Haukur - 01.01.1914, Blaðsíða 4

Haukur - 01.01.1914, Blaðsíða 4
H AU KU R. »En konan þín . . . og sonur þinn . . . þau bera nafn þitt . . .« »Nafn mitt er þegar orðið svo atað smán og svívirðingum, að einni vanvirðu meira eða minna gerir því ekkert til. Vægið þjer mjer, þótt ekki sje nema eina viku!« »Það er ekki einu sinni svo, að hann meti lífið að engu, eins og oft er þó um stórglæpamenn!« inælti Rúdólf með fyrirlitningarsvip. »Annars banna lögin mönnum, að taka sjer sjálfir dómsvald yfir öðrum,« mælti Skólameistar- inn öruggur. »Lögin!« mælti Rúðólf; »lögin! .... dirfist þú að bera fyrir þig lögin, þú, sem í tuttugu ár hefir lifað í fullum fjandskap við lögin — breytt þvert á móti guðs og manna lögum?« Skólameistarinn ljet höfuðið síga niður á bring- una. Eftir litla þögn sagði hann með auðmjúkri röddu: »Verið þjer þó að minnsla kosti svo miskunn- samur, að lofa mjer að lifa 1« »Viltu segja mjer, livar sonur þinn er?« »Já . . . já . . . jeg skal segja yður allt, sem jeg veit um hann.« »Þú þekkir ungu stúlkuna, sem Uglan píndi mest og kvaldi; viltu segja mjer hverjir eru for- eldrar hennar?« »í veskinu mínu þarna eru skjöl, sem geta gefið yður nokkra upplýsingu um það. Það lítur svo út, sem móðir hennar sé kona af heldra taginu«. »Hvar er sonur þinn?« »Ætlið þjer að lofa mjer að lifa, ef jeg segi yður allt eins og er?« »Segið mjer fyrst allt eins og er!« »Já, en þegar þjer fáið vitneskju um . . . .« mælti Skólameistarinn hikandi. bÞú hefir myrt hann!« »Nei, nei, jeg fól hann á hendur manni einum sem var samsekur mjer, en komst undan, þegar jeg var tekinn höndum«. »Og hvað gerði hann við hann?« »Hann ól hann upp, og kendi lionum það, sem nauðsynlegt var að kunna, til þess að komast að verzlunarstörfum, því að hann átti að hjálpa okkur, og — —- nei, jeg segi ekki meira, nema þjer lofið mjer því, að þjer skuluð ekki drepa mig!« »Hvað þá?! Dirfist þú að setja skilyrði, guð- lausi syndaselur?« »Nei, nei, sannarlega ekki. En verið nú misk- unsamur, og lofið mjer að lifa!« ^Þú vilt þá umfram allt lifa?« »Já — þó það ætti að vera í fjötrum, og þó ekki væri nema mánuð, eða viku, bara ef jeg losna við að deyja nú þegar!« »Játaðu allt, og þá skaltu fá að lifa«. »Lifa? Á jeg að fá að lifa?« »Heyrðu nú! Af meðaumkvun með konu þinni og syni þínum vil jeg gefa þjer eitt heilræði: deyðu nú þegar i kvöld . . . .« »Æ, nei, nei! svíkið ekki loforð yðar — lofið mjer að lifaí Óttalegasta og hörmulegasta líf, er ekkert í samanburði við dauðann!« »t*ig langar þá mikið til að lifa?« — 55 — »Já, og jeg skal aldrei kvarta«. »Nú, hvað hefir þú svo gert við son þinn?« »Vinur minn, sá sem jeg gat um áðan, hafði látið hann læra bókfærslu, og tókst að koma hon- um að stöðu í banka. Hann átti að koma sjer vel, og ávinna sjer traust bankastjórans, en auk þess átti hann að gefa okkur nákvæma vitneskju um bankann, og aðstoða okkur í vissum efnum, ef svo bæri undir; — þetta var samkomulag ökk- ar í milli. E*ó jeg væri í Rochefort eða á galeið- unum, treysti jeg þvi allt af, að mjer mundi nieð tímanum takast að komast þaðan, og jeg stjórn- aði öllum undirbúningi fyrirtækis þess, sem við höfðum i hyggju, og skrifaðist ætíð á við vin minn með villiletri«. »Guð minn góður! Sonur hans, sonur hans!« mælti Rúdólt fullur skelfingar, og byrgði andlitið í höndum sjer. »Það var einungis um fölsun að ræða«, mælt' Skólameistarinn, »og samt sem áður varð sonur minn alveg hamslaus af bræði, þegar hann komst að því, hvers við höfðum vænzt af honum. Hann jós óbotnandi skömmum yfir mann þann, sem hafði alið hann upp, og rauk síðan á brott og hvarf með öllu. Það eru nú liðnir átján mánuðh' síðan, og enn þá hefir ekkert lil hans spurzt. í veskinu mínu finnið þjer skýrslu vinar míns um tilraunir þær, sem hann gerði til að finna hann aftur. Þær urðu allar árangurslausar. t*að síðasta sem menn vita um hann, er það, að hann átti heima í húsi einu í Musterisgötunni, og kallaði sig þá Franz Germain. Þjer sjáið nú, að jeg hefi sagt frá öllu sem jeg veit .... Efnið nú loforð yðar, og látið bara taka mig fyrir þjófnaðartil- raunina hjerna i kvöld«. »Ertu búinn að gleyma nautasalanum fr® Poissy?« »Það er óhugsandi að það geti komizt upp> því að þar hafa þeir engar sannanir. Jeg skal gjarnan játa það fyrir yður; en fyrir rjettinum neita jeg . . . .« »Þú játar það þá?« »Neyðin rak mig til þess; jeg hafði ekkert til þess að lifa á; Uglan rjeð mjer til þess. Nú iðrast jeg þess, eins og þjer sjáið, þar sem jeg játa þ^ð- Ef þjer bara væruð nú svo göfuglyndur, að afhenda mig ekki rjettvísinni, þá skyldi jeg gefa yðnr drengskaparorð mitt upp á það, að jeg skyldi ekkJ byrja á neinu slíku aftur!« »Þú skalt fá að lifa, og jeg skal ekki aflrenda þig rjettvísinni«. »Þjer fyrirgefið mjer?« spurði Skólameistarinn, er þorði varla að trúa sínum eigin eyrum. »Jeg dæmi þig . . . . og refsa þjer!« mselh Rúdólf með þrumandi röddu. »Jeg afhendi Þ'fi ekki dómurunum, því að þá yrðir þú annað hvort settur í fangelsi eða leiddur á höggstokkinn, það vil jeg ekki — nei, það vil jeg ekki. —■ f*jer þykir sómi að skömmunum, og í fangelsinu mundir þú aftur gera þig að drottnara yfir hinum föng' unum, og stórspilla þeim — og þeir mundu liræð- ast þig og — fyrirlíta þig eins og áður. Þú ert hraustur og heilsugóður, svo að þrælkunin á ga*' — 56 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.