Haukur - 01.01.1913, Blaðsíða 12

Haukur - 01.01.1913, Blaðsíða 12
H A U Iv U R. löng og mjög hátíðleg ávörp. Ráðherrarnir brostu vingjarnlega, fylgdu konunum til dyra og hneigðu sig kurteislega. Árang- urinn varð enginn. — Pá breyttu konurnar um aðferð. Þær tóku ráðherrana á götunni — tvær hvern ráðherra, og leiddu hann ástóðlega milli sín. Og þær töluðu um atkvæðisrjett kvenna, og orðvaðallinn streymdi yfir ráðherrana eins og foss af bjargi. Veslings ráðherrarnir voru alveg ráðalausir. En svona má ekki fara með æðstu embættismenn ríkisins. Eftir þetta gengu leynilögreglumenn ætíð í hámót á eftir ráðherr- unum, þar sem þeir voru á ferðinni, og bægðu atkvæðisrjett- arkonum frá þvi að ná í þá. — Nú breyttu konurnar um orustuvöll. Þær höfðu um langt skeið barizt á strætum uti; nú fluttu þær sig inn í þinghúsið. Niðri í fundasalnum sátu 670 einstaklega alvörugefnir menn og rjeðu ráðum sínum um heill og hagsæld ríkisins. Uppi á áheyrendapöllunum sátu meðal áheyrendanna milli tíu og tuttugu konur, og æptu og öskruðu, svo að þingmennirnir heyrðu ekkert hver til annars. Hvað var þá annað fyrir hendi, en að fleygia ólátabelgjunum út? Handsterkir menn voru sendir upp á áheyrendapallana. En hver þekkir öll vjelabrögð kvennfólksins? Blessaðar kon- urnar höfðu tjóðrað sig með járnhlekkjum við grindurnar, sem voru fremst á pöllunum. Það var því ekki annað ráð fyrir hendi, en að losa grindurnar, og fleygja þeim út ásamt konunum. — Og ekki var atkvæðisrjettur kvenna samþykkt- ur fremur eftir en áður. Öll þessi mikla fyrirhöfn atkvæðis- rjettarkvennanna var með öllu árangurslaus. Þær urðu því að sýna enn þá meiri rögg af sjer. Þær sneru ranghverfunni út, og breyttust í reglulegar vítisnornir. Á fundi einum í »Royal Albert Hall«, þar sem 7—8000 menn voru saman komnir, hófst þetta nýja límabil í sögu þeirra. Konurnar rjeðust á ræðumennina, og börðu þá með svipum, og þær urðu ekki teknar fyr en eftir mikinn og harðan bardaga. Eftir þetta rak hvert ofbeldisverkið annað. Menn fengu hjer að sjá aðdáanleg sýnishorn af því hversu kvenfólkið getur verið gersneitt allri rökvísi. Einn góðan veðurdag æddu þær um göturnar með harnra og axir, og brutu hundrað til tvö hundruð króna rúður í búðargluggum fjölda kaupmanna — manna, sem vitanlega. höfðu aldrei mælt nokkurt orð, hvor 1 með nje móti atkvæðisrjetti kvenna. Þær rjeðust á P°st brjefakassana, brutu suma en helltu bleki eða sýrum í surna> og ónýttu öll brjef, sem í þeim voru. Þær slitu símana, ri upp járnbrautarteina, o. fl. o. fl. Ástandið fór að verða há ískyggilegt. En konurnar urðu æ trylltari og hamslausan- Það var kominn á þær berserksgangur. Þær kveiktu í j^rn brautarstöðvum, höllum og íbúðarhúsum einstakra nianna, eða sprengdu þau í loft upp. Nærri hundrað brunarustu bera vitni um ærsl og óvitahátt atkvæðisrjettarkvennanna- Almenningur er orðinn svo vanur þessum ósköpum að hann er hætrur að kippa sjer upp við þau. Hann veit, að hann má ætíð búast við því versta. Og þó var ekki laust við a ótti færi um menn, þegar það vitnaðist, að vítisvjel haf 1 fundist í St. Pálskirkjunni, þessari kirkju, sem allir Englen^ ingar álíta þjóðarhelgidóm. Er það hugsanlegt, að þessi ny- tízku-nornasveimur geti komizt öllu lengra en þetta? Hv?rt skyldi næsta tiltæki þeirra verða? Þannig spyrja Eaglení^ ingar, og heimurinn stendur á öndinni af eftirvænting11 Hvað gera þær næst? — — Myndirnar sjö á næstu síðn hjer á undan, sýna ýmsar af þessum baráttu-öðferðum enskn aikvæðisrjettarkvennanna. Lloyd George, fjármálaráðherra Breta, er 11 u tekinn að berjast fyrir nýju áhugaefni — einu enn. Það erU óræktuðu löndin á