Haukur - 01.01.1913, Blaðsíða 8

Haukur - 01.01.1913, Blaðsíða 8
H A U K U R. einmitt nú gælu ráð yðar orðið mjer að ómetan- legu gagni. Það hafa gerzt mjög einkennileg at- vik úti í Hurlestone, og lögreglunni hefir ekki tekizt að grafast fyrir, hvernig á þeim stendur. Það er allt saman með öllu óskiljanlegt og ó- mögulegt að skýra það á nokkurn hátt«. — Þjer hljótið að skilja það, Watson, að jeg fór að verða meira en lílið forvitinn. Jeg hafði hvern mánuðinn eftir annan orðið að sitja með hendurnar í kjöltunni, vegna þess að enginn kom með neitt verkefni handa mjer, og nú kom loks- ins mál, sem jeg vonaði að gæti orðið til þess að vekja athygli á mjer. Jeg fann það á mjer, að mjer mundi áreiðanlega lánast að grafast fyrir margt það, sem aðrir væri uppgefnir við, og nú var hjer tækifæri til að sýna það. »Viljið þjer gera svo vel og skýra mjer ná- kvæmlega frá efni málsins og einstökum atriðum þess?« mælti jeg. Reginald Shirley settist gagnvart mjer og kveikti í vindlingi, sem jeg hafði ýtttil hans eftir borðinu. »Fyrst af öllu verðið þjer að gera yður ljóst, að jeg hefi mjög margt fólk í minni þjónustu, þótt jeg sje ókvongaður«, mælti hann, »því að Hurl- stone er ákaflega umfangsmikið heimili, og út- heimtir margt vinnufólk, mikla vinnu og margs- konar umsjón. Þar við bætist, að jörðinni til- heyra ágæt veiðihjeruð, svo að húsið er ætíð fullt af gestum, meðan veiðitíminn stendur yfir, og þá vil jeg ógjarnan láta standa á frammistöðunni. Jeg hefi þess vegna alls — auk bryta og kjallara- varðar — tvo þjóna, einn dreng og átta stúlkur — bara til innanhússverka. Svo er auðvitað annað vinnulið í garðinum, og enn annað í hesthúsun- um o. s. frv. Af öllu þessu vinnuliði hefir Brunton, kjallara- vörðurinn, verið lengst í okkar þjónustu. Hann var kornungur barnakennari, atvinnulaus, þegar faðir minn tók hann. En hann var ákaflega duglegur og kappsamur maður, og þótti því brátt ómissandi á heimilinu. Hann var laglegur á velli og fríður sýnum, og hafði aðdáanlega fallegt enni. Og þó að hann hafi nú verið hjá okkur í full tuttugu ár, þá getur hann ekki verið meira en fertugur, eftir útliti hans að dæma. Þegar tekið er tillit til þess, hver myndarmaður hann er og hve mörgum góðum hæfileikum hann er búinn, hann talar sem sje fjölda tungumála, og leikur á hjer um bil öll hugsanleg hljóðfæri, — þá sýnist það i meira lagi einkennilegt, að hann skuli um svo langan tíma hafa gert sig ánægðan með stöðu þá, sem hann hefir haft á heímili okkar. En honum hefir sjálfsagt þótt staðan þægileg, og ef til vill er það af meðfæddu framkvæmdarleysi, að liann hefir ekki borið sig eftir annari slöðu. Kjall- aravörðurinn á Hurlestone er svo einkennilegur maður, að allir, sem gist hafa hjá okkur, munu sjálfsagt minnast hans lengi. En einn galla hefir hann: hann er mesti kvennabósi. Og þjer hljótið að geta skilið það, að annar eins maður og hann muni hafa átt hægt moð að krækja í stúlkur þarna út í sveitakyrðinni. Þegar hann loksins kvongaðist, hætti hann — 15 — þessum skolla að mestu leyti, en síðan hann varð ekkjumaður, hefir hann hvað eftir annað koniið okkur í meslu vandræði með kvennaslarki sínu- Fyrir nokkrum mánuðum voruin við farin vona, að hann væri i alvöru farinn að hugsa uiö að kvongast aftur, því að þá trúlofaðist hann einm stofuþernunni hjá okkur, Rachel Hovells að nafnn En það stóð ekki lengi. Hann sagði lienni bráð- lega upp aftur, og tók að daðra við Janet TregiHeS’ dóttur yfirskógvarðarins míns. Rachel er mest® myndarstúlka, en nokkuð viðkvæm og geðmikil* eins og flestar stúlkur frá Wales, og hún tók sjei þetta svo nærri, að hún lagðist í heilabólgu og lá lengi milli heims og lielju, og er nú ekkeit nema skinnið og beinin. Þetta er nú fyrsti raunaviðburðurinn þarna úti hjá okkur. En þess var ekki langt að bíða að fleira gerðist sögulegt, er gæfi okkur annað uffl' hugsunarefni, og tildrögin til þess voru óráðvendm Bruntons, og brottrekstur hans af heimilinu. Og nú skal jeg segja yður söguna af Þvl’ Jeg hefi þegar sagt yður, að Brunton var gáfu' maður og mjög fróðleiksfús, og það var einniitt þessi fróðleiksf5rsn lians, sem fór með hann, Þv| að hún virðist hafa vakið hjá honum óseðjandi forvitni um ýnrsa hluti, sem alls ekkert koma honum við. Jeg hafði enga hugmynd um þa®» til hvers þessi forvitni hans hafði leitt hann, fy1 en jeg komst að því af hreinni tilviljun. Hurlstonehöllin er stórhýsi töluvert, eins og jeg gaf áðan í skyn. Kvöld eitt í vikunni sem leið — svo jeg komist nákvæmar að orði: síðast' liðið fimmtudagskvöld — gat jeg ómögulega sofn' að, líklega vegna þess, að jeg hafði verið svo o- varkár, að drekka bolla af sterku kaffi á efhr miðdegisverðinum. Þegar jeg hafði legið og ve*^ mjer í rúminu til kl. 2, komst jeg að þeirrl niðurstöðu, að það væri ekki til neins að ligða svona lengur, og jeg fór þess vegna fram úr rúm' inu og kveikti á lampanum, í því skyni að ljúka við skáldsögu eina, sem jeg hafði byrjað að lesa kvöldið áður. En jeg hafði skilið bókina efbf niðri í knattborðsstofunni, og fleygði jeg því ydr mig slopp og fór ofan til þess að sækja hana. Til þess að komast ofan í knattborðsstofuna> varð jeg að fara ofan tvo stiga, og því næst þvefl yfir endann á gangi þeim, sem liggur að bókastof' unni og vopnabúrinu. Eins og þjer getið skili^’ varð jeg ekki lítið forviða, þegar mjer varð^ld*^ eftir ganginum, og jeg sá að bókastofan var op111 og ljósglælu lagði úr henni fram á ganginn. Je^ mundi það svo greinilega, að jeg hafði bæði slökkt á lampanum og Iokað hurðinni, þegar jeg fór það' an upp til að hátta. Eins og eðlilegt var, dad mjer fyrst í hug, að þjófar hefðu brotizt inn * hiísið. Allir gangar í höllinni eru skreyttir gömi' um vopnum, skjöldum og öðrum hergögnum sigurmerkjum frá miðaldastríðunum, — og jeg túk þegar öxi eina mikla, skildi ljósið eftir bak v1^ hurðina í dyrum þeim, sem jeg hafði komið út um, og læddist á tánum eftir ganginum, þangað ti jeg gat sjeð inn í bókastofuna. (Framh.) - 16 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.