Haukur - 01.01.1914, Blaðsíða 2

Haukur - 01.01.1914, Blaðsíða 2
HAUKUR. »Já, alveg frjálsan«. »0g einan sjer?« »Já«. »0g fara hvert sem hann vill?« »Hvert sem hann vill, já«, svaraði Rúdólf og brosti svo einkennilega, að Breddubeitir varð dauð- skelkaður. Svertinginn kom nú inn aftur. »Nú—nú, Davíð, hvernig líður Múrf?« spurði Rúdólf. »Hann er sofandi, náðugi herra«, svaraði læknirinn; »en því miður er honum þungt fyrir brjóslinu enn þá«. »Er þá tvísýni á lifi hans?« »Ur allri hættu er hann því miður ekki enn þá, náðugi herra; en það er engan veginn vonlaust um að hann lifi«. »Veslings Múrfl Hans skal vissulega hefnt?« mælti Rúdólf með gremjuþrunginni röddu. Og svo hvíslaði hann nokkrum orðum í eyra lækn- inum, er varð auðsæilega bilt við. »Eruð þjer hikandi?« spurði Rúdólf. »Jeg hefi þó svo ofl látið þessa hugsun í ljós við yður — og nú er einmitt tími og tækifæri til að fram- kvæma hana«. »Jeg er alls ekki hikandi, náðugi herra. Jeg er alveg sömu skoðunar og þjer. Þetta er í sjálfu sjer svo mikil umbót frá hinum venjulegu hegn- ingaraðferðum, að rjett er að gera tilraun með slíkt á verztu glæpamönnum. Hegning þessi er einföld og óbrotin, hræðileg og rjettlát. Og eins og hjer stendur á, er auðvelt að koma henni við. Þótt ekki sje tekið tillit til glæpa þeirra, sem þessi þorpari var dæmdur fyrir til æfilangrar þrælkunar á galeiðunum, þá er nóg samt, því að þrjú ný- framin morð hefir hann á samvizkunni — hann hefir drepið nautasalann, Múrf og yður — það er ekki honutn að þakka, þótt honum mistækist með ykkur tvo — refsingin er því í alla staði rjettlát, og sízt of hörð«. »Hann fær þá tíma til að iðrast synda sinna. — Jæja, þjer skiljið mig þá, Davíð?« »Já, við hjálpumst að með þetta, náðugi herra«. Það varð dáiílil þögn. Því næst sneri Rúdólf sjer að lækninum og mælti: »Ætli fimm þúsundir franka sje nægileg upp- hæð?« »Fullkomlega nóg, náðugi herra!« »Hej'rðu, góðurinn minn«, mælti Rúdólf við Breddubeili, er hafði setið eins og höggdofa af undrun, »jeg þarf að tala dálítið meira við þennan mann. Viltu ekki fara fyrir mig á meðan hjerna inn í næsta herbergi . . . þú finnur þar rautt veski á skrifborðinu........gerðu svo vel og taktu úr því fimm þúsundfrankaseðla, og komdu með þá hingað«. »Og hver á að fá þessar fimm þúsundir franka?« spurði Breddubeitir ó jálfrált. »Skólameistarinn. — Og biddu um leið menn þá, sem gæta fanganna, að fara með Skólameist- arann upp í salinn hjerna á efri hæðinnk. 0 21. k ii p í t u 1 i. Hegningin. Vjer biðjum lesendurna að koma með oss inn í fagurlega uppljómaðan sal með rauðum vegg' tjöldum. Þar munum vjer sjá Rúdólf við borð eitt á miðju gólfi. Hann er í svörtum flauels- sloppi, og sýnist því enn þá fölari í andliti en hann er í raun og veru. Það er dýrindisdúkur á borðinu, og á því liggja tvö veski — annað er veski Skólameistarans, en hitt er veski það, er hann stal frá Tom. Þar er og hálsfesti Uglunnar með verndargripnum litla, sem áður hefir verið á minnst: ofurlítilli dúfu úr bláum steini. Þar er einnig rýlingur sá, sem Skólameistarinn veitti Múrf áverkann með, og er hann enn þá blóðugur; enn fremur eru þar áhöid þau, sem Skólameistar- inn notaði, þegar hann sprengdi upp dyrnar á liúsinu. Hjá þessum munum liggja og þúsund- frankaseðlarnir fimm, sem Breddubeitir var sendur eflir inn í hliðarherbergið. Læknirinn situr öðru megin við borðið, en Breddubeilir liinumegin. A stórum völtrustóli rjett hjá borðinu situr Skóla- meistarinn svo rammlega tjötraður, að hann getur hvorki hreyft legg nje lið. Menn þeir, er koniið höfðu með þorparann upp í salinn, eru farnir ino í annað herbergi, og Rúdólf, læknirinn, Breddu- beitir og morðinginn eru einir eftir. Rúdólf er ekkert æstur. Hann er rólegur, stilltur og raunalegur á svipinn. Hlutverk það, er hann ætlar að fara að inna af hendi, er bæði ha- tíðlegt og hræðilegt. Læknirinn situr hugsi. Breddubeitir slarir látlaust á Rúdólf, og er auðsjáanlega hálf-kviðafullur. Skólameistarinn er náfölur — hann er hræddur. Sennilega hefði hann borið sig betur framm* fyrir venjulegum borgaralegum dómstóli, heldur en hann gerði nú, og líklega sýnt af sjer meiri o- svífni og óskammfeilni. Nú er hann bæði forviða og óltasleginn. Hann skilur það, að hann er algerlega á valdi Rúdólfs — þessa manns, sem hann hafði haldið að væri ekki annað en venjulegur iðnaðarmaður — mað- ur, sem gæti haft hvorttveggja til, að svíkja sig eða taka þátt í glæpaverkunum með sjer — mað- ur, sem hann áleit rjett að stytta aldur, bæði vegna þess, að hann grunaði hann um svikráð og líka til þess að geta einn orðið aðnjótandi all® þýíisins. Nú fannst honum Rúdólf miklu óttalegn og ægilegri, heldur en rjettvísin sjálf. Regnið buldi enn þá á húsinu. Að öðru ley*1 var kyrð og dauðaþögn úli fyrir. Rúdólf hvessir nú augun á Skólameistarann og segir: »Þú hefir strokið úr fangelsinu í Rochefort ■ þú varst dæmdur til æfilangrar galeiðuþrælkunar fyrir fölsun, morð og þjófnað — þú heilir Anselm Duresnell« »Það er lýgi — sannið það!« öskraði Skóla- meistarinn, hamslaus af bræði, og leit flóttaleg® kringum sig. 51 - 52 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.