Haukur - 01.03.1913, Blaðsíða 2

Haukur - 01.03.1913, Blaðsíða 2
HAUKUR. að þrotum komnir, og hann var að missa með- vitundina, — þá heyrði hann allt í einu fótatak og mannamál fyrir utan kjallarahurðina. Vonin gaf honum nýjan þrótt, og gerði hann færan um að heyra og skilja þessi orð: »Þjer sjáið það víst, að hjer er enginn!« »Já, þjer segið salt — hver djöfullinn segir fyrir þessu!« svaraði rödd Breddubeitis gremjulega, og fótatakið fjarlægðist aftur. Nú voru kraftar Rúdólfs þrotnir með öllu, og hann fann það, að hann var að sökkva. Allt í einu var kjallarahurðin, sem fjell vel aftur, riíin upp, og vatnið streymdi út eins og um flóðgátt, sem stíflan er allt í einu tekin úr. Breddu- beitir þreif föstum tökum í Rúdólf, sem barst meðvitundarlaus með straumnum inn í efri kjall- arann. •A 19. k a p í t u 1 i. Hjúkrunarmaðurinn. Rúdólf lá fölur sem liðið lík, og með aftur augun, í viðhafnarmiklu 'svefnherbergi í húsi því í Ekkjutrjágöngunum, sem Uglan hafði athugað vandlega fyr um kvöldið. Eldur brann í eldstónni, og á dragkistu úti við vegginn logaði stór lampi og bar góða birtu um herbergið. Tjöld úr þykku, grænu silki voru kringum rúm það, sem Rúdólf lá í, og var þess vegna hálfdimt á andliti hans. Svertingi einn, meðalmaður á hæð, hvítur á hár, prúðbúinn og með rauðgulan og grænan borða í hnappagatinu, sat við rúmstokkinn með stórt gullúr í vinstri hendinni, en hjelt hægri hendinni um úlnlið Rúdólfs og taldi slagæðarslögin. Hann horfði hugsandi og áhyggjufullur á Rúdólf, og var auðsjeð á svip hans, að hann ljet sjer mjög annt um hann. Breddubeitir stóð við fótagaflinn á rúminu og var í rifnum og óhreinum fataræflum, og holdvot- ur frá hvirfli til ilja. Hann hjelt að sjer höndum og þorði varla að draga andann. Svipurinn var óumræðilega raunalegur. »Hver mundi trúa því, þegar maður sjer hann liggja svona máttvana og meðvitundarlausan, að hann hefði barið mig svo með hnefunum einum, að jeg lá eins og rotuð rotta?« hvíslaði hann ofur lágt. »En hann nær sjer víst bráðum aftur, eða haldið þjer það ekki, læknir? Honum væri guð- velkomið að berja mig meira, sú hreyfing væri kannske holl og styrkjandi fyrir hann, — haldið þjer það ekki, læknir?« »MeðaIagIasið þarna!« mælti læknirinn og benti á dragkistuna, en ljet sem hann heyrði ekki það, sem Breddubeitir hafði verið að segja. Breddubeitir hafði tekið trampskóna sína af sjer við dyrnar, þegar hann kom inn, og var því á sokkaleistunum, eða rjettara sagt berfæltur, því að sokkarnir voru svo rifnir, að fæturnir voru að mestu leyti berir. Hann læddist nú ofurhægt á tánum yfir að dragkistunni, en var svo langstígur og baðaði höndunum svo skringilega, að læknir- inn hefði sjálfsagt hlegið dátt að honum, ef öðr«' vísi hefði staðið á. Veslings manninn lang8^1 mjög til þess að verða að liði, og til þess að vera viss um, að missa ekki glasið á leiðinni, tók ha«n svo fast utan um stútinn á því, að hann brau* það milli fingra sjer, og meðalið fór allt á gólfi®- Breddubeitir stóð sem höggdofa eftir óbapP þetta, og leit ýmist á lækninn eða brotið af stútn' um, sem hann hjelt enn á í hendinni. »Ólukkans klaufinn!« mælti læknirinn óþollU' móður. »Bölvaður asninn!« mælti Breddubeitir við sjálfan sig. »Nú, til allrar hamingju hefir þú farið glasa' vilt«, mælti læknirinn; »það var hitt glasið, seö* jeg vildi fá«. »Litla glasið með rauða meðalinu í?« spur^J þessi veslings slysni hjúkrunarmaður, svo lágt, a<^ læknirinn heyrði það varla. »Já, auðvitað. Þú sjer víst, að þarna er ekki annað glas, svo að það gelur ekki verið um ann- að að ræða«. Breddubeitir snerist allt í einu á hæli að ber' mannasið, og braut glerbrotin undir fótum sjeiv en hann sakaði hvergi, því að iljaskinnið var lík' ara horni en húð. »Vara þig maður! Gæltu þess að skera Þ1& eklci á glerbrotunum!« mælti læknirinn. Breddubeitir gaf þessari viðvörun engan gauou Hann hafði allan hugann við þetta nýja starf sitb og var mjög umhugað um að ljúka þessari síðarl sendiför með meiri heiðri og liandlægni, -heldur eB hinni fyrri. Og nú lók hann svo varlega og lauS* um stútinn, að læknirinn var dauðhræddur um hann mundi missa glasið á gólfið. En sem betur fór komst hann nú með það slysalaust alla leið- Þegar læknirinn hafði tvívegis gefið Rúdólf meðal þetta, hreyfði liann ofurlílið aðra höndina. »Gott, nú er hann að fá meðvitundina aftur<<r mælti læknirinn. »Blóðtakan hefir hjálpað, °& vonandi er honum bráðum alveg borgið«. »Borgið? Það er gott!« mælti Breddubeitb> og rjeð sjer varla fyrir fögnuði. »Hafðu hljótt um þig!« »Já, læknir!« »Slagæðaslögin eru farin að verða jafnari, Þa® er gott!« »En þessi veslings vinur hr. Rúdólfs, læknir? Hugsið yður bara, þegar hann fær vitneskju nm . . . en til allrar hamingju . . . .« »Þegiðu!« »Já, læknir!« »Seztu!« »En, hr. læknir . . .« »Seztu þarna á stólinn; þú truflar mig me því að vera að snuðra þetta í kringum mig- Seztu nú og þegiðu«. »Jeg er svo óhreinn, læknir, að jeg mnn^* skemma stólinn«. »Sezlu þá á gólfið!« »Þá óhreinka jeg gólfábreiðuna«. »Þú ræður hvað þú gerir, en í guðana bm0 um, hafðu hljótt um þig!« mælti læknirinn óþ°* — 27 — — 28

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.