Haukur - 01.01.1913, Blaðsíða 7

Haukur - 01.01.1913, Blaðsíða 7
HAUKUR. »Þetta er einkennilegt safn«. »Já, mjög einkennilegt; en þó inun yður þykja e°n þá einkennilegri sagan, sem er í sambandi það«. »bylgir einhver saga þessum menjagripum?« »Já, eða rjettara sagt — þeir eru saga«. »Hvað eigið þjer við með því?« Sherlock Holmes tók muni þessa upp úr kass- anum og raðaði þeim á borðbrúnina. Svo hag- laeddi hann sjer á stólnum, og virti þá fyrir sjer lneð einstaklegum ánægjusvip. »t*etta«, mælti liann, »er allt það, sem jeg á minja um Shirleya-siðbókina«. Jeg liafði oflar en einu sinni lieyrt hann minn- asl á þetta mál; en hann hafði aldrei sagt mjer frá þvj. »Mjer þætti gaman«, mælti jeg, »ef þjer vild- nð segja mjer frá því máli«. »Og láta allt draslið liggja«, mælti liann ó- nptalega. »Reglusemi yðar á sjer ekki sjerlega (jápar rætur, Watson; hún fýkur út í veður og 'lnd, óðara en á hana reynir. En jeg hefi ekkert a móti því, að þjer bætið þessu æfintýri við hin, Sem þjer haíið þegar látið prenta, því að það er ^iislegt í því, sem gerir það lalsvert ólíkt öðrum k^pamálasögum, bæði hjerlendum og erlendum. ' t,fn af sögum um þetta litla, sem jeg hefl haft nieð höndum, væri líka næsta ófullkomið, ef sög- l'tmi nní þetta einkennilega mál væri sleppt með Þjer munið víst eftir því, að þegar jeg sagði ?ður söguna um »Gloria Scott«, þá sagði jeg yður JMnframt frá því, að viðtal mitt við veslings ^amla manninn, og örlög hans, hefðu orðið lil Uess, að jeg hefði farið að hugsa um að nota l3ehleika þá, sem forsjónin hafði gefið mjer, í þarfir starfs þess, sem með tímanum hefir orðið mjer að atvinnuvegi. Nú er jeg orðinn töluvert nafn- nnnur maður, og bæði lögreglan og almenningur alítur mig þá hjálparhellu, sem svo að segja aldrei regðist, og sjálfsagt sje að leíta til, þegar hugvit aHra annara bregzt. Og þegar við kynntumst fyrst, atn það leyti sem jeg hafði með höndum mál f að, sem þjer liafið sagt frá undir fyrirsögninni: ''Rauðar rúnir«, hafði jeg fengið töluvert mikið að gera, þótt það gæfi stundum litlar tekjur. En Ujer gelið sjálfsagt ekki hugsað yður það, hve erfilt jeg álti uppdráttar fyrst í stað, og hve lengi ■jeg varð að bíða þess, að menn tækju almenni- ega eftir mjer og hæfileikum mínum. eg kom fyrst til Lundúna, hjelt jeg til -stræti, rjett við hornið á bókasafns- ____la, og þar sat jeg og beið þess að menn en notaði allar tómstundir, sem því miður jV°ru nokkuð margar, til þess að kynna mjer ræki- e8a allar þær greinar vísindanna, sem gátu gert 'nig færari um að leysa af hendi starf það, er jeg ^fiaði að gera að æfistarfi mínu. Endur og sinn- Ulíl Var jeg beðinn að grafast fyrir eitt eða annað, °8 var það einkum gegnum gamla skólabræður ^ina, því að síðustu árin, sem jeg var á háskól- a,lnm, höfðu stúdentarnir ofl talað sín á milli um ^ÍS og aðferðir mínar. Þriðja málið, sem jeg , Hegar j 1 Montague tll'sinu mik fjekk þannigtil meðferðar, var viðvíkjandi Shirlejra- siðbókinni, og það varð einmitt til þess, að jeg á- kvað að helga mig að öllu starfi því, sem jeg nú hefi með höndum. Reginald Sbirley hafði verið mjer samtíma á háskólanum, og við höfðum verið beztu kunningj- ar, jafnvel þótt vinátta okkar ætti sjer ekki djúp- ar rætur. Hann þótti lítt við alþýðu skap og var talinn drambsamur í meira lagi. En jeg leit allt af svo á, að þetta sem aðrir álitu dramb, væri ekki annað í raun og veru, en tilraun af hans hendi til þess að leyna meðfæddu vantrausti á sjáifum sjer. Hann var snyrtimenni, bæði í framgöngu og klæðaburði. Hann var mjóleitur, fyrirmannlegur í sjón, og nefið var mjólt og dálítið íbjúgt. Augun voru stór og augnaráðið þunglyndislegt. Lima- burður hans var hálfletilegur, og lireyíingar hans sömuleiðis, en þó prúðmannlegar mjög. Hann var líka af góðum og gömlum ættuni, einhverri elztu ættinni í konungsrikinu. A sextándu öldinni liafði einn af forfeðrum hans flutt sig norðan úr landi og setzt að í Sussex, og er búgarður ættarinnar þar, Hurlstone, ef til vill elzti bústaðurinn í greifa- dæminu. Manni datt ósjálfrátt í hug, að þessi gamli herragarður liefði sett svip sinn og útlit á inann- inn, eða að minsta kosti duttu mjer ætíð í hug grámúraðir bogagangar, oddbogagluggar og aðrar miðaldaleifar, sem þessir gömlu lierragarðar hafa ætíð að geyma, — þegar mjer varð litið á náfölt og skarpleitt andlitið hans, og það, hvernig hann bar höfuðið. Af einberri tilviljun liöfðum við nokkrum sinnum talazt eitthvað við, og urðum brátt beztu kunningjar, og mjer er það í minni, að hann dáðist oft að athugana- og ályktana- aðferðum mínum. En svo liðu fjögur ár, er jeg frjetti ekkert af honum. Þá bar það við morgun einn, að hann kom allt í einu inn til min, þar sem jeg átti heima í Montaguestræti. Hann hafði lítið eða ekkert breytzt frá því er við sáumst síðast. Hann var klæddur eftir nýjustu tízku — hann hefir ætíð verið töluvert spjátrungslegur — og hann var jafn letilegur í hreyfingum, og jafn kurteis og prúð- mannlegur, eins og hann hafði ætíð verið. »Nú, það er langt síðan við höfum sjezt — hvernighefiryðurliðið allan þennan tíma, Shirley?« spurði jeg, er við höfðum heilsazt alúðlega með handabandi. »Þjer haíið sjálfsagt lieyrt lát föður míns«, mælti hann. Hann andaðist fyrir tveimur árum, og síðan hefi jeg auðvitað orðið að stjórna búinu. Auk þess hefi jeg, sem herragarðseigandi, orðið að hafa á hendi ýms störf í almenningsþarfir, svo að jeg hefi haft ærið að gera. En hvernig líður yð- ur, Holmes? Jeg hefi heyrt, að hæfileikar yðar, sem oft gerðu okkur alveg forviða, sjeu nú farnir að koma yður að góðu gagni, og að þjer notið þá óspart«. »Já«, sagði jeg, »jeg er farinn að lifa á skarp- skygni minni og skynsemi«. »Það þykir mjer vænt um að heyra, því að — 13 — — 14 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.