Haukur - 01.01.1914, Blaðsíða 7

Haukur - 01.01.1914, Blaðsíða 7
H AUKUR. Hann getur ekki komizt úr sporunum hjálparlaus; hann á það á hættu, að ekið verði ofan á hann a götunni. Má jeg ekki fylgja honuin eitthvað þang- að sem hann getur hvílt sig og verið í friði?« »Jú, gerðu það«, svaraði Rúdólf og tók inni- i hönd Breddubeitis; hann komst mjög við af þessari göfugmennsku hans. »Farið þið núl« Breddubeitir lagði höndina á öxl Skólameist- aranum. Skólameistarinn hrökk við, og spurði með d'tnmri röddu: »Hver er það, sem kcmur við mig?« »Jeg«, svaraði Breddubeitir. »Hver?« »Breddubeitir?« »Þú ætlar víst að ^efna þín, þú líka, eða er ekki svo?« »Þú ratar ekki út — taktu í handlegginn á lttjer, þá skal jeg leiða Þig«. »Þú, þú?« »Jeg, já; jeg kenni 1 brjósti um þig — ^omdu nú!« »Þú ætlar aðteyma mig í einhverja gildr- eða er ekki svo?« »Nei, það kemur ekki til hugar; þú 'eizt það vel, að jeg er enginn níðingur. ^°nidu nú, við skul- U(n fara. Það fer bráð- ''Oi að birta af degi?« »Birta af degi! Ó, Íeg fæ aldrei að sjá dagsljós framar — aldr- ei'« mælti Skólameist- arinn og stundi við. Rúdólf þoldi ekki ad hlusta lengur á þetta. ^ann gaf þjónunum endingu um að fara, fór sjálfur út með ^kninum. Breddubeitir og ^olameistarinn urðu einir eftir. »Er það satt, að það sjeu peningar í þessu >ki, sem mjer var fengið?« spurði Skólameistar- lan eftir langa þögn. »Já, jeg Ijet sjálfur fimm þúsundir franka í f ð. Fyrjr þá upphæð getur þú fengið fæði og nsnæði — t. d. í sveit — það sem þú átt eftir °'ifað. Eða kannske þú viljir heldur að jeg fari Þig til krárkerlingarinnar í »Hvítu kanín- Unni«?(( »Nei, hún mundi stela Qenu frá mjer«. »Eða til Rauðarms?« »Nei, nei, hann mundi byrla mjer eitur!« »Hvert viltu þá fara?« »Jeg veit það ekki. Þú, Breddubeitir, þú ert Og svo leiddust þeir, Skólameistarinn og Breddubeitir, burt úr Ekkju-trjágöngunum. (Sjá 64. dálk). ekki þjófóttur. Gerðu svo vel, taktu við veskinu, og komdu því vel fyrir í frakkavasa mínum, svo að Uglan sjái það ekki. Annars ruplar hún því frá mjer«. »Uglan? Hún var flutt á sjúkrahúsið í kvöld. Þegar jeg var að fljúgast á við ykkur í kvöld, þá sneri jeg svo upp á handlegginn á henni, að hann fór úr liði um olnbogann«. »Hvað í ósköpunum á jeg að gera af mjer? Ó, guð minn góður, hvað get jeg gert með þetta svarta tjald fyrir augunum sí og æ? Ef jeg sæi nú á þessu svarta tjaldi helbleik andlit þeirra, sem jeg . . . .« Hann nötraði allur og spurði með veikri röddu: »En maðurinn sem í kvöld? Er hann dauð- ur?« »Nei«, svaraði Breddubeitir. »Það er gott!« Skólameistarinn þagði stundarkorn. Því næst grenjaði hann allt í einu, hamslaus af reiði: »Það ert þú, sem ert valdur að þessu öllu saman, þorparinn þinn! Hefðir þú ekki komið að okkur, þá hefði jeg gert út af við manninn og náð i pen- ingana hans! Það er þjer að kenna, að jeg er blindur, eingöngu þjer að kenna!« »Vertu ekki að hugsa meira um það; þú hefir ekki gott af því. Viltu nú koma með mjer, eða viltu það ekki? Jeg er þreyttur og þarf að fara að sofa. Á morg- un fer jeg aftur að vinna við timbur-upp- skipunina. Jeg skal fara með þig hvert sem þú vilt, og svo fer jeg að sofa«. »Jeg veit ekkert hvert jeg á að fara. Jeg þori ekki að fara þangað, sem jeg held til, því að þá yrðum við að segja frá því, að . . . .« »Taktu nú eftir: Viltu gera þjer að góðu bæl- ið mitt, þangað til við getum fundið einhverja brjóstgóða menn, sem kannske fengjust til þess að taka þig að sjer, ef þeir þekkja þig ekki, og heyra að þú ert örkumla maður? Bíddu við, jeg þekki mann einn, sem vinnur við St. Nikulásarhöfnina, og hann á móður, sem býr úti á landi. Það er allra bezta kona. Kannske hún fengist til að taka þig að sjer. Ætlarðu nú að koma með mjer, eða ekki?« »Það er víst alveg óhætt að reiða sig á þig, — 61 — 62

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.