngiist og hnýttileguin gamanvisum, ættu að 'hilusta á hann. Veðrið. Hiti 10—4 stig. Hvergi mjög hvast. Votviðri á Suðurlandi. Þurt annars staöar. Loftvægislægð yfir Norðvesturlandi á norðausturieið. Skúraveður hér og víðar. í heiisufarsfréttunum í gær átti að standa, að heilsu- farið hér í borginni hefði verið svipað s. 1. viku og vikuna næstu á undan. Góðlyndur sýslumaður. Þorsteinn á Grund segir í „Mgbl.“ 11. marz 1927, að Sigurð- Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræti 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Ráðskonu vantar. Upplýsingar á NýlUendugötu 15 B, kjallara. ur sýslumaður Þórðarson hafi ekki reiðst sér nema einu sinni. Mi..kið ósköp h.lýtur Sigurður að vera gæflyndúr! Akramsingur. Mary Wickery, 16 ára gömul stúlka, sem álitið var að hefði verið myrt 1925, skilaði sér uni daginn aftur heim til sín i New York. Fyrir pennan ímyndaða glæp hafði bifreiðarstjóri, Conley Dabney að nafni, verið dæmdur í æfilanga fangelsisvist, og var hann íarinn að taka út hegning- una. Stúlkan segist hafa yfirgefið heimilið af pví, að hún hafi orðið saupsátt við foreldra sína. Skömmu eftir að hún hvarf fanst kvenmannsiík, sem talið var víst að væri af henni. Var Dabney tekinn fastur, og bar eitt vitrii, að páð hefði séð hann beita of- beldi við Mary Wickery. Mann- auminginn prætti, en var dæmd- ur engu að síöur. Nú er búið að taka vitnið, afbrýðissama konu, fasta fyrir rangan framburð fyrir rétti. S6KSAR, Sijölbpeytt úrval. Verðið hvergi Iætpsa, VÖRUHÚSIS. Veggmyndir, fallegar og ódýr- ar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sama stað. Snkkar — Soiíkar — Sokkar frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. tJtsvarskærur skrifar Pétur Jakobsson. Óðinsgötu 4. Harðfiskur, riklingur, smjör, tólg, ostur, saltkjöt; alt bezt og ódýrast í Kaupféiaginu. Verzlið við Vikar! Það verður notadr(jgst. TiS hreingernmga er Gold Dust pvottaefnið tilvalið. Rjómi fæst alian daginn í Al- pýðubrauðgerðinn. Hrognkelsaveiði er töiuverð beggja vegna við nesið, pegar gefur á sjó. Karlarnir koma með rauömaga í soðið. Kerlingarnar taka hann og slægja og henda lifrinni í öskutrogið. En vegna pess, að líkamann vantar „vita- min“, ráðleggur læknirinn, að keypt sé Igsi og drukkið. — Á mörgunr sviðum er hagsýnin pessu lík hér í bæ. Oddur Sigurgeirsson, hinn sterki af Skaganum. Ritstjon og ábyrgOarmoöur Halíbjöj'B HalldórsaeB. Alþýðuprentsmiðjan. Um sumarnám barna. Eftir Arngrim Kristjánsson kennara. (Frh.) Þegar litið er yfir garða fólks- ins eða blómin í stofum þess, þá sést fljótt nrikil! munur á útliti jurtanna, þótt öil ytri skilyrði virðist vera lík. Sumum jurtun- um líður vel, öðrum illa. Það er að eins 111 og góð hirðing, sem skapar jiennan mun. ELn hús- freyja kann að hirða blómin sín . og hefir áhuga á pví, en hin kann ekkert til verksins og er pö að bjástra við paö. Þaö parf ekki síður að kenna hinuin uppvaxandi húsmæörum þessa lands að rækta og hirða blómin sín en að kenna þeim að sauma blóm í ljósadúka. Þetta næg"ir til að benda á hina brýnu jmrf á fræðslu í þessum efnum yegna þess, að jiví að eins er rétí að fækta skraut- og nytjó- jurtír, að hvort tveggja sé vel Irirt. Eimiig má benda á, að þar sem garðrækt vor er í slíkri bernsku, þá er þvi meiri fengur að nota skóiagarðana til að auka áhuga á garðræktinni með hjálp barna, sem stunda garðyrkjunám í skóla- garöi. Börnin flytja heim með sér ýmsar jurtir (nytjajurtir ogskraut- jurtir) úr skólagarðinum, sem for- eldrum eða hsiririlisfólkx eru ekki kunnar. Börnin geta þannig vrakið beimilisfólkið til meðvitundar um þaö, að hægt er aö rækta þessar jurtir heirna vió húshliðina til gagns og prýði, í þessu sam- bandi get ég ekki stilt mjg um að minnast á hjð ömurlega útlit bæja hér á landi, og ég er hræddur um, aö höfuðborgin sjálf eigi ekki hvaö minst af þessum svívirði- legu, andstyggilegu svæðum við húsin. jxessum krókum og kymum, sem börnin ala altíur sinn í á sunirin, en eru hálf-fullir af ó- þverra og drasli, fjúkandi bréfum o. s. frv. —, Þessi óræktarsvæði eíga börnin að leggja undir sig, jxar munu þau nema sér iand, er þau h'afa. kynst þessari starfsemi í skólagarðinum. — Þá mun útlit bæjanna breytasí ekki all-lítið til batnaðar frá því, sem nú er. Ég get hugsað mér, að mönnum vaxi í augum að koma hér upp skólagörðum sökurn hnattstöðu landsins og hinnar óblíðu náttúru. En ég vil að eins benda á, að pað er jxegar sýnt og sannað, að hægt er aö rækta liér þó nokkrar nytjajurtir. og það er beint hags- munamál þjóðarinnar, að aukin verði slík ræktun, þvd að þá eru fremleiddar i landinu sjálfu af- urðir, er ella væru fluttar inn. Eins þrífst hér fjöldi blómjurta (skrautjurtir, útlendar og innlend- ar) og loks nokkrar tegundir af trjám og runnum. Það er leikur einn að rækta hér flestallar skraut- og nytja- jurtir, er ræktaðar eru í skóla- göröurii Noregs og Svíþjóðar. 1 raun réttri er hægt að tala um þreríns konar skólagarða, er börn- um er ætlað að starfrækja, sam- kvæmt eðli þeirra, formi og ætl- un. Fyrst og fremst einfalda skrúö- garða á skólaióðinni, er einungis eru ætlaðir til að prýða lóð skól- ans og gera með pvd skólabygg- ioguna liugþekka í augum barn- anna. 1 annan stað er skólagarðin- um skift niður í marga smáreiti sérskiida. Hvert barn er látið ann- «st um og bera ábyrgð á sínum litla reiti. Störf barnsins eru ein- angruö við hann. Barnið ieggur sig fram, því að það finnur glögt, að reiturinn íitli kveður upp sinn dóm yfir því. — Dugnaðjur, ást og umhyggja skapar fagran reit, og öfugt. Það gefur að skilja, að petta fyrirkomulag eflir dugnaðhr- og sjálfsbjai'garhvöt barnsins, en pað glæðir ekki að sama skapi sam- vinnu- og féiags-hvöt þess. (Frh.) Gengi erlendra mynta er óbreytt frá í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.