Haukur - 01.01.1914, Blaðsíða 3

Haukur - 01.01.1914, Blaðsíða 3
H AU KUR. »Hvað þá?« gall Breddubeitir við, »vorum við ekki saman á galeiðunum?« Rúdólf gaf Bxeddubeiti bendingu um að þegja, en hjelt sjálfur áfram: wÞú heitir Anselm Duresnel — þú skalt verða að meðganga það, þótt síðar verði; — þú hefxr bæði rænt og myrt nautasala á veginum til Poissy!« »Það er Iýgi!« »Þú skalt verða að meðganga það líka, áður en langt um líður«. Skólameistarinn starði forviða á Rúdólf. »Nú í kvöld ætlaðir þú að fremja húsbrots- Þjófnað bjerna í húsinu; þú hefir drepið eiganda hássins . . . .« »IJað voruð þjer, sem stunguð upp á þessum tjófnaði!« mælti Skólameistaiúnn töluvert öruggari. »Það var ráðizt á mig, — og jeg varð að verja Þf mitt!« »Maður sá, er þú myrtir, rjeðst ekki á þig — hann var vopnlaus. Það er satt, að jeg stakk upp a þessum þjófnaði við þig; en nú skal jeg bráðum segja þjer, í hverju skyni jeg gerði það. Þegar i>ú rjeðst á karlmanninn og kvennmanninn i karl- 'Hannsfölunum í Cité-hverfinu, og stalst frá þeim Þessu veski, þá bauðst þú til að drepa mig, ef Þau borguðu þjer þúsund franka fyrir það«. »Jeg heyi’ði þig segja það«! gi'eip Breddubeitir fiam í. Skólameistarinn leit til hans xneð heiftarfullu aUgnaráði. Rúdólf lijelt áfram: »Þú sjer það nú, að þú þarft ekki mig til að úeista þín til illverkanna«. »IJjer eruð enginn rannsóknardómari — jeg sVara yður ekki lengur«. »Nú skal jeg segja þjer, hvers vegna jeg stakk upp á þessum þjófnaði við þig«, mælti Rúðólf: »Jeg vissi, að þú hafðir strokið af galeiðunum, og að þú þekktir foreldra ungrar stúlku einnar, sem hefir lifað mjög óhamingjusömu lífi. Uglan, sem ee samsek þjer, er að mestu leyti völd að óláni Þessarar ungu stúlku. — Og af því jeg vildi ná Þjer hingað, þá var jeg neyddur til að viðhafa ema agnið, sem jeg vissi að mundi ginna þig hing- að: glæpaverk. Svo liafði jeg hugsað mjer það, að Þegar jeg væri búinn að ná þjer á vald mitt, þá skyldi jeg lofa þjer að velja um, hvort þú vildir neldur að jeg afhenti þig íjettvísinni, sem hlaut að refsa þjer fyrir það að þú myrtir nautasalann...« »Lygi! — Jeg heíi ekki gert það!« »— Eða að jeg ljeti fara með þig á einhvern afskekktan stað fyrir utan landamæri Frakklands, Þar sem þú yrðir ætíð einmana og afkróaður frá úðrum mönnum, — en með því skilyrði, að þú 8®fir mjer vitneskju um allt það, sem jeg vildi v,ta. — I>ú varst dæmdur til æfilangrar galeiðu- Þrælkunar, en straukst úr fangelsinu. Með því að na í þig og gera þig óskaðvænan eftirleiðis, gerði Jeg þjóðinni greiða, og vitneskja sú, sem þú gazt veitt mjer, gerði mig færan um að koma veslings °lánssömu barni til skila til foreldra sinna. Þetta Var upphaflega áform mitt. Það var ekki lögum Samkvæmt; en þú hafðir, bæði vegna brotthlaups Þíns og hinna nýju glæpaverka þinna, verið lýstur — 53 — rjettdræpur skógarmaður. Fyrir ráðstöfun guðs fjekk jeg i gær vitneskju um hið rjetta nafu þitt.. .« »Það er lygi, jeg heiti ekki Duresnel!« Rúdólf tók hálsfesti Uglunnar, sem lá á borð- inu, sýndi Skólameistaranum verndargripinn litla úr bláa steininum, og mælti með ógnandi röddu: »Þú ert samvizkulaus fantur, lygari og guð- níðingur! Þú hefir svívirt þennan helga menjagrip, með því að gefa hann ærulausu glæpakvendi — reglulegu úrþvætti. Hann hefði þó átt að vera þjer helgur dómur, því að sonur þinn hafði hlotið hann að gjöf frá móður sinni og ömmu, er höfðu haft miklar mætur á honum.« Skólameistarinn varð agndofa, og honum varð algei'lega orðfall, þegar hann heyrði að Rúdólf hafði komizt að sannleikanum, einnig um þetta; hann laut höfði og svaraði engu. »Fyrir fimmtán árum rændir þú syni þínum frá móður hans, og þú einn vissir, hvað af hon- um varð. Þessi var ein ástæðan til þess, að jeg vildi ná í þig. — Þú reyndir að drepa mig, en það tel jeg ekki með, — því að jeg hefni min ekki; — þú hefir nú í kvöld úthellt blóði alveg tilefnislaust. Maður sá, sem þú myrtir, kom til dyranna án þess að eiga sjer neins ills von — án þess að hafa nokkurn grun um blóðþorsta þinn og grimmd. Hann spurði þig hvert erindi þitt væri og hvað þú vildii'. — »Peningana og lífið!« svar- aðir þú og lagðir rýtingnum í brjóst lionum.« »Hr. Múrf sagði mjer þetta sjálfur, þegar jeg var að athuga sár hans,« mælti læknirinn. »Þá hefir hann logið,« svaraði Skólameistarinn. »Múrf lýgur aldrei,« mælti Rúdólf kuldalega.— »Þú ruddist vopnaður inn i þetta hús, og myrtir mann til þess að ræna hann; og annað morð hefir þú framið nýlega; — nú getur þú biiizt við dauða þínum bjer. — Af meðaumkun með konu þinni og syni þínum skalt þú verða laus við að deyja smánarlegum dauðdaga á höggstokknum, — það er hægt að segja, að þú hafir fallið í atlögu. Bústu við dauða þínum, — byssurnar eru blaðnar!« Það brann heiftareldur úr augum Rúdólfs. Skólameistaranum varð nú litið á tvo menn, er stóðu með byssur í höndum í næsta herbergi . . . Menn vissu hver hann var, og hann trúði því í raun og véru, að það ætti að drepa sig hjer í kyrþey, til þess að hlífa venzlafólki hans við nýrri smán. Hann átti það sammerkt við flesta ef ekki alla stórglæpamenn aðra, að hann var ragmenni og bleyða, þótt grimmdin væri nóg. Nú, er hann hjelt að siðasta stund sín væri komin, tók hann að skjálfa eins og hrisla, varirnar urðu fölar, og hann stamaði út úr sjep með hásri íödd: »Yægð!« »Þú skalt ekki vænta neinnar vægðar framar,« svaraði Rúdólf. »Verðir þú ekki skotinn lijer, þá skalt þú verða leiddur á höggstokkinn!« »Jeg kýs heldur að farið verði með mig á höggstokkinn, ef það gæti orðið til þess, að jeg fengi að lifa tvo eða þrjá mánuði enn þá. Yður má á sama standa, því að jeg slepp þó ekki við hegningu hvort sem er. Vægið þjer mjer! Vægið þjer mjer!« — 54 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.