Haukur - 01.01.1914, Blaðsíða 1

Haukur - 01.01.1914, Blaðsíða 1
HAUKUR HEIMILISBLAÐ MEÐ MYNDUM. <jÉ>- (j§> <(g) (g) (jt)- <(f> (g> <js> <(|> <fj) <<|> <§j) <gj) <gj) <|j) <j|) <§j) <j§) £eynðarðömar parísarborgar. Saga eftir Eugene Sue. Með myndum eftir frakkneska dráttlistarmenn. (Framh. Mennirnir tóku Ugluna og Skólameistarann, og bundu þau. En jeg var ekki ánægður enn þá, Jeg vildi og varð að fá að vita, hvar hr. Rúdólf var. Jeg rjeðst allt í einu á Ugluna, þreif í hand- legginn á henni og sneri upp á hann. »Hvar er hr. Rúdólf?« spurði jeg. En hún opnaði ekki kjaftinn. Jeg sneri þá betur upp á handlegg- •nn á henni og spurði aftur. »í hinu r>Blœdandi hiartaa — í kjallaran- nm hjá Rauðarmi«,svar- í|ði hún þá. Þelta var nú gott og blessað. Á leiðinni þang- að ætlaði jeg að taka Litla-Skakk úr gulrófna- beðinu; en hvað finn jeg þar? Ekkert annað en hlússuna mína — hann hafði nagað gat á hana nteð tönnunum. Svo skundaði jeg sem mest jeg mátti til hins »Rlæð- andi hjarta«, tók báðum höndum fyrir kverkar Rauðarmi og grenjaði í eyrað á honum: »Hvar er ungi mað- urinn, sem kom hingað fyrir skammri stundu nteð ' Skólameistaran- «m?« »Ef þú kreistir mig ekki svona fast, þá skal Jeg segja þjer það. — Skólameistarinn og Ugl- an ætluðu víst að leika eitthvað á hann, og lok- nðu hann þess vegna inni í kjallaranum hjerna. Komdu, við skulum Ijúka upp fyrir honum«. Við fórum ofan i kjallarann, — þar var engin hfandi sál, en töluvert vatn á gólfinu. »Hann hlýtur að hafa farið út, meðan jeg shrapp eitt andartak burtu áðan«, mælti Rauðarm- ur. »Þú sjer vist, að hjer er enginn!« Jeg ætlaði að snúa við aftur, og mjer var heldur þungt í skapi. En þá sje jeg i skímunni frá skriðbyttunni dyr úti í horninu. Jeg hljóp að Rúdólf, læknirinn, Breddubeitir og morðinginn voru einir eftir. (Sjá næstu bls.) dyrunum og dró slagbrandinn írá hurðinni — hurðin hrökk upp með heljarkrafti, og jeg fjekk alveg eins og brimsjó yfir mig. Jeg sá handleggi fálma upp úr vatninu; jeg náði í yður og bar yður hingað á bakinu. — Svona atvikaðist nú þetta, hr. Rúdólf, og án þess jeg vilji hæla mjer sjálfur, þá verð jeg að segja það, að jeg er vel ánægður með dagsverk- ið«. »Jeg á þjer lífið að launa, drengur minn, og þjer er óhætt að treysta því, að jeg skal gera það sem jeg gel í því efni«, sagði Rúdólf. Því næst sneri liann sjer að lækn- inum og mælti; »Davíð, viljið þjer ekki gera svo vel að lita inn til Múrfs og koma svo strax aftur og segja mjer, hvernig honum líður«. Sverlinginn fór. »Veiztu hvar Skóla- meistarinn er nú, maður minn góður?« »Hann er lokaður inni í herbergi hjerna niðri, og Uglan sömuleiðis. Á eg að senda eftir lög- reglunni?« »Nei«. »Þjer ætlið þó víst ekki að sleppa honum aftur, hr. Rúdólf? Slík göfugmennska á ekki við hjer. Þetta er blóðvargur, óður víghundur, sem alls ekki má ganga laus«. »Þjer er óhætt að treysta því, að hann skal ekki fá að bíta neinn hjer eftir«. »Þjer ætlið þá að láta loka hann inni ein- hverstaðar?« »Nei, langt frá því! Að hjer um bil hálfri stundu liðinni, lofum við honum að fara«. »Skólameistaranum?« »Já!« »Án þess að lögreglan fylgi honum?« Nr. 7.-9. IX. BINDI

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.