Englandi. Herragarðseigendurnir, st0* eignamennirnir, eiga flestir víðlend svæði óræktuð, er þe’r nota eingöngu sem veiðilönd. Safnast þangað nokkurn tíma að sumrinu fjöldi manna úr borgunum, til þess að skjota bæði dýr og fugla, og bafa jarðeigendurnir meira gaman etl gagn af því. Lloyd George stingur nú upp á því, að myn^ að verði nýtt ráðuneyti, landeignaráðuneyti, og á starf Þe5S að vera það, að kaupa smám saman öll óræktuð lönd, °& mæla þau út í ábýlisjarðir. Þetta er umbótaverk, sem mund1 kosta ríkið ótölulegar miljónir króna. En að það sje Þar ' verk, hljóta allir að vera samdóma um. SRríííur. HROKINN HEFNIR SÍN. Danska kýmniskáldið, Wessel, var einu sinni á gangi í grennd við skemmtislað nálægt Kaupmannahöfn, og vegna þess að hann var orðinn þreyttur, settist hann á bekk einn við hliðina á hávöxnum manni og merkilegum á svip. Föt Wessels voru öll rykug, og fóru ekki sem bezt. Hávaxna manninum þótti óvirðingað þessum fjelagsskap; hann ræskti sig nokkrum sinnum, leit á Wessel, ræskti sig enn einu sinni, og spurði því næst yfirlætislega: »FIvaða maður er þetta, snm sezt svona við hliðina á mjer, án þess að spyrja um leyfi?« Wessel leit upp og tók ofan hattinn. »Jeg er nautakaupmaður«, svaraði hann. »Nautakaupmaður!« át hinn eftir honum, og spratt upp af bekknum. »Og slíkur maður dirfist að setjast við hliðina á mjer!« »Sitjið þjer bara rólegur, góðurinn minn«, mælti Wessel hlæjandi. »Jeg hefi svei mjer engan hug á að kaupa ýður«. Maðurinn ætlaði að svara einhverju; en í sama bili gengu einhverjir fram hjá, og heilsuðu Wessel með nafni, og kaus hann þá heldur að fjarlægja sig, en að verða fyrir fleiri skeyt- um skáldsins. A. (hrifinn); „Ekkert er eins gott og gæsasteik!" B. „Nú segir þú ekki satt. Gæsasteik er svei mjer betri en „ekkert". Maður einn korn nýlega inn í kaffihús eitt hjer í bænum, og bað um eplaköku, En þegar komið var með hana, hafði honum snúizt hugur, og bað hann nú um að láta sig fá tertu í stað eplakökunnar. Þegar hann hafði borðað tertuna, ætlaði hann að fara, en stúlkan, sem hafði afgreitt hann» kallaði á eftir honum; „Þjer hafið ekki borgað tertuna!" „Nei. jeg fjekk hana f skiftum fyrir eplakökuna!« „Já, en þjer hafið ekki heldur borgað eplakökunal" „Nei, en hana hefi jeg ekki heldur jetið!“ • Okrari (f glugganum): »Hver er það, sem vekur rnlr’ svona um miðja nótt?« Skuidun autur: Það er jeg! Jeg átti ómögulegt me að sofna, vegna þess að víxillinn; sem jeg skulda yður, fellut í gjalddaga á morgun, og þessvegna fór jeg á fætur aftur«-^ Okrarinn: Nú, jæja; en það lá nú ekki svo míkið a þvf, að þjer þyrftuð að vera að vekja mig um miðja nótt • Skuldunauturinn: »Nei, en jeg ætlaði bara að seg]a yður, að jeg get ekki borgað víxilinn, og nú vona jeg að je? geti sofnað. — Nú, eruð það þjer, sem ekki getið sofnað4- • »Þjer verðið að senda eftir öðrum lækni«, mælti læknirinrl' »Er jeg svo hættulega veikur?« spurði sjúklingurinn stundi við. »Nei, en skömmu eftir að jeg varð læknir, ljetuð þjel einu sinni taka Iækningaáhöldin mín lögtaki. Samvizka 111111 bannar mjer að drepa yður, og jeg myndi aldrei geta fyr,r gefið sjálfum mjer það, ef jeg læknaði yður«. Verzlunarm.: „Gerið þjer svo vel, ungfrú, fjórar áln'r af silkiborðum! Þeir hafa hækkað dálítið í verði, vegna Þe5S að silkiormaræktin hefir gersamlega brugðizt í sumar". Stúlkan: „Þá verð jeg heldur að notast við venjtileS bendla". Verzlunarm.: »Já, en þeir hafa lfka hækkað í verði8, Stúlkan: »Einmitt það! Hefir bendilormaræktin þá l^a misheppnazt?« _, Ritstjóri: STEFÁN RUNÓLFSSbN, Reykjavík- - 23 - Prentsmiðjan Gutenberg. — 1913, — 24 -

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.